Katrín Tanja og Björgvin Karl öflug á fjallahjólinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 15:45 Björgvin Karl Guðmundsson var mjög flottur í fyrstu grein heimsleikanna í ár. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjuðu sína tíundu heimsleika í CrossFit með flottri frammistöðu í fyrstu grein. Katrín Tanja var öflug á fjallahjólinu og var í baráttunni um efstu sætin á lokasprettinum. Hún endaði í fjórða sætinu eftir hörku endasprett. Hún fær því 91 stig fyrir fyrstu grein. Björgvin Karl sýndi góð tilþrif á hjólinu og varð í fimmta sæti en hann hélt sig meðal fremstu manna allan tímann. Hann fær því 88 stig fyrir fyrstu grein. Keppnin var frekar ruglingsleg fyrir áhorfendur og það gekk líka mjög illa að staðfesta úrslitin. Lokastaða Anníe Mistar Þórisdóttur er ekki ljós þegar þetta er skrifað. Örygglega margir að endurhlaða úrslitasíðu heimsleikanna þessa stundina. Uppfært: Anníe Mist endaði í ellefta sætinu í fyrstu grein. Keppendur áttu að reyna að komast sem flesta hringi á fjallahjólinu á gras- og malarbraut en þau þurftu þó að fara af hjólinu og leiða það ákveðinn spöl áður en hægt var að byrja á nýjum hring. Þarna reyndi mikið á hjólafærni keppenda ekki síst í beygjunum enda var það versta sem gæti gert væri að detta og meiða sig í fyrstu grein. Íslendingur fagnaði samt sigri í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit þótt að það hafi ekki verið íslenskur keppandi. Hin kanadíska Emma Lawson vann fyrstu grein hjá konunum en umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson sem á marga keppendur á þessum heimsleikum alveg eins og undanfarin ár. Emma Lawson komst lengst allra á fjallahjólinu hjá konunum og tryggði sér sigur í fyrsta sinn í grein á heimsleikunum. Það gaf henni hundrað stig. Emma var með í meistaraflokki í fyrsta sinn í fyrra og endaði þá í sjötta sæti sem var frábær árangur hjá þessari átján ára stelpu. Björgvin Karl Guðmundsson var nær allan tímann í hópi fremstu manna en fimm keppendur mynduðu forystuhópinn og Björgvin var einn af þeim. Hann náði inn fyrir liðið fyrir endasprettinn og náði að lokum fimmta sætinu. Finninn Jonne Koski fagnaði sigri í fyrstu grein með frábærum endaspretti. Tvær greinar eru eftir í dag. Önnur er fjölþrautaæfing með hinum ýmum þolæfingum en sú síðari er meiri fimleikaæfing þar sem þarf meðal annars að ganga mikið á höndum. CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Katrín Tanja var öflug á fjallahjólinu og var í baráttunni um efstu sætin á lokasprettinum. Hún endaði í fjórða sætinu eftir hörku endasprett. Hún fær því 91 stig fyrir fyrstu grein. Björgvin Karl sýndi góð tilþrif á hjólinu og varð í fimmta sæti en hann hélt sig meðal fremstu manna allan tímann. Hann fær því 88 stig fyrir fyrstu grein. Keppnin var frekar ruglingsleg fyrir áhorfendur og það gekk líka mjög illa að staðfesta úrslitin. Lokastaða Anníe Mistar Þórisdóttur er ekki ljós þegar þetta er skrifað. Örygglega margir að endurhlaða úrslitasíðu heimsleikanna þessa stundina. Uppfært: Anníe Mist endaði í ellefta sætinu í fyrstu grein. Keppendur áttu að reyna að komast sem flesta hringi á fjallahjólinu á gras- og malarbraut en þau þurftu þó að fara af hjólinu og leiða það ákveðinn spöl áður en hægt var að byrja á nýjum hring. Þarna reyndi mikið á hjólafærni keppenda ekki síst í beygjunum enda var það versta sem gæti gert væri að detta og meiða sig í fyrstu grein. Íslendingur fagnaði samt sigri í fyrstu grein heimsleikanna í CrossFit þótt að það hafi ekki verið íslenskur keppandi. Hin kanadíska Emma Lawson vann fyrstu grein hjá konunum en umboðsmaður hennar er Snorri Barón Jónsson sem á marga keppendur á þessum heimsleikum alveg eins og undanfarin ár. Emma Lawson komst lengst allra á fjallahjólinu hjá konunum og tryggði sér sigur í fyrsta sinn í grein á heimsleikunum. Það gaf henni hundrað stig. Emma var með í meistaraflokki í fyrsta sinn í fyrra og endaði þá í sjötta sæti sem var frábær árangur hjá þessari átján ára stelpu. Björgvin Karl Guðmundsson var nær allan tímann í hópi fremstu manna en fimm keppendur mynduðu forystuhópinn og Björgvin var einn af þeim. Hann náði inn fyrir liðið fyrir endasprettinn og náði að lokum fimmta sætinu. Finninn Jonne Koski fagnaði sigri í fyrstu grein með frábærum endaspretti. Tvær greinar eru eftir í dag. Önnur er fjölþrautaæfing með hinum ýmum þolæfingum en sú síðari er meiri fimleikaæfing þar sem þarf meðal annars að ganga mikið á höndum.
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira