Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 19:30 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum er ánægður með störf lögreglu hingað til á Þjóðhátíð. Vísir/Sara Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. Mikil rigning hefur sett svip sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.Heldur færri lögðu leið sína í Herjólfsdal í gærkvöldi heldur en á föstudag en þrátt fyrir það var mikill erill hjá lögreglu sem meðal annars sinnti fjölmörgum fíkniefnamálum. Alls hafa komið upp um 40 mál sem tengjast fíkniefnum hingað til á Þjóðhátíð. „Það verður að taka mið af því að við erum með mjög öfluga fíkniefnalöggæslu núna. Við erum með fjóra hunda og sex menn bara í þessu. Þeir eru mjög mikið á ferðinni inni í dal, í bænum, við Herjólf og uppi á flugvelli. Þannig að við erum með mikið afl í þessu og ekkert skrítið að við séum að grípa svolítið af þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir sérstaklega ánægjulegt þegar takist að stöðva söluaðila. Í nótt var karlmaður handtekinn með um fjörutíu grömm af kókaíni sem lögregla gerði upptæk. Átak gegn vopnaburði hefur heppnast vel Eitt kynferðisbrot hefur verið tilkynnt en Karl Gauti segir rannsókn þess vel á veg komin. Þá var tilkynnt um tvær minniháttar líkamsárásir í nótt. Þá hefur sérstakt átak lögreglu til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. „Þetta er einhver unglingamenning sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Við sáum fram á að ef þetta kæmi hingað þá gæti voðinn verið vís í svona margmenni og ákváðum að gera átak í þessu. Ég held að við höfum aðeins verið að stríða þessum aðilum sem eru kannski þekktir fyrir að bera á sér vopn,“ segir Karl Gauti. Leitað hefur verið á fólki áður en því er hleypt inn í Herjólfsdal. „Ef það eru einhverjir vafasamir aðilar þá höfum við skipt okkur af þeim. Við höfum gert mikið að því að leita að fólki í þessum tilgangi, til að reyna koma í veg fyrir þetta. Skilyrði til að komast inn í dal er að sjálfsögðu að leyfa leit.“ Búast má við fjölda fólks og mikilli stemningu þegar Þjóðhátíð nær hámarki við brekkusönginn í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer fram brekkusöngur í Herjólfsdal en sunnudagskvöldið er stærsta kvöld Þjóðhátíðar. Karl Gauti segir viðbragðsaðila við öllu búna. Fjöldi gæsluliða bætist við í kvöld þar sem von er á að gestum fjölgi um 1500 manns. „Hér hafa skipst á skyn og skúrir. Það var afskaplega gott veður á föstudeginum en í gærkvöldi kom úrhelli, einhver töluðu um monsún regn. Ég á von á því að menn fjölmenni bara í dalinn í kvöld og hvet gesti til að skemmta sér vel og virða mörk hvers annars. Og láta vita ef þeir verða varir við óeðlilega hegðun.“ Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Vestmannaeyjar Fíkniefnabrot Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Mikil rigning hefur sett svip sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.Heldur færri lögðu leið sína í Herjólfsdal í gærkvöldi heldur en á föstudag en þrátt fyrir það var mikill erill hjá lögreglu sem meðal annars sinnti fjölmörgum fíkniefnamálum. Alls hafa komið upp um 40 mál sem tengjast fíkniefnum hingað til á Þjóðhátíð. „Það verður að taka mið af því að við erum með mjög öfluga fíkniefnalöggæslu núna. Við erum með fjóra hunda og sex menn bara í þessu. Þeir eru mjög mikið á ferðinni inni í dal, í bænum, við Herjólf og uppi á flugvelli. Þannig að við erum með mikið afl í þessu og ekkert skrítið að við séum að grípa svolítið af þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir sérstaklega ánægjulegt þegar takist að stöðva söluaðila. Í nótt var karlmaður handtekinn með um fjörutíu grömm af kókaíni sem lögregla gerði upptæk. Átak gegn vopnaburði hefur heppnast vel Eitt kynferðisbrot hefur verið tilkynnt en Karl Gauti segir rannsókn þess vel á veg komin. Þá var tilkynnt um tvær minniháttar líkamsárásir í nótt. Þá hefur sérstakt átak lögreglu til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. „Þetta er einhver unglingamenning sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Við sáum fram á að ef þetta kæmi hingað þá gæti voðinn verið vís í svona margmenni og ákváðum að gera átak í þessu. Ég held að við höfum aðeins verið að stríða þessum aðilum sem eru kannski þekktir fyrir að bera á sér vopn,“ segir Karl Gauti. Leitað hefur verið á fólki áður en því er hleypt inn í Herjólfsdal. „Ef það eru einhverjir vafasamir aðilar þá höfum við skipt okkur af þeim. Við höfum gert mikið að því að leita að fólki í þessum tilgangi, til að reyna koma í veg fyrir þetta. Skilyrði til að komast inn í dal er að sjálfsögðu að leyfa leit.“ Búast má við fjölda fólks og mikilli stemningu þegar Þjóðhátíð nær hámarki við brekkusönginn í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer fram brekkusöngur í Herjólfsdal en sunnudagskvöldið er stærsta kvöld Þjóðhátíðar. Karl Gauti segir viðbragðsaðila við öllu búna. Fjöldi gæsluliða bætist við í kvöld þar sem von er á að gestum fjölgi um 1500 manns. „Hér hafa skipst á skyn og skúrir. Það var afskaplega gott veður á föstudeginum en í gærkvöldi kom úrhelli, einhver töluðu um monsún regn. Ég á von á því að menn fjölmenni bara í dalinn í kvöld og hvet gesti til að skemmta sér vel og virða mörk hvers annars. Og láta vita ef þeir verða varir við óeðlilega hegðun.“
Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Vestmannaeyjar Fíkniefnabrot Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira