Sport

Annie tókst aftur á loft en Björgvin brotlenti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Endirinn á kvöldinu var hrikalega svekkjandi fyrir Björgvin Karl.
Endirinn á kvöldinu var hrikalega svekkjandi fyrir Björgvin Karl. MYND/INSTAGRAM/BK_GUDMUNDSSON

Lokagrein kvöldsins á heimsleikunum í CrossFit er lokið en ólympískar lyftingar voru þar í forgrunni.

Annie Mist Þórisdóttir hefur verið í miklum rússíbana síðasta sólarhringinn. Flaug hátt, tók svo mikla dýfu en náði þrettánda sæti í kvöld. Fyrir vikið stökk hún úr tólfta sætinu í það sjöunda í heildarkeppninni.

Katrín Tanja fann sig ekki í lyftingum kvöldsins og náði tuttugasta besta árangrinum. Hún situr því áfram í tíunda sætinu.

Björgvin Karl Guðmundsson meiddist og varð því langneðstur í lokagrein kvöldsins. Rándýrt fyrir Björgvin en hann er samt sem áður enn í sjötta sæti. Þarna fór þó líklega tækifærið hans á að skríða almennilega upp. Spurning hvort hann verði með á morgun?

Lokadagur leikanna fara fram á morgun og verða sem fyrr í beinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×