Áfengisneysla og „Spánarfílingur“ í flugi sé miklu minni en áður Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 17:04 Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að minna sé um áfengisneyslu í flugi en áður. Grafík Flugfreyja sem starfað hefur sem slík í þrjá áratugi segir að áfengisneysla í flugi hafi minnkað til muna síðan hún hóf störf sem flugfreyja. Þá finnst henni farþegar vera orðnir kurteisari á þessum tíma. Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að áfengisneysla sé miklu minni núna heldur en hún var hér á árum áður. „Það eru alltaf einhverjir sem telja að það hjálpi þeim til að komast yfir einhvern ótta, flughræðslu eða þess háttar,“ segir Auður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Mér finnst það hafa breyst mjög mikið að fólk er miklu minna að neyta áfengis heldur en var og minna kallað eftir því á flugi.“ Það má kannski rekja til þess að í dag er samsetning farþega alls konar. „Fólk er að fara í alls konar erindagjörðum. Sumir eru að fara vegna vinnu og aðrir í frí. Þannig þessi Spánarfílingur sem var er miklu sjaldnar í dag, að það séu allir í vélinni.“ Annað sem Auði finnst hafa breyst síðan hún hóf störf sem flugfreyja er að flug séu orðin almennari ferðamáti. „Þetta þótti svolítið spari að ferðast með flugvél, núna er þetta orðið almennara. Fólk fer oftar en einu sinni á ári jafnvel af landi brott. Maður sér að þetta er ekki eins mikil viðhöfn og var oft.“ Þá segir Auður að farþegar séu orðnir kurteisari á þessum tíma og sýni meiri tillitssemi. Fólk eigi að þola að sætinu sé hallað Auður er spurð út í það séu einhverjar óskrifaðar reglur í flugi, til að mynda er varða sætisbök og hvenær megi halla þeim niður. Auður segir að það séu reglur varðandi sætisbökin, þau þurfi að vera uppi ú flugtaki og lendingu. Utan þess sé fólki þó frjálst að halla sætinu sínu. Því er velt upp hvort það ætti að vera regla að spyrja farþegann fyrir aftan sig hvort honum sé sama um að sætinu sé hallað. „Í raun á það að vera þannig að sá sem situr fyrir aftan þig á að þola að fá sætið til sín,“ segir Auður við því. „Auðvitað getur verið að þú ert með tölvu að vinna eða með ungabarn eða akkúrat með kaffið þitt. Þá höfum við stundum þurft aðeins að grípa inn í og láta fólk vita.“ Fréttir af flugi Icelandair Ferðalög Reykjavík síðdegis Áfengi og tóbak Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að áfengisneysla sé miklu minni núna heldur en hún var hér á árum áður. „Það eru alltaf einhverjir sem telja að það hjálpi þeim til að komast yfir einhvern ótta, flughræðslu eða þess háttar,“ segir Auður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Mér finnst það hafa breyst mjög mikið að fólk er miklu minna að neyta áfengis heldur en var og minna kallað eftir því á flugi.“ Það má kannski rekja til þess að í dag er samsetning farþega alls konar. „Fólk er að fara í alls konar erindagjörðum. Sumir eru að fara vegna vinnu og aðrir í frí. Þannig þessi Spánarfílingur sem var er miklu sjaldnar í dag, að það séu allir í vélinni.“ Annað sem Auði finnst hafa breyst síðan hún hóf störf sem flugfreyja er að flug séu orðin almennari ferðamáti. „Þetta þótti svolítið spari að ferðast með flugvél, núna er þetta orðið almennara. Fólk fer oftar en einu sinni á ári jafnvel af landi brott. Maður sér að þetta er ekki eins mikil viðhöfn og var oft.“ Þá segir Auður að farþegar séu orðnir kurteisari á þessum tíma og sýni meiri tillitssemi. Fólk eigi að þola að sætinu sé hallað Auður er spurð út í það séu einhverjar óskrifaðar reglur í flugi, til að mynda er varða sætisbök og hvenær megi halla þeim niður. Auður segir að það séu reglur varðandi sætisbökin, þau þurfi að vera uppi ú flugtaki og lendingu. Utan þess sé fólki þó frjálst að halla sætinu sínu. Því er velt upp hvort það ætti að vera regla að spyrja farþegann fyrir aftan sig hvort honum sé sama um að sætinu sé hallað. „Í raun á það að vera þannig að sá sem situr fyrir aftan þig á að þola að fá sætið til sín,“ segir Auður við því. „Auðvitað getur verið að þú ert með tölvu að vinna eða með ungabarn eða akkúrat með kaffið þitt. Þá höfum við stundum þurft aðeins að grípa inn í og láta fólk vita.“
Fréttir af flugi Icelandair Ferðalög Reykjavík síðdegis Áfengi og tóbak Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira