„Sagan endalausa“ í baráttunni við gróðureldana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2023 22:36 Viðbragðsaðilar hafa barist við gróðurelda frá upphafi eldgossins við Litla-Hrút. Vísir/Vilhelm/Arnar Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ágætlega hafi gengið að kljást við gróðureldana við eldstöðvarnar í dag, slökkviðið hafi fengið aukinn búnað og mannskap. „Ég er búinn að segja síðustu sjö daga að ég sé að klára þetta í dag, en þetta er að verða eins og sagan endalausa. Þið sjáið hérna fyrir aftan okkur að það er farið að loga aftur í því sem er búið að brenna síðustu daga,“ sagði Einar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að þetta kviknar alltaf aftur og aftur, en við erum samt að ná tökum á þessu.“ Þið hafið talað mikið um hvað að það sé þurrt og vanti rigningu, verður þetta svona áfram þangað til rignir? „Ég er ansi hræddur um það, það þarf náttúrlega að vakta þetta mjög vel til að halda þessu niðri, við megum ekki missa þetta upp í. Við erum búin að ná þessu einu sinni niður en misstum þetta svo aftur vel af stað,“ segir Einar. Hann segir slökkviliðið þurfa að einbeita sér að því að ná eldunum niður og halda þeim niðri. Sófasérfræðingar með ráðleggingar Aðspurður hvort umferð ferðamanna á svæðinu hafi orðið slökkviliðsmönnum til trafala neitar Einar. „Við keyrum bara hægar og það reyna allir að bera tillit til hvors annars og þá gengur þetta upp. Svo er líka gaman þegar það eru sófasérfræðingar að ráðleggja manni, af hverju við gerum þetta ekki svona og hinsegin, til dæmis af hverju ekki sé löngu búið að rjúfa hringinn með jarðýtu og vinnuvélum. Við erum að sjálfsögðu að gera það en við höfum líka lent í því að eldurinn fer yfir tveggja metra beltið sem við höfum búið til af því að jarðvegurinn er það þurr.“ Hoppuðu af kæti þegar þær sáu eldgosið „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion í kvöldfréttunum um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum það með trompi,“ bætti Marion við. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle þegar Hallgerður náði tali af honum og Jakobi, ferðafélaga hans. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för. „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.Vísir/Steingrímur Dúi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að ágætlega hafi gengið að kljást við gróðureldana við eldstöðvarnar í dag, slökkviðið hafi fengið aukinn búnað og mannskap. „Ég er búinn að segja síðustu sjö daga að ég sé að klára þetta í dag, en þetta er að verða eins og sagan endalausa. Þið sjáið hérna fyrir aftan okkur að það er farið að loga aftur í því sem er búið að brenna síðustu daga,“ sagði Einar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að þetta kviknar alltaf aftur og aftur, en við erum samt að ná tökum á þessu.“ Þið hafið talað mikið um hvað að það sé þurrt og vanti rigningu, verður þetta svona áfram þangað til rignir? „Ég er ansi hræddur um það, það þarf náttúrlega að vakta þetta mjög vel til að halda þessu niðri, við megum ekki missa þetta upp í. Við erum búin að ná þessu einu sinni niður en misstum þetta svo aftur vel af stað,“ segir Einar. Hann segir slökkviliðið þurfa að einbeita sér að því að ná eldunum niður og halda þeim niðri. Sófasérfræðingar með ráðleggingar Aðspurður hvort umferð ferðamanna á svæðinu hafi orðið slökkviliðsmönnum til trafala neitar Einar. „Við keyrum bara hægar og það reyna allir að bera tillit til hvors annars og þá gengur þetta upp. Svo er líka gaman þegar það eru sófasérfræðingar að ráðleggja manni, af hverju við gerum þetta ekki svona og hinsegin, til dæmis af hverju ekki sé löngu búið að rjúfa hringinn með jarðýtu og vinnuvélum. Við erum að sjálfsögðu að gera það en við höfum líka lent í því að eldurinn fer yfir tveggja metra beltið sem við höfum búið til af því að jarðvegurinn er það þurr.“ Hoppuðu af kæti þegar þær sáu eldgosið „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion í kvöldfréttunum um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum það með trompi,“ bætti Marion við. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle þegar Hallgerður náði tali af honum og Jakobi, ferðafélaga hans. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för. „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið.Vísir/Steingrímur Dúi
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira