Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Selfoss 4-0 | Öruggur heimasigur í Kópavoginum Dagur Lárusson skrifar 3. ágúst 2023 22:00 vísir/vilhelm Breiðablik vann þægilegan sigur á botnliði Selfoss í kvöld í Bestu deild kvenna. Liðið heldur því áfram spennu í toppbaráttunni en Blikakonur eru tveimur stigum á eftir Valskonum. Fyrir leikinn var Breiðablik í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppsætinu og gat því komist í efsta sætið með sigri og hagstæðum úrslitum í leik Vals og Þróttar. Selfoss var með tíu stig í neðsta sætinu. Eins og við var að búast þá byrjaði Breiðablik leikinn af miklum krafti og hófst strax mikil sóknarhrina að marki Selfyssinga. Agla María átti skot fram hjá áður en Katrín og Bergþóra gerðu slíkt hið sama. Eftir þó nokkrar tilraunir frá Blikum kom fyrsta markið á tíundu mínútu og var það Agla María sem skoraði markið. Andrea Rut átti skot að marki sem Idun varði út í teig beint fyrir fætur Öglu Maríu sem skaut hnitmiðuðu skoti beint í markið. Eftir þetta mark var lítið sem gerðist í leiknum þar til annað mark Breiðabliks kom á 41. mínútu en það mark virtist koma öllum á vellinum á óvart. Blikar fengu þá hornspyrnu sem var tekin stutt á Andreu Rut sem átti fyrirgjöf inn á teig og fór boltinn hátt upp í loftið áður en hann nokkurn veginn datt í markið í hliðnarnetið. Staðan orðin 2-0. Það var síðan Bergþóra Ásmundsdóttir sem skoraði þriðja mark Blika beint úr hornspyrnu áður en flautað var til hálfleiks. Staðan 3-0 í hálfleik. Blikar voru ekki lengi að komast í 4-0 í seinni hálfleiknum en það gerðist strax á 47. mínútu en þá skoraði Linli Lu sitt fyrsta mark fyrir liðið. Agla María átti þá sprett upp vinstri kantinn og gaf fyrir á Linli sem átti skot sem var varið en hún fékk boltann aftur og þrumaði þá boltanum í markið af stuttu færi. Blikar sköpuðu sér nokkur færi eftir þetta en boltinn vildi ekki aftur inn og því voru lokatölur 4-0 á Kópavogsvelli. Af hverju vann Breiðablik? Gæðamunurinn á liðinum er augljós og þá sérstaklega sóknarlega. Breiðblik spilar glæsilegan sóknarbolta í flestum leikjum sínum og einnig í kvöld. Hverjar stóðu uppúr? Að vanda var það Agla María sem fór fyrir sínu liði og skoraði til að mynda markið sem kom öllu af stað. Andrea Rut var einnig frábæra í sóknarleik Blika. Það var síðan Bergþóra Sól sem stýrði spilinu á miðjunni hjá Blikum og spilaði virkilega vel. Hvað fór illa? Það var gífurlega klaufalegt að hjá Selfyssingum að fá á sig tvö keimlík mörk rétt áður en flautað var til hálfleiksins, það gerði alveg út um þeirra möguleika. Hvað gerist næst? Næsti leikur Blika er gegn Þór/KA á mánudaginn klukkan 16:00 á meðan næsti leikur Selfoss er gegn Tindastól á þriðjudaginn. Björn: „Við erum brothættar“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Hulda Margrét „Við erum bara brothættar,“ byrjaði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, að segja í viðtali eftir leik liðsins gegn Breiðablik í kvöld. „Við vorum skíthræddar við þær í byrjun leiks og fáum á okkur mark snemma. Síðan eftir það mark fannst mér við reyna að spila aðeins á milli okkar en síðan var það bara rosalega skítt að fá mark á sig þarna undir blálokin í fyrri hálfleik,“ hélt Björn áfram. „Fyrirgjöf sem dettur inn og síðan mark beint úr horni og staðan því 3-0 í hálfleiknum. Við ætluðum síðan að lagfæra ákveðna hluti í seinni hálfleiknum en við fáum síðan á okkur mark strax í byrjun og þá var þetta einfaldlega bara búið.“ Björn var þó ánægður með ungu stelpurnar sem komu inn á. „Það sem ég var þó ánægður með var að ungu stelpurnar komu inn á undir lokin og þær blésu lífi inn í þetta og þær eiga hrós skilið,“ sagði svekktur Björn Sigurbjörnsson að lokum. Ásmundur: „Þróaðist þannig að við gátum tekið því rólega“ Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks „Þessi frammistaða var einfaldlega mjög góð, lítið hægt að setja út á,“ byrjaði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir leik. „Þetta var frábær leikur af okkar hálfu og niðurstaðan 4-0 og því er ekki hægt að kvarta yfir því en þetta hefði þó getað verið miklu stærra,“ hélt Ásmundur áfram. Ásmundur var sammála því að liðið hans þurfti í raun ekki að vera í nema öðrum eða þriðja gír í þessum leik. „Þetta eiginlega þróaðist þannig, við skoruðum þarna mjög snemma og stundum er það þannig að þegar þú nærð að byrja leikinn sterkt og kemst í góða stöðu að þá getur þú tekið því aðeins rólegra það sem eftir er af leiknum og það hentaði okkur mjög vel.“ Næsti leikur Blika er strax á mánudaginn og vildi Ási meina að fólk mætti búast við mikið af breytingum. „Það voru breytingar í þessum leik og það verður fullt af breytingum í þeim leik,“ endaði Ásmundur á að segja eftir leik. Besta deild kvenna Breiðablik UMF Selfoss
Breiðablik vann þægilegan sigur á botnliði Selfoss í kvöld í Bestu deild kvenna. Liðið heldur því áfram spennu í toppbaráttunni en Blikakonur eru tveimur stigum á eftir Valskonum. Fyrir leikinn var Breiðablik í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppsætinu og gat því komist í efsta sætið með sigri og hagstæðum úrslitum í leik Vals og Þróttar. Selfoss var með tíu stig í neðsta sætinu. Eins og við var að búast þá byrjaði Breiðablik leikinn af miklum krafti og hófst strax mikil sóknarhrina að marki Selfyssinga. Agla María átti skot fram hjá áður en Katrín og Bergþóra gerðu slíkt hið sama. Eftir þó nokkrar tilraunir frá Blikum kom fyrsta markið á tíundu mínútu og var það Agla María sem skoraði markið. Andrea Rut átti skot að marki sem Idun varði út í teig beint fyrir fætur Öglu Maríu sem skaut hnitmiðuðu skoti beint í markið. Eftir þetta mark var lítið sem gerðist í leiknum þar til annað mark Breiðabliks kom á 41. mínútu en það mark virtist koma öllum á vellinum á óvart. Blikar fengu þá hornspyrnu sem var tekin stutt á Andreu Rut sem átti fyrirgjöf inn á teig og fór boltinn hátt upp í loftið áður en hann nokkurn veginn datt í markið í hliðnarnetið. Staðan orðin 2-0. Það var síðan Bergþóra Ásmundsdóttir sem skoraði þriðja mark Blika beint úr hornspyrnu áður en flautað var til hálfleiks. Staðan 3-0 í hálfleik. Blikar voru ekki lengi að komast í 4-0 í seinni hálfleiknum en það gerðist strax á 47. mínútu en þá skoraði Linli Lu sitt fyrsta mark fyrir liðið. Agla María átti þá sprett upp vinstri kantinn og gaf fyrir á Linli sem átti skot sem var varið en hún fékk boltann aftur og þrumaði þá boltanum í markið af stuttu færi. Blikar sköpuðu sér nokkur færi eftir þetta en boltinn vildi ekki aftur inn og því voru lokatölur 4-0 á Kópavogsvelli. Af hverju vann Breiðablik? Gæðamunurinn á liðinum er augljós og þá sérstaklega sóknarlega. Breiðblik spilar glæsilegan sóknarbolta í flestum leikjum sínum og einnig í kvöld. Hverjar stóðu uppúr? Að vanda var það Agla María sem fór fyrir sínu liði og skoraði til að mynda markið sem kom öllu af stað. Andrea Rut var einnig frábæra í sóknarleik Blika. Það var síðan Bergþóra Sól sem stýrði spilinu á miðjunni hjá Blikum og spilaði virkilega vel. Hvað fór illa? Það var gífurlega klaufalegt að hjá Selfyssingum að fá á sig tvö keimlík mörk rétt áður en flautað var til hálfleiksins, það gerði alveg út um þeirra möguleika. Hvað gerist næst? Næsti leikur Blika er gegn Þór/KA á mánudaginn klukkan 16:00 á meðan næsti leikur Selfoss er gegn Tindastól á þriðjudaginn. Björn: „Við erum brothættar“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Hulda Margrét „Við erum bara brothættar,“ byrjaði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, að segja í viðtali eftir leik liðsins gegn Breiðablik í kvöld. „Við vorum skíthræddar við þær í byrjun leiks og fáum á okkur mark snemma. Síðan eftir það mark fannst mér við reyna að spila aðeins á milli okkar en síðan var það bara rosalega skítt að fá mark á sig þarna undir blálokin í fyrri hálfleik,“ hélt Björn áfram. „Fyrirgjöf sem dettur inn og síðan mark beint úr horni og staðan því 3-0 í hálfleiknum. Við ætluðum síðan að lagfæra ákveðna hluti í seinni hálfleiknum en við fáum síðan á okkur mark strax í byrjun og þá var þetta einfaldlega bara búið.“ Björn var þó ánægður með ungu stelpurnar sem komu inn á. „Það sem ég var þó ánægður með var að ungu stelpurnar komu inn á undir lokin og þær blésu lífi inn í þetta og þær eiga hrós skilið,“ sagði svekktur Björn Sigurbjörnsson að lokum. Ásmundur: „Þróaðist þannig að við gátum tekið því rólega“ Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks „Þessi frammistaða var einfaldlega mjög góð, lítið hægt að setja út á,“ byrjaði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir leik. „Þetta var frábær leikur af okkar hálfu og niðurstaðan 4-0 og því er ekki hægt að kvarta yfir því en þetta hefði þó getað verið miklu stærra,“ hélt Ásmundur áfram. Ásmundur var sammála því að liðið hans þurfti í raun ekki að vera í nema öðrum eða þriðja gír í þessum leik. „Þetta eiginlega þróaðist þannig, við skoruðum þarna mjög snemma og stundum er það þannig að þegar þú nærð að byrja leikinn sterkt og kemst í góða stöðu að þá getur þú tekið því aðeins rólegra það sem eftir er af leiknum og það hentaði okkur mjög vel.“ Næsti leikur Blika er strax á mánudaginn og vildi Ási meina að fólk mætti búast við mikið af breytingum. „Það voru breytingar í þessum leik og það verður fullt af breytingum í þeim leik,“ endaði Ásmundur á að segja eftir leik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti