Sérsveit kölluð að Alþingi eftir að tilkynnt var um hugsanlegt skotvopn Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2023 10:56 Fjölmörg mál komu inn á borð lögreglu í gær. vísir/vilhelm Sérsveit og lögregla voru send að Alþingi eftir að tilkynnt var að einstaklingur bæri hugsanlegt skotvopn við þinghúsið. Þegar sá komst í leitirnar reyndist einstaklingurinn vera með kveikjara sem var eftirlíking af skammbyssu. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einstaklingurinn er sagður glíma við andleg veikindi. Annasamt var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt og voru allir fangaklefar á stöðinni á Hverfisgötu fullir í morgun. Var því einnig notast við fangaklefa í Hafnarfirði. Lögregla stöðvaði bifreið sem í reyndust vera sex erlendir einstaklingar. Að sögn lögreglu voru þeir allir frá landi utan Schengen-svæðisins og gátu einungis tveir þeirra framvísað skilríkjum. „Reyndust þeir einnig vera búnir að vera í landinu lengur en þeir hafa leyfi til. Hinir fjórir gátu ekki framvísað neinum skilríkjum. Allir aðilar vistaðir í fangaklefa á meðan rannsókn málsins stendur yfir,“ segir í tilkynningu. Klemmdist á fótum Tilkynnt var um vinnuslys þar sem einstaklingur klemmdist á fótum eftir að lyftari rann til. Ekki er vitað um alvarleika áverka. Í öðru máli kom eldur upp í klæðningu sem kviknaði út frá gasgrilli. Að sögn lögreglu náðu húsráðendur að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Tilkynnt var um farsímaþjófnað úr starfsmannarými á veitingastað í miðborginni. Gerandi fannst seinna eftir ábendingu frá almennum borgara og var handtekinn. Þegar búið var að flytja einstaklinginn upp á stöð fannst einnig hnífur á honum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu sem segir málið hafa verið klárað með hefðbundnu ferli. Alls voru 110 mál skráð frá klukkan 17 í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeirra á meðal voru ýmis umferða- og líkamsárásamál. Lögreglumál Reykjavík Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einstaklingurinn er sagður glíma við andleg veikindi. Annasamt var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt og voru allir fangaklefar á stöðinni á Hverfisgötu fullir í morgun. Var því einnig notast við fangaklefa í Hafnarfirði. Lögregla stöðvaði bifreið sem í reyndust vera sex erlendir einstaklingar. Að sögn lögreglu voru þeir allir frá landi utan Schengen-svæðisins og gátu einungis tveir þeirra framvísað skilríkjum. „Reyndust þeir einnig vera búnir að vera í landinu lengur en þeir hafa leyfi til. Hinir fjórir gátu ekki framvísað neinum skilríkjum. Allir aðilar vistaðir í fangaklefa á meðan rannsókn málsins stendur yfir,“ segir í tilkynningu. Klemmdist á fótum Tilkynnt var um vinnuslys þar sem einstaklingur klemmdist á fótum eftir að lyftari rann til. Ekki er vitað um alvarleika áverka. Í öðru máli kom eldur upp í klæðningu sem kviknaði út frá gasgrilli. Að sögn lögreglu náðu húsráðendur að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Tilkynnt var um farsímaþjófnað úr starfsmannarými á veitingastað í miðborginni. Gerandi fannst seinna eftir ábendingu frá almennum borgara og var handtekinn. Þegar búið var að flytja einstaklinginn upp á stöð fannst einnig hnífur á honum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu sem segir málið hafa verið klárað með hefðbundnu ferli. Alls voru 110 mál skráð frá klukkan 17 í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeirra á meðal voru ýmis umferða- og líkamsárásamál.
Lögreglumál Reykjavík Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira