Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 10:53 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að meta stöðu gossins með sjónmati á þessu stigi en von sé á nýjum hraunflæðitölum. vísir/vilhelm „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Eitthvað minna hefur farið fyrir eldgosinu á vefmyndavélum fjölmiðla en áður. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er erfitt að meta stöðuna út frá því myndefni, einkum þegar þoka hefur byrgt sýn á svæðinu eins og í nótt. Greinilegt sé að gosið malli áfram og náið verði fylgst með því hvernig dagurinn fari. Von er á niðurstöðum nýrra hraunflæðimælinga síðar í dag en um helgina var greint frá því að framleiðni gossins hafi minnkað töluvert frá því það hófst þann 10. júlí síðastliðinn. Er það mat sérfræðinga að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef áfram dregur úr framleiðni gossins með sama hraða. Magnús Tumi segir að ef horft sé til sögunnar og þróunar fyrri eldgosa sé það líklegasta niðurstaðan að krafturinn í gosinu við Litla-Hrút minnki og það endi. „En ef að það er í 70 prósent tilfella þá eru hin 30 prósent öðruvísi svo við verðum bara að sjá.“ Of snemmt sé að segja til um það hvort hraunflæðið hafi minnkað frá því um helgina en greining sé hafin á nýjum gögnum sem safnað var á gossvæðinu í gær. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. 1. ágúst 2023 07:44 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Eitthvað minna hefur farið fyrir eldgosinu á vefmyndavélum fjölmiðla en áður. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er erfitt að meta stöðuna út frá því myndefni, einkum þegar þoka hefur byrgt sýn á svæðinu eins og í nótt. Greinilegt sé að gosið malli áfram og náið verði fylgst með því hvernig dagurinn fari. Von er á niðurstöðum nýrra hraunflæðimælinga síðar í dag en um helgina var greint frá því að framleiðni gossins hafi minnkað töluvert frá því það hófst þann 10. júlí síðastliðinn. Er það mat sérfræðinga að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef áfram dregur úr framleiðni gossins með sama hraða. Magnús Tumi segir að ef horft sé til sögunnar og þróunar fyrri eldgosa sé það líklegasta niðurstaðan að krafturinn í gosinu við Litla-Hrút minnki og það endi. „En ef að það er í 70 prósent tilfella þá eru hin 30 prósent öðruvísi svo við verðum bara að sjá.“ Of snemmt sé að segja til um það hvort hraunflæðið hafi minnkað frá því um helgina en greining sé hafin á nýjum gögnum sem safnað var á gossvæðinu í gær.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. 1. ágúst 2023 07:44 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. 1. ágúst 2023 07:44