Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Aron Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2023 11:01 Bergrós Björnsdóttir náði mögnuðum árangri á heimsleikum Crossfit á dögunum Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. „Við þurftum sem sagt að taka þátt í tveimur keppnisgreinum með mjög stuttu millibili og eftir fyrri greinina fór ég að finna fyrir örari hjartslætti og þurfti um leið að keyra á næstu grein,“ segir Bergrós um stundina erfiðu þegar að hún fór að finna fyrir einkennum hitaslag.„Í miðri seinni greininni fór mér að líða mjög skringilega, mér fannst eins og líkaminn væri að bregðast mér. Ég átti mjög erfitt andardrátt og leið bara ógeðslega illa. Þegar sú æfing var að fara klárast fann ég hvernig það slökknaði bara alveg á líkamanum og ég bara gat ekki haldið áfram.Starfslið heimsleikanna þurfti að bera mig út af keppnisgólfinu og það kom mér um leið í ískalt bað til þess að kæla líkamann niður. Ég hélt að með þessu væri ég búinn að klúðra tækifæri mínu í keppninni því með því að ná ekki að klára endaði ég í tíunda sæti greinarinnar og fékk fá stig.“ Hafði engu að tapa En svo kom á daginn að enn voru möguleikar á sæti á verðlaunapalli og á loka keppnisdeginum setti Bergrós í fluggír, endaði í 2.sæti í næstsíðustu greininni og gerði sér svo lítið fyrir og vann lokagrein mótsins. „Þessir þrír dagar einkenndust af miklum hæðum og lægðum og keppnin á milli okkar stelpnanna var mjög jöfn. Við vorum fimm eða sex stelpur að keppa um sæti á verðlaunapallinum og áttum allar mjög góðan möguleika.“ „Tvær síðustu greinar leikanna voru mjög góðar fyrir mig og ég vissi það alveg. Þær pössuðu mjög vel við mína styrkleika og ég var bara mjög örugg með sjálfa mig fyrir allar þessar hreyfingar, vissi að ég gæti staðið mig vel. Ég hafði engu að tapa, keyrði því bara á þetta og vonaði það besta. Vildi bara enda þetta með stæl.“ „Vil eiga langan og góðan feril“ Tilfinningin eftir að hafa sigrað lokagrein mótsins og tryggt sér þriðja sætið er ólýsanleg að sögn Bergrósar. „Þetta er það besta sem ég veit um og er fullkominn endir á tímabilinu fyrir mig, þetta hefur verið erfitt tímabil og ég er enn að meðtaka þetta. Ég er mjög ánægð með allt saman og stolt af sjálfri mér fyrir það hvernig ég tókst á við bakslög á mótinu.“ Virkilega flottur árangur hjá Bergrós svona snemma á ferlinum. Hverju viltu áorka í framhaldinu, hvert stefnirðu? „Ég vil eiga langan og góðan feril í CrossFit, langar að verða atvinnukona í íþróttinni alveg 100%. Ég ætla því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná því markmiði.“ CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
„Við þurftum sem sagt að taka þátt í tveimur keppnisgreinum með mjög stuttu millibili og eftir fyrri greinina fór ég að finna fyrir örari hjartslætti og þurfti um leið að keyra á næstu grein,“ segir Bergrós um stundina erfiðu þegar að hún fór að finna fyrir einkennum hitaslag.„Í miðri seinni greininni fór mér að líða mjög skringilega, mér fannst eins og líkaminn væri að bregðast mér. Ég átti mjög erfitt andardrátt og leið bara ógeðslega illa. Þegar sú æfing var að fara klárast fann ég hvernig það slökknaði bara alveg á líkamanum og ég bara gat ekki haldið áfram.Starfslið heimsleikanna þurfti að bera mig út af keppnisgólfinu og það kom mér um leið í ískalt bað til þess að kæla líkamann niður. Ég hélt að með þessu væri ég búinn að klúðra tækifæri mínu í keppninni því með því að ná ekki að klára endaði ég í tíunda sæti greinarinnar og fékk fá stig.“ Hafði engu að tapa En svo kom á daginn að enn voru möguleikar á sæti á verðlaunapalli og á loka keppnisdeginum setti Bergrós í fluggír, endaði í 2.sæti í næstsíðustu greininni og gerði sér svo lítið fyrir og vann lokagrein mótsins. „Þessir þrír dagar einkenndust af miklum hæðum og lægðum og keppnin á milli okkar stelpnanna var mjög jöfn. Við vorum fimm eða sex stelpur að keppa um sæti á verðlaunapallinum og áttum allar mjög góðan möguleika.“ „Tvær síðustu greinar leikanna voru mjög góðar fyrir mig og ég vissi það alveg. Þær pössuðu mjög vel við mína styrkleika og ég var bara mjög örugg með sjálfa mig fyrir allar þessar hreyfingar, vissi að ég gæti staðið mig vel. Ég hafði engu að tapa, keyrði því bara á þetta og vonaði það besta. Vildi bara enda þetta með stæl.“ „Vil eiga langan og góðan feril“ Tilfinningin eftir að hafa sigrað lokagrein mótsins og tryggt sér þriðja sætið er ólýsanleg að sögn Bergrósar. „Þetta er það besta sem ég veit um og er fullkominn endir á tímabilinu fyrir mig, þetta hefur verið erfitt tímabil og ég er enn að meðtaka þetta. Ég er mjög ánægð með allt saman og stolt af sjálfri mér fyrir það hvernig ég tókst á við bakslög á mótinu.“ Virkilega flottur árangur hjá Bergrós svona snemma á ferlinum. Hverju viltu áorka í framhaldinu, hvert stefnirðu? „Ég vil eiga langan og góðan feril í CrossFit, langar að verða atvinnukona í íþróttinni alveg 100%. Ég ætla því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná því markmiði.“
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti