Bílar og mikið magn timburs juku brunaálag í eldsvoðanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2023 20:24 Í húsnæðinu voru meðal annars bílar og búslóðir. Stöð 2/Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Mikill eldsvoði varð í geymsluhúsnæði á horni Víkurbrautar og Hrannargötu í Reykjanesbæ í dag. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir að bílar, hjólhýsi og mikið magn timburs hafi aukið brunaálag í elsvoðanum. „Útkallið kom 25 mínútur yfir tólf og það tók okkur svona einn og hálfan tíma að ná tökum á ástandinu. Eins og þið sjáið erum við búin að drepa allan eld, það er verið að hreinsa rústirnar og við verðum með menn hérna til þess að tryggja að það kvikni ekki í aftur. En aðgerðir gengu vel og það slasaðist enginn. Þannig að ég held að við getum verið sáttir við þetta dagsverk,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir slökkvilið hafa fengið upplýsingar um að bílar, hjólhýsi, búslóðir og mikið magn að timbri væri geymt í húsinu og það hafi aukið álag brunans. „Þetta gerir það að verkum að eldmaturinn er náttúrlega gríðarlega mikill í húsinu og mikið brunaálag. Og við finnum alveg fyrir því í svona starfi þegar að brunaálagið er mikið. En sem betur fer var enginn i byggingunni, engin slys a fólki, enginn i neinni hættu og engar byggingar í nágrenninu í hættu þannig að þetta gekk vel,“ sagði Jón. Ekki er enn vitað hvað olli eldinum.Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Hann segir eftirvinnuna þó drjúga og tímafreka. „Það þarf að moka upp og koma járni og öðru i burtu vegna þess að það hlífir eldinum ef það eru glæður undir þannig að við þurfum að moka þessu i burtu.“ Verktakar vinna nú að því að því að grafa upp úr rústunum þannig að hægt sé að tryggja vettvang og afhenda lögreglunni, þar sem málið er enn í rannsókn. Ekki er enn vitað um upptök eldsins. Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
„Útkallið kom 25 mínútur yfir tólf og það tók okkur svona einn og hálfan tíma að ná tökum á ástandinu. Eins og þið sjáið erum við búin að drepa allan eld, það er verið að hreinsa rústirnar og við verðum með menn hérna til þess að tryggja að það kvikni ekki í aftur. En aðgerðir gengu vel og það slasaðist enginn. Þannig að ég held að við getum verið sáttir við þetta dagsverk,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir slökkvilið hafa fengið upplýsingar um að bílar, hjólhýsi, búslóðir og mikið magn að timbri væri geymt í húsinu og það hafi aukið álag brunans. „Þetta gerir það að verkum að eldmaturinn er náttúrlega gríðarlega mikill í húsinu og mikið brunaálag. Og við finnum alveg fyrir því í svona starfi þegar að brunaálagið er mikið. En sem betur fer var enginn i byggingunni, engin slys a fólki, enginn i neinni hættu og engar byggingar í nágrenninu í hættu þannig að þetta gekk vel,“ sagði Jón. Ekki er enn vitað hvað olli eldinum.Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Hann segir eftirvinnuna þó drjúga og tímafreka. „Það þarf að moka upp og koma járni og öðru i burtu vegna þess að það hlífir eldinum ef það eru glæður undir þannig að við þurfum að moka þessu i burtu.“ Verktakar vinna nú að því að því að grafa upp úr rústunum þannig að hægt sé að tryggja vettvang og afhenda lögreglunni, þar sem málið er enn í rannsókn. Ekki er enn vitað um upptök eldsins.
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira