Messi skoraði tvö mörk í nótt í 3-1 sigri Miami á nágrönnum sínum í Orlando City í deildabikar Bandaríkjanna og Mexíkó.
Miami liðið er þar með komið í sextán liða úrslit keppninnar.
Messi er búinn að skora fimm mörk og gefa eina stoðsendingu í fyrstu þremur leikjum sínum með Miami en þeir hafa allir verið í þessi nýju deildabikarkeppni.
Hann skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í fyrsta leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður og skoraði síðan tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í 4-0 sigri á Atlanta í leiknum á undan þessum.
Messi hefur skorað tvennu í báðum leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliði Miami.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin hans Messi í leiknum í nótt.