Lauren James er stærsta stjarna fjölskyldunnar í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2023 13:05 Lauren James var frábær með enska landsliðinu í dag og var með tvö mörk og tvær stoðsendingar. Getty/Sarah Reed England og Danmörk eru komin áfram á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi en Kína er úr leik líkt og Víetnam. Lauren James og félagar hennar í enska kvennalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með sannfærandi í lokaleik sínum í riðlinum. England vann 6-1 sigur á Kína og á sama tíma tryggðu dönsku stelpurnar sér annað sætið í riðlinum með 2-0 sigri á Haítí. Lauren James hafði tryggði enska landsliðinu mikilvægan sigur í leiknum á undan og sýning hennar hélt áfram í dag. Hún endaði leikinn með tvö frábær mörk og þrjár stoðsendingar, átti beinan þátt í fimm fyrstu mörkum liðsins í leiknum. James hefði með réttu átt að skora þrennu en myndbandsdómarar tóku af henni eitt mark á ósanngjarnan hátt. Lauren James var einu sinni bara yngri systir Chelsea mannsins Reece James. Í dag er engin spurning um það hver sé stærsta fótboltastjarna fjölskyldunnar. James byrjaði á því að leggja upp tvö fyrstu mörk enska landsliðsins fyrir þær Alessis Russo og Lauren Hemp. Russo var mjög fljót að afgreiða boltann í markið og Hemp slapp ein í gegn. James skoraði síðan það þriðja með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann út fyrir teig. James skoraði reyndar fjórða markið rétt fyrir hálfleik en það mark var dæmt af. Markið hefði mögulega verið eitt af mörkum mótsins en dómararnir fundu rangstöðu í aðdragandanum sem margir voru ósáttir með. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá enska landsliðinu og sigurinn nánast í höfn. Enska liðið slakaði aðeins á eftir hlé og lenti í vandræðum strax í upphafi seinni hálfleiks. Hurð skall þá nærri hælum í tvígang en Varsjáin greip síðan inn í og víti var dæmt á Lucy Bronze eftir að boltinn fór í höndina á henni í teignum. Wang Shuang minnkaði muninn með því að skora örugglega úr vítaspyrnunni og minnka muninn í 3-1. Smá spenna var því komin í leikinn en Lauren James kæfði vonir Kínverja með öðru frábæru marki sínu. James tók þá boltann viðstöðulaust á lofti eftir flotta fyrirgjöf frá Jess Carter og boltinn steinlá í fjærhorninu. Varamaðurinn Chloe Kelly skoraði síðan fimmta markið þegar hún fékk langa sendingu frá James, nýtti sér mistök markvarðarins og sendi boltann í tómt markið. Sjötta markið skoraði síðan Rachel Daly undir lokin eftir að boltinn barst til hennar á fjærstönginni. Danir kláruðu sitt með því að vinna 2-0 sigur á Haítí. Pernille Harder skoraði úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Dönum í leiknum en Sanne Troelsgaard Nielsen innsiglaði síðan sigurinn á tíundu mínútu í uppbótatíma. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Lauren James og félagar hennar í enska kvennalandsliðinu í fótbolta tryggðu sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með sannfærandi í lokaleik sínum í riðlinum. England vann 6-1 sigur á Kína og á sama tíma tryggðu dönsku stelpurnar sér annað sætið í riðlinum með 2-0 sigri á Haítí. Lauren James hafði tryggði enska landsliðinu mikilvægan sigur í leiknum á undan og sýning hennar hélt áfram í dag. Hún endaði leikinn með tvö frábær mörk og þrjár stoðsendingar, átti beinan þátt í fimm fyrstu mörkum liðsins í leiknum. James hefði með réttu átt að skora þrennu en myndbandsdómarar tóku af henni eitt mark á ósanngjarnan hátt. Lauren James var einu sinni bara yngri systir Chelsea mannsins Reece James. Í dag er engin spurning um það hver sé stærsta fótboltastjarna fjölskyldunnar. James byrjaði á því að leggja upp tvö fyrstu mörk enska landsliðsins fyrir þær Alessis Russo og Lauren Hemp. Russo var mjög fljót að afgreiða boltann í markið og Hemp slapp ein í gegn. James skoraði síðan það þriðja með frábæru skoti eftir að hafa fengið boltann út fyrir teig. James skoraði reyndar fjórða markið rétt fyrir hálfleik en það mark var dæmt af. Markið hefði mögulega verið eitt af mörkum mótsins en dómararnir fundu rangstöðu í aðdragandanum sem margir voru ósáttir með. Fyrri hálfleikurinn var frábær hjá enska landsliðinu og sigurinn nánast í höfn. Enska liðið slakaði aðeins á eftir hlé og lenti í vandræðum strax í upphafi seinni hálfleiks. Hurð skall þá nærri hælum í tvígang en Varsjáin greip síðan inn í og víti var dæmt á Lucy Bronze eftir að boltinn fór í höndina á henni í teignum. Wang Shuang minnkaði muninn með því að skora örugglega úr vítaspyrnunni og minnka muninn í 3-1. Smá spenna var því komin í leikinn en Lauren James kæfði vonir Kínverja með öðru frábæru marki sínu. James tók þá boltann viðstöðulaust á lofti eftir flotta fyrirgjöf frá Jess Carter og boltinn steinlá í fjærhorninu. Varamaðurinn Chloe Kelly skoraði síðan fimmta markið þegar hún fékk langa sendingu frá James, nýtti sér mistök markvarðarins og sendi boltann í tómt markið. Sjötta markið skoraði síðan Rachel Daly undir lokin eftir að boltinn barst til hennar á fjærstönginni. Danir kláruðu sitt með því að vinna 2-0 sigur á Haítí. Pernille Harder skoraði úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Tvö mörk voru dæmd af Dönum í leiknum en Sanne Troelsgaard Nielsen innsiglaði síðan sigurinn á tíundu mínútu í uppbótatíma.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira