Anníe, Katrín og BKG byrja heimsleikana í ár á fjallahjólum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru góðar vinkonur en þekkja það líka vel að keppa á móti hvorri annarri á heimsleikum. Instagram/@anniethorisdottir Keppni um heimsmeistaratitil karla og kvenna í CrossFit hefst í dag í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. Ísland á þrjá keppendur í aðalkeppninni í ár og það eru allt miklir reynsluboltar. Keppnin stendur yfir næstu fjóra daga og það er ljóst að það mun reyna mikið á keppendur þessa næstu daga. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa um heimsmeistaratitil kvenna og Björgvin Karl Guðmundsson keppir um heimsmeistaratitil karla. Þetta eru þrettándu heimsleikar Anníe þar af þeir tólftu hjá henni í einstaklingskeppni en bæði Katrín Tanja og Björgvin Karl eru mætt á sína tíundu heimsleika. Fyrsta greinin í dag er fjallahjólakeppni. Heimsleikarnir hafa oft byrjað á útisundi í vatni við Madison en ekki í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Fjallajólakeppnin snýst um að fara sem flesta hringi á fjallahjóli á fjörutíu mínútum. Keppendur verða að keppa á Trek Bikes Marlin 8 fjallahjólum. Konurnar hefja keppni klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en karlarnir klukkutíma seinna. Athygli vekur að keppendur geta ekki hjólað inn í næsta hring heldur þurfa þá að fara af hjólinu og fera hjólið yfir hindrun og inn í næsta hring. Tvær aðrar greinar fara fram á þessum fyrsta degi. Fyrri greinin hefst klukkan 16.15 hjá konunum og klukkan 17.15 hjá körlunum. Lokagreinin hefst síðan klukkan 19.15 hjá konunum og klukkan 20.05 hjá körlunum. Sú fyrri er fjölþrautaræfing á leikvanginum þar sem þau þurfa meðal annars að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum, klára 25 upphífingar, fara fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá og henda þungum boltum hundrað sinnum upp fyrir ákveðið mark. Eftir það þurfa keppendur að fara aftur fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá, klára aftur 25 upphífingar og enda síðan á því að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum á ný. Þau hafa átján mínútur til að klára þetta. Lokagrein dagsins er síðan önnur þrautagrein þar sem reynir mikið á fimleikahæfileika keppenda um leið og þau eru í kappi við tímann. Þar þurfa keppendur þurfa meðal annars að ganga á höndum, gera handstöðulyftur og snúa sér í heilan hring í handstöðu. Það má sjá þessa krefjandi æfingu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Keppnin stendur yfir næstu fjóra daga og það er ljóst að það mun reyna mikið á keppendur þessa næstu daga. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa um heimsmeistaratitil kvenna og Björgvin Karl Guðmundsson keppir um heimsmeistaratitil karla. Þetta eru þrettándu heimsleikar Anníe þar af þeir tólftu hjá henni í einstaklingskeppni en bæði Katrín Tanja og Björgvin Karl eru mætt á sína tíundu heimsleika. Fyrsta greinin í dag er fjallahjólakeppni. Heimsleikarnir hafa oft byrjað á útisundi í vatni við Madison en ekki í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Fjallajólakeppnin snýst um að fara sem flesta hringi á fjallahjóli á fjörutíu mínútum. Keppendur verða að keppa á Trek Bikes Marlin 8 fjallahjólum. Konurnar hefja keppni klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en karlarnir klukkutíma seinna. Athygli vekur að keppendur geta ekki hjólað inn í næsta hring heldur þurfa þá að fara af hjólinu og fera hjólið yfir hindrun og inn í næsta hring. Tvær aðrar greinar fara fram á þessum fyrsta degi. Fyrri greinin hefst klukkan 16.15 hjá konunum og klukkan 17.15 hjá körlunum. Lokagreinin hefst síðan klukkan 19.15 hjá konunum og klukkan 20.05 hjá körlunum. Sú fyrri er fjölþrautaræfing á leikvanginum þar sem þau þurfa meðal annars að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum, klára 25 upphífingar, fara fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá og henda þungum boltum hundrað sinnum upp fyrir ákveðið mark. Eftir það þurfa keppendur að fara aftur fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá, klára aftur 25 upphífingar og enda síðan á því að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum á ný. Þau hafa átján mínútur til að klára þetta. Lokagrein dagsins er síðan önnur þrautagrein þar sem reynir mikið á fimleikahæfileika keppenda um leið og þau eru í kappi við tímann. Þar þurfa keppendur þurfa meðal annars að ganga á höndum, gera handstöðulyftur og snúa sér í heilan hring í handstöðu. Það má sjá þessa krefjandi æfingu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira