Ökumenn beri ábyrgðina Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2023 10:19 Hjólreiðakona hjólar eftir vegöxl við þjóðveginn. Það eru alls ekki svona góðar aðstæður fyrir hjólreiðafólk við þjóðveginn um land allt. Getty Ökumenn fyrir aftan hjólreiðamenn á vegum úti sem geta ekki tekið fram úr með öruggum hætti verða að hægja á sér þar til aðstæður leyfa segir samskiptastjóri Samgöngustofu. Taki þeir fram úr skulu ökumenn passa að hliðarbil milli bíls og hjóls séu að lágmarki einn og hálfur metri. Ný umferðarlög voru samþykkt árið 2019 og í 23. grein þeirra stendur „Sé ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil að lágmarki vera 1,5 metrar.“ Aðstæður á þjóðveginum geta þó oft verið ansi erfiðar til þess. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, kom í Reykavík síðdegis í gær til að ræða um hvernig ökumenn úti á landi eiga að fara að þegar þeir eru fyrir aftan hjólreiðafólk en aðstæður leyfa ekki framúrakstur. Þetta getur búið til snúnar aðstæður þar sem ekki er hægt að taka fram úr hjólreiðamanni? „Vissulega, það hefur flækt aðeins stöðuna að við erum með fjölbreyttari samgöngur en áður og vegakerfið er kannski fyrst og fremst hugsað frá upphafi sem bílaumferðarleiðir,“ sagði Þórhildur. Hvernig eiga menn að haga sér í slíkum aðstæðum þegar ekki er hægt að taka fram úr hjólreiðamanni löglega? „Þá hægjum við á okkur. Það er í rauninni það eina sem við getum gert samkvæmt laganna hljóðan. Okkur ber að hægja á okkur þar til við getum tekið fram úr með öruggum hætti og hafa einn og hálfan metra að lágmarki á milli.“ „Þessi regla var sett í öryggisskyni fyrir hjólreiðafólk af því það eru vissulega óvarðir vegfarendur á meðan bíllinn getur valdið miklu meiri skaða,“ sagði Þórhildur. Hjólreiðafólk orðið miklu meira áberandi Þórhildur segir að það séu ekki alls staðar aðstæður þar sem eru góðar vegaxlir eða brotin lína þar sem er hægt að taka fram. Þá þurfi að sýna skynsemi, tillitsemi og yfirvegun. Hafið þið heyrt af því að það hafi orðið árekstrar í sumar? „Ég hef ekki heyrt af því en það þarf ekki að tákna neitt en sem betur fer hef ég að minnsta kosti ekki heyrt af alvarlegum óhöppum,“ segir Þórhildur. „Hjólreiðafólki hefur farið mjög fjölgandi úti á vegum og eðlilega vegna þess að hjólreiðafólk almennt er farið að vera meira áberandi í umferðinni. Við þurfum auðvitað að vita af því.“ „Alveg eins og þegar við erum úti á vegum að keyra og það er dráttarvél fyrir framan okkur sem fer hægt og það eru ekki aðstæður til þess að taka fram úr þá förum við hægar þangað til aðstæður leyfa,“ sagði Þórhildur. Getur reynt á þolinmæðina að sýna hægu fólki tillit Þórhildur segir að þar sem ekki sé hægt að búa til eins og hálfs metra bil verði ökumenn að hægja ferðina og vera fyrir aftan hjólreiðamanninn á hraða hans. Annað hvort taki ökumaður fram úr með löglegum hætti eða hjólreiðamaðurinn hleypi umferðinni fram úr sér. Maður getur alveg ímyndað sér að þetta geti skapað pirring fyrir fólk sem vill vera á löglegum hraða ef það er kannski komið niður á fimmtán kílómetra hraða á 90 kílómetra hraðakafla. „Nú hef ég ekki alveg fulla yfirsýn yfir það en ég held að þetta séu ekki endilega mjög langir kaflar þar sem er óbrotin lína þar sem er ekki hægt að taka fram úr og hjólreiðamaðurinn er ekki í neinni aðstöðu til að hleypa fram úr sér. “ „En vissulega getur það reynt á þolinmæðina að taka tillit til annarra sem eru á öðrum farartækjum og fara á öðrum hraða en maður sjálfur. Það er bara þannig í lífinu,“ sagði Þórhildur. Ökumenn gefi hjólreiðamönnum faðminn Reglur um framúrakstur á hjólreiðamönnum eru hluti af umferðarlögunum sem voru samþykkt árið 2019. Þórhildur segir Samgöngustofa brýna fyrir fólki að taka fram úr fallega. „Við setjum þetta fram með þeim hætti að við gefum hjólreiðamönnum faðm okkar. Það hefur borið á ákveðinni kergju hjá stöku ökumönnum og stöku hjólreiðamönnum gagnvart hinum hópnum,“ segir hún. „Þetta er um það bil einn faðmur, einn og hálfur metri, og um leið viljum við hvetja fólk til að gera þetta af umburðarlyndi.“ Þessi lög tóku gildi 1. janúar 2020. Eru ökukennarar að miðla þessa til nýrra ökumanna? „Það tel ég fullvíst, þeim ber að upplýsa ökunema um helstu umferðarlög. Þetta er auðvitað eitt af því sem er nýtt í lögunum og skiptir okkur miklu máli.“ „Ekkert okkar vill verða til þess að það verði slys bara af því við erum pirruð. Það er aðeins að anda í kviðinn og yfirleitt leysist þetta mjög fljótlega,“ sagði Þórhildur. Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ný umferðarlög voru samþykkt árið 2019 og í 23. grein þeirra stendur „Sé ekið fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil að lágmarki vera 1,5 metrar.“ Aðstæður á þjóðveginum geta þó oft verið ansi erfiðar til þess. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, kom í Reykavík síðdegis í gær til að ræða um hvernig ökumenn úti á landi eiga að fara að þegar þeir eru fyrir aftan hjólreiðafólk en aðstæður leyfa ekki framúrakstur. Þetta getur búið til snúnar aðstæður þar sem ekki er hægt að taka fram úr hjólreiðamanni? „Vissulega, það hefur flækt aðeins stöðuna að við erum með fjölbreyttari samgöngur en áður og vegakerfið er kannski fyrst og fremst hugsað frá upphafi sem bílaumferðarleiðir,“ sagði Þórhildur. Hvernig eiga menn að haga sér í slíkum aðstæðum þegar ekki er hægt að taka fram úr hjólreiðamanni löglega? „Þá hægjum við á okkur. Það er í rauninni það eina sem við getum gert samkvæmt laganna hljóðan. Okkur ber að hægja á okkur þar til við getum tekið fram úr með öruggum hætti og hafa einn og hálfan metra að lágmarki á milli.“ „Þessi regla var sett í öryggisskyni fyrir hjólreiðafólk af því það eru vissulega óvarðir vegfarendur á meðan bíllinn getur valdið miklu meiri skaða,“ sagði Þórhildur. Hjólreiðafólk orðið miklu meira áberandi Þórhildur segir að það séu ekki alls staðar aðstæður þar sem eru góðar vegaxlir eða brotin lína þar sem er hægt að taka fram. Þá þurfi að sýna skynsemi, tillitsemi og yfirvegun. Hafið þið heyrt af því að það hafi orðið árekstrar í sumar? „Ég hef ekki heyrt af því en það þarf ekki að tákna neitt en sem betur fer hef ég að minnsta kosti ekki heyrt af alvarlegum óhöppum,“ segir Þórhildur. „Hjólreiðafólki hefur farið mjög fjölgandi úti á vegum og eðlilega vegna þess að hjólreiðafólk almennt er farið að vera meira áberandi í umferðinni. Við þurfum auðvitað að vita af því.“ „Alveg eins og þegar við erum úti á vegum að keyra og það er dráttarvél fyrir framan okkur sem fer hægt og það eru ekki aðstæður til þess að taka fram úr þá förum við hægar þangað til aðstæður leyfa,“ sagði Þórhildur. Getur reynt á þolinmæðina að sýna hægu fólki tillit Þórhildur segir að þar sem ekki sé hægt að búa til eins og hálfs metra bil verði ökumenn að hægja ferðina og vera fyrir aftan hjólreiðamanninn á hraða hans. Annað hvort taki ökumaður fram úr með löglegum hætti eða hjólreiðamaðurinn hleypi umferðinni fram úr sér. Maður getur alveg ímyndað sér að þetta geti skapað pirring fyrir fólk sem vill vera á löglegum hraða ef það er kannski komið niður á fimmtán kílómetra hraða á 90 kílómetra hraðakafla. „Nú hef ég ekki alveg fulla yfirsýn yfir það en ég held að þetta séu ekki endilega mjög langir kaflar þar sem er óbrotin lína þar sem er ekki hægt að taka fram úr og hjólreiðamaðurinn er ekki í neinni aðstöðu til að hleypa fram úr sér. “ „En vissulega getur það reynt á þolinmæðina að taka tillit til annarra sem eru á öðrum farartækjum og fara á öðrum hraða en maður sjálfur. Það er bara þannig í lífinu,“ sagði Þórhildur. Ökumenn gefi hjólreiðamönnum faðminn Reglur um framúrakstur á hjólreiðamönnum eru hluti af umferðarlögunum sem voru samþykkt árið 2019. Þórhildur segir Samgöngustofa brýna fyrir fólki að taka fram úr fallega. „Við setjum þetta fram með þeim hætti að við gefum hjólreiðamönnum faðm okkar. Það hefur borið á ákveðinni kergju hjá stöku ökumönnum og stöku hjólreiðamönnum gagnvart hinum hópnum,“ segir hún. „Þetta er um það bil einn faðmur, einn og hálfur metri, og um leið viljum við hvetja fólk til að gera þetta af umburðarlyndi.“ Þessi lög tóku gildi 1. janúar 2020. Eru ökukennarar að miðla þessa til nýrra ökumanna? „Það tel ég fullvíst, þeim ber að upplýsa ökunema um helstu umferðarlög. Þetta er auðvitað eitt af því sem er nýtt í lögunum og skiptir okkur miklu máli.“ „Ekkert okkar vill verða til þess að það verði slys bara af því við erum pirruð. Það er aðeins að anda í kviðinn og yfirleitt leysist þetta mjög fljótlega,“ sagði Þórhildur.
Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira