Tóku málin í eigin hendur og hreinsuðu sóðalega grenndarstöð Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. júlí 2023 13:02 Teiti og Marteini blöskraði aðkoman og tóku málin í eigin hendur. Vísir/Vésteinn/Teitur Atlason Íbúar Vesturbæjar hafa síðustu daga farið með ógrynni af sorpi, sem safnast hefur upp við grenndargámana, í Sorpu, í von um að borgaryfirvöld bregðist við. Þeir segja að enginn hvati sé til þess að setja pappa í pappagám þegar ruslið flæði um allt. Teitur Atlason, íbúi í Vesturbænum, segist hættur að nenna að kvarta í borgaryfirvöldum eins og hann hefur gert í nær þrjátíu ár, og því tekið málin í eigin hendur. „Af því að þessir grenndargámar eru að fyllast grunsamlega hratt og tæmdir grunsamlega seint,“ segir hann. Þegar fréttamaður náði tali af honum sagðist hann hafa farið með fulla kerru af rusli í Sorpu í gær og aftur í dag. Teitur bendir á að hann hafi sjálfur þurft að borga fyrir þær ferðir. Grenndargámarnir við JL-húsið í morgun. Aðkoman er ljót.Teitur Atlason Hann jánkar, aðspurður hvort sumarið hafi að einhverju leyti farið í sorpuferðir fyrir nágranna sína. „Að minnsta kosti hluti af því. Mig langar bara að leggja mig fram við það að búa í almennilegri borg.“ Subbuleg umgengni skapi meiri sóðaskap Teitur segir það pottþétt að hann muni leggja sér leið að grenndargámunum á nýjan leik en þó í öðrum tilgangi. „Ég mun koma hérna aftur en þá með skilti og leiðbeiningar til fólks svo það átti sig á þessu og svo þarf líka að tala við aðilana sem reka þessa gáma. Það þarf að fjölga gámum hérna. Það þarf að vera fatagámur hérna og þetta þarf að vera snyrtilegra. Ef þetta er subbulegt, eins og þetta er núna, þá gengur fólk um subbulega. Ef þetta er snyrtilegt þá gengur fólk snyrtilega um. Þetta er lögmál.“ Meðal annars leyndust sprautunálar í sorpfjöllunum við gámana. Vísir/Vésteinn Til að mynda segist hann í þrígang hafa sent Rauða krossinum bréf varðandi fatagáminn sem staðsettur er á Sundlaugartúninu. „Sá gámur fyllist á tveimur dögum og það er fullt af allskonar fatapokum fyrir utan með tilheyrandi sóðaskap.“ Þá segir hann Rauða krossinn enn ekki hafa brugðist við fyrirspurnunum. Aðkoman var allt önnur þegar félagarnir höfðu lokið verki sínu. Vísir/Vésteinn Martin Jónas Björn Swift segir þá staðráðna í að koma sorpmálunum í réttan farveg. „En á meðan þetta er svona lélegt þá er þetta bara að bæta utan á sig. Fólk sér hérna ruslahauga og skilur eftir rusl.“ Hann segir markmiðið vera að koma sorpstöðinni í aðlaðandi stand þannig að erfitt verði að leggja frá sér fyrsta ruslapokann. „Það held ég að geti verið fyrsta skrefið meðan við erum að koma þessu í samt lag,“ segir hann. „Það þarf stundum bara að allt þorpið komi saman og lagi hlutina. Og það er bara þannig hérna í Vesturbænum.“ Sorphirða Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Teitur Atlason, íbúi í Vesturbænum, segist hættur að nenna að kvarta í borgaryfirvöldum eins og hann hefur gert í nær þrjátíu ár, og því tekið málin í eigin hendur. „Af því að þessir grenndargámar eru að fyllast grunsamlega hratt og tæmdir grunsamlega seint,“ segir hann. Þegar fréttamaður náði tali af honum sagðist hann hafa farið með fulla kerru af rusli í Sorpu í gær og aftur í dag. Teitur bendir á að hann hafi sjálfur þurft að borga fyrir þær ferðir. Grenndargámarnir við JL-húsið í morgun. Aðkoman er ljót.Teitur Atlason Hann jánkar, aðspurður hvort sumarið hafi að einhverju leyti farið í sorpuferðir fyrir nágranna sína. „Að minnsta kosti hluti af því. Mig langar bara að leggja mig fram við það að búa í almennilegri borg.“ Subbuleg umgengni skapi meiri sóðaskap Teitur segir það pottþétt að hann muni leggja sér leið að grenndargámunum á nýjan leik en þó í öðrum tilgangi. „Ég mun koma hérna aftur en þá með skilti og leiðbeiningar til fólks svo það átti sig á þessu og svo þarf líka að tala við aðilana sem reka þessa gáma. Það þarf að fjölga gámum hérna. Það þarf að vera fatagámur hérna og þetta þarf að vera snyrtilegra. Ef þetta er subbulegt, eins og þetta er núna, þá gengur fólk um subbulega. Ef þetta er snyrtilegt þá gengur fólk snyrtilega um. Þetta er lögmál.“ Meðal annars leyndust sprautunálar í sorpfjöllunum við gámana. Vísir/Vésteinn Til að mynda segist hann í þrígang hafa sent Rauða krossinum bréf varðandi fatagáminn sem staðsettur er á Sundlaugartúninu. „Sá gámur fyllist á tveimur dögum og það er fullt af allskonar fatapokum fyrir utan með tilheyrandi sóðaskap.“ Þá segir hann Rauða krossinn enn ekki hafa brugðist við fyrirspurnunum. Aðkoman var allt önnur þegar félagarnir höfðu lokið verki sínu. Vísir/Vésteinn Martin Jónas Björn Swift segir þá staðráðna í að koma sorpmálunum í réttan farveg. „En á meðan þetta er svona lélegt þá er þetta bara að bæta utan á sig. Fólk sér hérna ruslahauga og skilur eftir rusl.“ Hann segir markmiðið vera að koma sorpstöðinni í aðlaðandi stand þannig að erfitt verði að leggja frá sér fyrsta ruslapokann. „Það held ég að geti verið fyrsta skrefið meðan við erum að koma þessu í samt lag,“ segir hann. „Það þarf stundum bara að allt þorpið komi saman og lagi hlutina. Og það er bara þannig hérna í Vesturbænum.“
Sorphirða Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira