Nýtti orð stjóra Man. Utd til sigurs á liðinu Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 08:30 Newcastle-menn fagna seinna marki sínu gegn Manchester United í sigrinum mikilvæga í apríl. Getty/Stu Forster Í broti úr nýrri heimildaþáttaröð Amazon um enska knattspyrnufélagið Newcastle má sjá þegar stjóri liðsins, Eddie Howe, nýtti ummæli kollega síns hjá Manchester United, Eriks ten Hag, til að hvetja sína leikmenn til dáða. Newcastle hafði orðið að sætta sig við 2-0 tap gegn Manchester United á Wembley í úrslitaleik deildabikarsins á síðustu leiktíð, en fagnaði svo sigri í deildarleik liðanna á St James‘ Park í apríl. Sá sigur hjálpaði Newcastle að enda í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í tvo áratugi. Fyrir leikinn í Newcastle breytti Howe út af vananum í ræðu sinni í búningsklefanum og vitnaði í Ten Hag sem hafði gagnrýnt Newcastle og sagt liðið vera pirrandi andstæðing sem reyndi allt til að hægja á leiknum. „Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Ef þeir vilja hraðan leik, komandi hingað, þá skulum við f***ing gefa þeim hann. Við skulum vera ákafir í öllu sem við gerum, og gera þetta að hröðum leik. Áfram nú!“ sagði Howe eins og sjá má í klippunni hér að neðan. EXCLUSIVE CLIP Eddie Howe found extra motivation for his players when @NUFC faced Man Utd 5 weeks after their cup final clash We Are Newcastle United, coming to Prime Video from 11 August pic.twitter.com/QvHLcfX9PK— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) August 3, 2023 Ræðan virðist hafa borið árangur því Newcastle vann 2-0 eftir mörk frá Joe Willock og Callum Wilson. Eftir leikinn nýtti svo samfélagsmiðladeild Newcastle tækifærið til að skjóta á Ten Hag, með skrifum um að ekki hefði nú þurft að tefja neitt í þessum leik og að sumum gæti þótt „pirrandi“ að mæta Allan Saint-Maximin sem átti frábæran leik. Ummæli Ten Hag féllu í aðdraganda úrslitaleiks deildabikarsins en þá var boltinn að meðaltali aðeins búinn að vera í leik í 51 mínútu og 47 sekúndur í leikjum Newcastle. Það var næstminnsti tími hjá liði í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Leeds, og höfðu stjórar Liverpool og Arsenal einnig lýst óánægju sinni með leikaðferð Newcastle-liðsins, eftir því sem fram kemur í grein Daily Mail. Þættirnir um Newcastle koma út á Amazon Prime 11. ágúst, degi áður en liðið mætir Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United mætir hins vegar Wolves í fyrsta leik, 14. ágúst. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Newcastle hafði orðið að sætta sig við 2-0 tap gegn Manchester United á Wembley í úrslitaleik deildabikarsins á síðustu leiktíð, en fagnaði svo sigri í deildarleik liðanna á St James‘ Park í apríl. Sá sigur hjálpaði Newcastle að enda í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í tvo áratugi. Fyrir leikinn í Newcastle breytti Howe út af vananum í ræðu sinni í búningsklefanum og vitnaði í Ten Hag sem hafði gagnrýnt Newcastle og sagt liðið vera pirrandi andstæðing sem reyndi allt til að hægja á leiknum. „Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Ef þeir vilja hraðan leik, komandi hingað, þá skulum við f***ing gefa þeim hann. Við skulum vera ákafir í öllu sem við gerum, og gera þetta að hröðum leik. Áfram nú!“ sagði Howe eins og sjá má í klippunni hér að neðan. EXCLUSIVE CLIP Eddie Howe found extra motivation for his players when @NUFC faced Man Utd 5 weeks after their cup final clash We Are Newcastle United, coming to Prime Video from 11 August pic.twitter.com/QvHLcfX9PK— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) August 3, 2023 Ræðan virðist hafa borið árangur því Newcastle vann 2-0 eftir mörk frá Joe Willock og Callum Wilson. Eftir leikinn nýtti svo samfélagsmiðladeild Newcastle tækifærið til að skjóta á Ten Hag, með skrifum um að ekki hefði nú þurft að tefja neitt í þessum leik og að sumum gæti þótt „pirrandi“ að mæta Allan Saint-Maximin sem átti frábæran leik. Ummæli Ten Hag féllu í aðdraganda úrslitaleiks deildabikarsins en þá var boltinn að meðaltali aðeins búinn að vera í leik í 51 mínútu og 47 sekúndur í leikjum Newcastle. Það var næstminnsti tími hjá liði í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Leeds, og höfðu stjórar Liverpool og Arsenal einnig lýst óánægju sinni með leikaðferð Newcastle-liðsins, eftir því sem fram kemur í grein Daily Mail. Þættirnir um Newcastle koma út á Amazon Prime 11. ágúst, degi áður en liðið mætir Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United mætir hins vegar Wolves í fyrsta leik, 14. ágúst.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira