Fólk gæti að sér í hrinu innbrota Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2023 21:12 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Innbrotahrina stendur yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglunnar. Algengast sé að þjófar fari inn í ólæst hús og bíla, og steli þaðan verðmætum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að læsa híbýlum og ekki hika við að tilkynna grunnsamlegar mannaferðir. Greint var frá því í dag að innbrotahrina standi yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að sú aðferð sem sé mest áberandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ólæstir. Lögreglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að innbrotsþjófarnir sem nú herja á höfuðborgarbúa séu af ýmsum toga. Oft séu einstaklingar að verki en einnig séu dæmi um það að skipulagðir glæpahópar séu á kreiki. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segir hann að innbrotsþjófarnir séu af öllum þjóðernum. Þeir séu Íslendingar, óreglufólk í einhverjum tilvikum, erlendir ríkisborgar sem hér búa og starfa og svo þekkist þess dæmi að erlendir ríkisborgarar hafi verið teknir fyrir innbrot skömmu eftir komuna til landsins. Það hafi gerst síðast í síðustu viku. Ágætlega gengur að hafa hendur í hári þjófa Skúli segist ekki búa yfir tölum yfir hlutfall upplýstra brota en segir þó að ágætlega gangi að hafa hendur í hári innbrotsþjófa. „Til dæmis á mínu starfssvæði upplýstum við ein sjö innbrot í síðustu viku, handtókum tvo og náðum að endurheimta næstum allt þýfið. En það er allur gangur á því og auðvitað vildi maður upplýsa miklu fleiri brot,“ segir Skúli. Hann starfar á lögreglustöð tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði. Lítið sem þarf til Skúli hvetur fólk til þess að hika ekki við að hringja í Neyðarlínuna verði það vart við grunsamlegar mannaferðir eða grunur kviknar um innbrot. Oft sé lítið sem lögreglan þurfi til þess að upplýsa mál. „1-1-2, það er númerið sem fólk á að hringja í. Þá segir hann að mikilvægt sé að fólk sé með góðar læsingar á dyrum og gluggum og passi ávallt að læsa. Einnig sé sniðugt að vera með tímastýrðar lýsingu innandyra til þess að fæla frá innbrotsþjófa. Loks nefnir hann að gott sé að biðja nágranna að fylgjast með, góður granni sé gulls ígildi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Greint var frá því í dag að innbrotahrina standi yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að sú aðferð sem sé mest áberandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ólæstir. Lögreglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að innbrotsþjófarnir sem nú herja á höfuðborgarbúa séu af ýmsum toga. Oft séu einstaklingar að verki en einnig séu dæmi um það að skipulagðir glæpahópar séu á kreiki. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segir hann að innbrotsþjófarnir séu af öllum þjóðernum. Þeir séu Íslendingar, óreglufólk í einhverjum tilvikum, erlendir ríkisborgar sem hér búa og starfa og svo þekkist þess dæmi að erlendir ríkisborgarar hafi verið teknir fyrir innbrot skömmu eftir komuna til landsins. Það hafi gerst síðast í síðustu viku. Ágætlega gengur að hafa hendur í hári þjófa Skúli segist ekki búa yfir tölum yfir hlutfall upplýstra brota en segir þó að ágætlega gangi að hafa hendur í hári innbrotsþjófa. „Til dæmis á mínu starfssvæði upplýstum við ein sjö innbrot í síðustu viku, handtókum tvo og náðum að endurheimta næstum allt þýfið. En það er allur gangur á því og auðvitað vildi maður upplýsa miklu fleiri brot,“ segir Skúli. Hann starfar á lögreglustöð tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði. Lítið sem þarf til Skúli hvetur fólk til þess að hika ekki við að hringja í Neyðarlínuna verði það vart við grunsamlegar mannaferðir eða grunur kviknar um innbrot. Oft sé lítið sem lögreglan þurfi til þess að upplýsa mál. „1-1-2, það er númerið sem fólk á að hringja í. Þá segir hann að mikilvægt sé að fólk sé með góðar læsingar á dyrum og gluggum og passi ávallt að læsa. Einnig sé sniðugt að vera með tímastýrðar lýsingu innandyra til þess að fæla frá innbrotsþjófa. Loks nefnir hann að gott sé að biðja nágranna að fylgjast með, góður granni sé gulls ígildi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira