Íslenskir skátar beri sig vel þrátt fyrir hrakfarirnar í Suður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 08:03 Mikið hefur gengið á hjá íslensku skátunum í Suður-Kóreu sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Sigrún María Bjarnadóttir Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið 140 íslenska skáta grátt sem staddir eru í Suður-Kóreu til að taka þátt í Alheimsmóti skáta. Mannskapur frá suður-kóreska hernum og Rauða krossinum var sendur á staðinn þegar uppbygging vinnubúða á mótssvæðinu gekk illa vegna veðurs. Íslensku skátarnir hafa þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu vegna hita og skordýrabita en engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn Bandalags íslenskra skáta. Matur og vatn hafi verið lengi að berast á svæðið fyrstu dagana og einnig skort upplýsingagjöf frá skipuleggjendum mótsins. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hundruð skáta hafi örmagnast í hitanum sem hefur náð 35 gráðum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Yfirvöld hafa varað fólk við hitabylgjunni og voru um 400 tilfelli hitaörmögnunar tilkynnt fyrstu nótt mótsins á þriðjudag. Skátar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Singapúr hafa ákveðið að yfirgefa mótið. Mikill fjöldi skáta er kominn saman á mótssvæðinu.Sigrún María Bjarnadóttir „Síðustu dagar hafa litast af hitabylgjunni sem gengur yfir. Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá svo ungmennin séu ekki undir berum himni á heitasta tíma dagsins, aðgengi að vatni og kælitjöldum hefur verið stórbætt og heilbrigðisstarfsfólki fjölgað,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi í tilkynningu. Frestuðu för sinni út Alheimsmótið fer fram dagana 1. til 12. ágúst og eru um 50 þúsund skátar sagðir vera á mótssvæðinu víðs vegar að úr heiminum. Íslenskir skátar bera sig vel þrátt fyrir hitann. Sigrún María Bjarnadóttir „Fréttir hafa borist af bágum aðstæðum á svæðinu, en í upphafi vikunnar hófst mikil uppbygging á aðstöðunni sem seinkaði vegna rigninga og bleytu vikunni áður,“ segir Harpa. Fyrsti hluti íslenska hópsins hafi mætt á svæðið þegar uppbygging var að hefjast en þegar hún gekk hægt hafi verið sendur mikill mannafli frá Suður-Kóreska hernum og Rauða krossinum, auk hóps sjálfboðaliða. Í kjölfarið hafi restin af íslenska hópnum seinkað komu sinni á mótið um sólarhring á meðan nauðsynlegar úrbætur fóru fram. Meta stöðuna eftir Brexit Að sögn Bandalags íslenskra skáta hefur hópur fjögur þúsund breskra skáta ákveðið að færa sig um set til að minnka álag á mótssvæðinu. Dvöl íslenska hópsins á svæðinu sé metin daglega og ekki verið tekin ákvörðun um að færa hópinn á þessum tímapunkti. „Íslenski hópurinn ber sig vel, sú dagskrá sem hefur verið í boði verið vel sótt og ótal tækifæri boðist til þess að kynnast skátum frá öllum heimshornum enda eru alheimsmót skáta eitt mesta ævintýri sem skátar fá tækifæri til að taka þátt í. Þátttakendur eru á aldrinum 14-18 ára og hafa undirbúið sig fyrir þátttöku í mótinu síðastliðin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Íslensku skátarnir hafa þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu vegna hita og skordýrabita en engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn Bandalags íslenskra skáta. Matur og vatn hafi verið lengi að berast á svæðið fyrstu dagana og einnig skort upplýsingagjöf frá skipuleggjendum mótsins. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hundruð skáta hafi örmagnast í hitanum sem hefur náð 35 gráðum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Yfirvöld hafa varað fólk við hitabylgjunni og voru um 400 tilfelli hitaörmögnunar tilkynnt fyrstu nótt mótsins á þriðjudag. Skátar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Singapúr hafa ákveðið að yfirgefa mótið. Mikill fjöldi skáta er kominn saman á mótssvæðinu.Sigrún María Bjarnadóttir „Síðustu dagar hafa litast af hitabylgjunni sem gengur yfir. Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá svo ungmennin séu ekki undir berum himni á heitasta tíma dagsins, aðgengi að vatni og kælitjöldum hefur verið stórbætt og heilbrigðisstarfsfólki fjölgað,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi í tilkynningu. Frestuðu för sinni út Alheimsmótið fer fram dagana 1. til 12. ágúst og eru um 50 þúsund skátar sagðir vera á mótssvæðinu víðs vegar að úr heiminum. Íslenskir skátar bera sig vel þrátt fyrir hitann. Sigrún María Bjarnadóttir „Fréttir hafa borist af bágum aðstæðum á svæðinu, en í upphafi vikunnar hófst mikil uppbygging á aðstöðunni sem seinkaði vegna rigninga og bleytu vikunni áður,“ segir Harpa. Fyrsti hluti íslenska hópsins hafi mætt á svæðið þegar uppbygging var að hefjast en þegar hún gekk hægt hafi verið sendur mikill mannafli frá Suður-Kóreska hernum og Rauða krossinum, auk hóps sjálfboðaliða. Í kjölfarið hafi restin af íslenska hópnum seinkað komu sinni á mótið um sólarhring á meðan nauðsynlegar úrbætur fóru fram. Meta stöðuna eftir Brexit Að sögn Bandalags íslenskra skáta hefur hópur fjögur þúsund breskra skáta ákveðið að færa sig um set til að minnka álag á mótssvæðinu. Dvöl íslenska hópsins á svæðinu sé metin daglega og ekki verið tekin ákvörðun um að færa hópinn á þessum tímapunkti. „Íslenski hópurinn ber sig vel, sú dagskrá sem hefur verið í boði verið vel sótt og ótal tækifæri boðist til þess að kynnast skátum frá öllum heimshornum enda eru alheimsmót skáta eitt mesta ævintýri sem skátar fá tækifæri til að taka þátt í. Þátttakendur eru á aldrinum 14-18 ára og hafa undirbúið sig fyrir þátttöku í mótinu síðastliðin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira