Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:15 Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði, segir mælingar sýna fram á aukna fíkniefnaneyslu hér á landi. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. Níu hafa verið handteknir í tengslum við fjögur mál í tengslum við innflutning á kókaíni á síðustu tveimur vikum. Sex þeirra sæta gæsluvarðhaldi vegna málanna en hinir þrír ganga lausir með stöðu sakbornings. Um er að ræða Íslendinga og erlenda ríkisborgara á aldrinum 25 til 50 ára. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og hefur notið aðstoðar sérsveitar og tollgæslunnar. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við HÍ, ræddi málaflokkinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að sé afbrotatölfræði lögreglunnar skoðuð sé ljóst að fíkniefnamálum hefur fjölgað á síðustu árum. Fjölgað eftir heimsfaraldur „Og var að fjölga alveg þar til í Covid, þegar þeim snarfækkaði og svo hefur þeim fjölgað mikið eftir Covid. Þá einmitt getur maður spurt sig: Hvað er í gangi?“ Hægt sé að spyrja sig hvort fíkniefnaneysla á Íslandi sé að aukast, hvort hún sé mikil hér á landi í samanburði við aðrar borgir og þjóðir en einnig hvort að einfaldlega sé hægt að útskýra aukinn fjölda með því að lögreglan sé að verða færari í að rannsaka slík mál og stöðva innflutning fíkniefna. „Af því að við heyrum auðvitað ekki af þeim málum þar sem innflutningurinn heppnast fyrir fíkniefnasalann. En ef við skoðum annarskonar mælingar eins skólpið á höfuðborgarsvæðinu, frárennslið, þá sjáum við að mælingar á því styðja þessa sömu sögu, það er að segja, fíkniefnaneysla hefur verið aukast að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, töluvert, þá sérstaklega kókaínneysla og þá er amfetamínneysla líka mikil.“ Neyslan sé ekkert minni en í öðrum stórborgum í Evrópu. Mikil eftirspurn sé eftir því að komast í vímu á Íslandi. Þetta eru áreiðanleg gögn, þessi skólpgögn? „Já. Þetta eru nokkuð áreiðanleg gögn og sýna hversu mikil neyslan er og hversu sterk efnin eru sem eru í notkun.“ Fíkniefnabrot Lögreglumál Skólp Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Níu hafa verið handteknir í tengslum við fjögur mál í tengslum við innflutning á kókaíni á síðustu tveimur vikum. Sex þeirra sæta gæsluvarðhaldi vegna málanna en hinir þrír ganga lausir með stöðu sakbornings. Um er að ræða Íslendinga og erlenda ríkisborgara á aldrinum 25 til 50 ára. Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og hefur notið aðstoðar sérsveitar og tollgæslunnar. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við HÍ, ræddi málaflokkinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að sé afbrotatölfræði lögreglunnar skoðuð sé ljóst að fíkniefnamálum hefur fjölgað á síðustu árum. Fjölgað eftir heimsfaraldur „Og var að fjölga alveg þar til í Covid, þegar þeim snarfækkaði og svo hefur þeim fjölgað mikið eftir Covid. Þá einmitt getur maður spurt sig: Hvað er í gangi?“ Hægt sé að spyrja sig hvort fíkniefnaneysla á Íslandi sé að aukast, hvort hún sé mikil hér á landi í samanburði við aðrar borgir og þjóðir en einnig hvort að einfaldlega sé hægt að útskýra aukinn fjölda með því að lögreglan sé að verða færari í að rannsaka slík mál og stöðva innflutning fíkniefna. „Af því að við heyrum auðvitað ekki af þeim málum þar sem innflutningurinn heppnast fyrir fíkniefnasalann. En ef við skoðum annarskonar mælingar eins skólpið á höfuðborgarsvæðinu, frárennslið, þá sjáum við að mælingar á því styðja þessa sömu sögu, það er að segja, fíkniefnaneysla hefur verið aukast að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, töluvert, þá sérstaklega kókaínneysla og þá er amfetamínneysla líka mikil.“ Neyslan sé ekkert minni en í öðrum stórborgum í Evrópu. Mikil eftirspurn sé eftir því að komast í vímu á Íslandi. Þetta eru áreiðanleg gögn, þessi skólpgögn? „Já. Þetta eru nokkuð áreiðanleg gögn og sýna hversu mikil neyslan er og hversu sterk efnin eru sem eru í notkun.“
Fíkniefnabrot Lögreglumál Skólp Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira