Tónlist

Frum­sýning á Vísi: GKR og Nossan sleppa neikvæðninni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
GKR segist hafa verið aðdáandi norska rapparans áður en um er að ræða þeirra fyrsta samstarfsverkefni.
GKR segist hafa verið aðdáandi norska rapparans áður en um er að ræða þeirra fyrsta samstarfsverkefni.

Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR hefur gefið út nýtt tón­listar­mynd­band við lag sitt AHA AHA en í þetta skiptið er norski rapparinn Nossan með í för. Mynd­bandið er frum­sýnt á Vísi og má horfa á hér að neðan.

GKR hefur undan­farin ár búið í Bergen í Noregi og þar reglu­lega komið fram á tón­listar­við­burðum. AHA AHA er hans fyrsta lag með norskum tón­listar­manni en lagið er bæði á ís­lensku og norsku.

Klippa: GKR X Nossan - AHA AHA

Þekkti Nossan ekkert þegar textinn var saminn

„Maður getur ekki komist á­fram í lífinu ef maður dvelur í nei­kvæðninni. Það er al­gjör upp­götvun fyrir mann eins og mig. Þó ég trúi að ég sé á­kveðið magn af ljósi, þá hef ég stundum dvalið í nei­kvæðninni og þetta lag er um það að sleppa tökum af þeirri hugsun,“ segir GKR í sam­tali við Vísi.

Ó­hætt er að full­yrða að um al­þjóð­legt sam­starf sé að ræða en GKR hóf að vinna að laginu þegar hann var staddur í Los Angeles í Banda­ríkjunum í októ­ber í fyrra. Lagið er fram­leitt og mixað af Starra en Oculus sér um hljóð­vinnslu.

Óhætt er að fullyrða að þeir félagar fari ótroðnar slóðir í myndbandinu við lagið.

„Ég hafði aldrei hitt rapparann áður en við erum al­gjörir fé­lagar í dag. Ég heyrði í strák sem heitir Felix, en hann leik­stýrir, klippir og gerir mynd­bandið. Nossan er fé­lagi hans. Ég sagðist vera mikið til í að vinna með norskum rappara í laginu og það næsta sem ég veit er að hann segir mér að Nossan sé búinn að taka upp vers fyrir lagið.“

GKR segist hafa verið mikill að­dáandi norska rapparans áður og því himin­lifandi með sam­starfið. Nossan sé hluti af vina­hópi ungra lista­manna í Osló sem GKR hafi kynnst vel við fram­leiðsluna á mynd­bandinu.

Rappararnir kynntust vel við tökur á myndbandinu.

Allt til alls á skíðasvæði

Mynd­bandið var tekið upp á skíða­svæðinu Kvit­fjell í Noregi. GKR segir að á tíma­bili hafi ekki einu sinni verið á­kveðið að taka upp mynd­band við lagið, það hafi verið gert með litlum fyrir­vara.

„Þetta svæði er í um þriggja tíma aksturs­fjar­lægð frá Osló. Við ætluðum ekki einu sinni að gera mynd­band. Við enduðum ein­hvern veginn á því að kýla bara á þetta. Þarna var allt til alls, skíða­lyfta sem við sáum fyrir til­viljun við tökur og risa­stórt opið svæði í bak­grunni.“

Rappararnir ákváðu á síðustu stundu að gera tónlistarmyndband við lagið.

Rapparinn segist hafa nóg fyrir stafni en hann mun koma fram á Airwaves tónlistarhátíðinni í Reykjavík sem haldin er í nóvember.

„Ég er að fara að spila á Airwa­ves í nóvember og mun setja mikið í það gigg og vill búa til al­vöru stemningu. Ég hlakka mikið til að deila því sem ég hef verið að vinna í.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×