Bandaríkjamenn þurfa að greiða gjald áður en komið er til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 07:54 Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Íslands frá Bandaríkjunum á hverju ári og mynda Bandaríkjamenn gjarnan einn stærsta einstaka hóp ferðalanga. Vísir/Vilhelm Til stendur að taka upp nýtt ETIAS-ferðaheimildakerfi á Schengen-svæðinu sem gerir það að verkum að handhafar vegabréfa sem þurftu áður ekki vegabréfsáritun munu þurfa að sækja um ferðaheimild áður en lagt er af stað til Íslands. Mun þetta meðal annars hafa áhrif á handhafa bandarískra og breskra vegabréfa sem mynda tvö stærstu þjóðerni erlendra ferðamanna hér á landi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru tæplega 41 prósent erlendra farþega sem fóru frá Keflavíkurflugvelli síðasta árið ýmist með bandarískt eða breskt ríkisfang. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra telja ekki að nýja ferðaheimildakerfið muni hamla för bandarískra ferðamanna til Íslands. Áætlað er að ETIAS komi í gagnið á næsta ári eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frestaði innleiðingu nýja kerfisins. Svipað og bandaríska ESTA-fyrirkomulagið Með tilkomu ETIAS mun fólk þurfa að sækja um ferðaheimild á netinu, framvísa þar vegabréfi og greiða umsóknargjald sem nemur rúmum þúsund krónum, áður en lagt er af stað til Schengen-ríkis. Ef ferðaheimildin er samþykkt gildir hún í þrjú ár eða þar til vegabréfið rennur út. „Ég held að þetta eigi ekki að hafa hamlandi áhrif á ferðalög Bandaríkjamanna til Evrópu, ekkert frekar en ESTA-kerfið hefur hamlandi áhrif á ferðalög Evrópumanna til Bandaríkjanna,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til svipaðs kerfis sem hefur lengi verið við lýði í Bandaríkjunum. Hann telur að ferðalangar verði fljótir að venjast kerfinu ef það virki sem skyldi en mikilvægt sé að kynna breytingarnar vel. Jóhannes Þór hefur ekki trú á því að breytingarnar komi til með að draga úr komum bandarískra ferðamanna til Íslands. Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mun þetta meðal annars hafa áhrif á handhafa bandarískra og breskra vegabréfa sem mynda tvö stærstu þjóðerni erlendra ferðamanna hér á landi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu voru tæplega 41 prósent erlendra farþega sem fóru frá Keflavíkurflugvelli síðasta árið ýmist með bandarískt eða breskt ríkisfang. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra telja ekki að nýja ferðaheimildakerfið muni hamla för bandarískra ferðamanna til Íslands. Áætlað er að ETIAS komi í gagnið á næsta ári eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frestaði innleiðingu nýja kerfisins. Svipað og bandaríska ESTA-fyrirkomulagið Með tilkomu ETIAS mun fólk þurfa að sækja um ferðaheimild á netinu, framvísa þar vegabréfi og greiða umsóknargjald sem nemur rúmum þúsund krónum, áður en lagt er af stað til Schengen-ríkis. Ef ferðaheimildin er samþykkt gildir hún í þrjú ár eða þar til vegabréfið rennur út. „Ég held að þetta eigi ekki að hafa hamlandi áhrif á ferðalög Bandaríkjamanna til Evrópu, ekkert frekar en ESTA-kerfið hefur hamlandi áhrif á ferðalög Evrópumanna til Bandaríkjanna,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til svipaðs kerfis sem hefur lengi verið við lýði í Bandaríkjunum. Hann telur að ferðalangar verði fljótir að venjast kerfinu ef það virki sem skyldi en mikilvægt sé að kynna breytingarnar vel. Jóhannes Þór hefur ekki trú á því að breytingarnar komi til með að draga úr komum bandarískra ferðamanna til Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira