Brosti út að eyrum eftir að hafa fengið áritun frá Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir gefur hér unga aðdáandanum áritun í gær. @crossfitgames Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekki aðeins allt sitt í keppnina á heimsleikunum í CrossFit heldur gefur hún líka mikið af sér til áhugasamra áhorfenda í Madison. CrossFit samtökin náðu því á myndband í gær þegar Anníe hitti ungan aðdáenda sem vildi mikið hitta íslensku stjörnuna. Þessi unga stúlka brosti út að eyrum þegar Anníe gaf sér tíma til að tala aðeins við hana og gaf henni síðan eiginhandaráritun. „Tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, Anníe Þórisdóttir, að búa til minningar á CrossFit leikunum,“ stóð á Instagram síðu heimsleikanna með myndbandinu af Anníe og unga aðdáandanum. „Sjáið þetta bros,“ stóð líka inn á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það fer ekkert á milli mála sem fylgjast með heimsleikunum að Anníe er einn allra vinsælasti keppandinn. Það er ekki aðeins sú staðreynd að hún hefur verið við toppinn lengur en umrædd stúlka hefur verið á lífi heldur einnig hvernig hún kemur fram, bæði við keppinautana og þá sem fylgjast með. Bros og gleði Anníe eru smitandi og það er ekkert skrýtið að hún heilli jafn unga sem aldna enn eitt árið. Anníe Mist átti mjög góðan dag í gær og er í fimmta sæti eftir þrjár greinar. Hún fékk krampa í baráttunni við svínslegu dýnurnar og það tók af henni einhver stig. Fimmta sætið lofar hins vegar góðu fyrir hina krefjandi þrjá daga sem eru fram undan. Þrjár greinar fara fram í dag en sú fyrsta hefst rétt fyrir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma hjá körlunum en konurnar byrja síðan klukkutíma síðar. Í fyrstu greininni þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða, klifra upp kaðla án þess að nota fætur, lyfta ketilbjöllum og ýta sleðanum aftur. Þrjár umferðir og sleðinn þyngist við hverja umferð. Í næstu grein dagsins eru keppendur að vinna með skíðavél og sandpoka og dagurinn endar síðan á Helenu sem eru þrjár umferðir af 400 metra spretti, tólf upplyftingum og 21 lyftu með 16kg (konur) og 23 kg (karlar) þungum handlóðum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira
CrossFit samtökin náðu því á myndband í gær þegar Anníe hitti ungan aðdáenda sem vildi mikið hitta íslensku stjörnuna. Þessi unga stúlka brosti út að eyrum þegar Anníe gaf sér tíma til að tala aðeins við hana og gaf henni síðan eiginhandaráritun. „Tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, Anníe Þórisdóttir, að búa til minningar á CrossFit leikunum,“ stóð á Instagram síðu heimsleikanna með myndbandinu af Anníe og unga aðdáandanum. „Sjáið þetta bros,“ stóð líka inn á myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það fer ekkert á milli mála sem fylgjast með heimsleikunum að Anníe er einn allra vinsælasti keppandinn. Það er ekki aðeins sú staðreynd að hún hefur verið við toppinn lengur en umrædd stúlka hefur verið á lífi heldur einnig hvernig hún kemur fram, bæði við keppinautana og þá sem fylgjast með. Bros og gleði Anníe eru smitandi og það er ekkert skrýtið að hún heilli jafn unga sem aldna enn eitt árið. Anníe Mist átti mjög góðan dag í gær og er í fimmta sæti eftir þrjár greinar. Hún fékk krampa í baráttunni við svínslegu dýnurnar og það tók af henni einhver stig. Fimmta sætið lofar hins vegar góðu fyrir hina krefjandi þrjá daga sem eru fram undan. Þrjár greinar fara fram í dag en sú fyrsta hefst rétt fyrir klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma hjá körlunum en konurnar byrja síðan klukkutíma síðar. Í fyrstu greininni þurfa keppendur meðal annars að ýta sleða, klifra upp kaðla án þess að nota fætur, lyfta ketilbjöllum og ýta sleðanum aftur. Þrjár umferðir og sleðinn þyngist við hverja umferð. Í næstu grein dagsins eru keppendur að vinna með skíðavél og sandpoka og dagurinn endar síðan á Helenu sem eru þrjár umferðir af 400 metra spretti, tólf upplyftingum og 21 lyftu með 16kg (konur) og 23 kg (karlar) þungum handlóðum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sjá meira