Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:15 Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði, segir mælingar sýna fram á aukna fíkniefnaneyslu hér á landi. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. Níu hafa verið handteknir í tengslum við fjögur mál í tengslum við innflutning á kókaíni á síðustu tveimur vikum. Sex þeirra sæta gæsluvarðhaldi vegna málanna en hinir þrír ganga lausir með stöðu sakbornings. Um er að ræða Íslendinga og erlenda ríkisborgara á aldrinum 25 til 50 ára. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og hefur notið aðstoðar sérsveitar og tollgæslunnar. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við HÍ, ræddi málaflokkinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að sé afbrotatölfræði lögreglunnar skoðuð sé ljóst að fíkniefnamálum hefur fjölgað á síðustu árum. Fjölgað eftir heimsfaraldur „Og var að fjölga alveg þar til í Covid, þegar þeim snarfækkaði og svo hefur þeim fjölgað mikið eftir Covid. Þá einmitt getur maður spurt sig: Hvað er í gangi?“ Hægt sé að spyrja sig hvort fíkniefnaneysla á Íslandi sé að aukast, hvort hún sé mikil hér á landi í samanburði við aðrar borgir og þjóðir en einnig hvort að einfaldlega sé hægt að útskýra aukinn fjölda með því að lögreglan sé að verða færari í að rannsaka slík mál og stöðva innflutning fíkniefna. „Af því að við heyrum auðvitað ekki af þeim málum þar sem innflutningurinn heppnast fyrir fíkniefnasalann. En ef við skoðum annarskonar mælingar eins skólpið á höfuðborgarsvæðinu, frárennslið, þá sjáum við að mælingar á því styðja þessa sömu sögu, það er að segja, fíkniefnaneysla hefur verið aukast að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, töluvert, þá sérstaklega kókaínneysla og þá er amfetamínneysla líka mikil.“ Neyslan sé ekkert minni en í öðrum stórborgum í Evrópu. Mikil eftirspurn sé eftir því að komast í vímu á Íslandi. Þetta eru áreiðanleg gögn, þessi skólpgögn? „Já. Þetta eru nokkuð áreiðanleg gögn og sýna hversu mikil neyslan er og hversu sterk efnin eru sem eru í notkun.“ Fíkniefnabrot Lögreglumál Skólp Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Níu hafa verið handteknir í tengslum við fjögur mál í tengslum við innflutning á kókaíni á síðustu tveimur vikum. Sex þeirra sæta gæsluvarðhaldi vegna málanna en hinir þrír ganga lausir með stöðu sakbornings. Um er að ræða Íslendinga og erlenda ríkisborgara á aldrinum 25 til 50 ára. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og hefur notið aðstoðar sérsveitar og tollgæslunnar. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við HÍ, ræddi málaflokkinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að sé afbrotatölfræði lögreglunnar skoðuð sé ljóst að fíkniefnamálum hefur fjölgað á síðustu árum. Fjölgað eftir heimsfaraldur „Og var að fjölga alveg þar til í Covid, þegar þeim snarfækkaði og svo hefur þeim fjölgað mikið eftir Covid. Þá einmitt getur maður spurt sig: Hvað er í gangi?“ Hægt sé að spyrja sig hvort fíkniefnaneysla á Íslandi sé að aukast, hvort hún sé mikil hér á landi í samanburði við aðrar borgir og þjóðir en einnig hvort að einfaldlega sé hægt að útskýra aukinn fjölda með því að lögreglan sé að verða færari í að rannsaka slík mál og stöðva innflutning fíkniefna. „Af því að við heyrum auðvitað ekki af þeim málum þar sem innflutningurinn heppnast fyrir fíkniefnasalann. En ef við skoðum annarskonar mælingar eins skólpið á höfuðborgarsvæðinu, frárennslið, þá sjáum við að mælingar á því styðja þessa sömu sögu, það er að segja, fíkniefnaneysla hefur verið aukast að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, töluvert, þá sérstaklega kókaínneysla og þá er amfetamínneysla líka mikil.“ Neyslan sé ekkert minni en í öðrum stórborgum í Evrópu. Mikil eftirspurn sé eftir því að komast í vímu á Íslandi. Þetta eru áreiðanleg gögn, þessi skólpgögn? „Já. Þetta eru nokkuð áreiðanleg gögn og sýna hversu mikil neyslan er og hversu sterk efnin eru sem eru í notkun.“
Fíkniefnabrot Lögreglumál Skólp Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira