Allt í steik hjá Noregi og stjarnan brjáluð: „Verið traðkað á mér í heilt ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 09:00 Caroline Graham Hansen er í fýlu. getty/Ulrik Pedersen Þrátt fyrir að hafa á að skipa öflugu liði er Noregur enn án sigurs á HM. Það sem meira er virðist allt vera í steik í herbúðum liðsins. Noregur gerði markalaust jafntefli við Sviss í A-riðli heimsmeistaramótsins. Norðmenn eru með eitt stig á botni riðilsins og eiga á hættu að komast ekki í sextán liða úrslit HM. Caroline Graham Hansen, sem leikur með Evrópumeisturum Barcelona og þykir einn besti leikmaður heims, byrjaði á varamannabekknum í gær, henni til lítillar gleði. Og á blaðamannafundi eftir leikinn lét hún allt flakka. „Þetta er erfitt. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Það er ekki margt. Það er eins og ég standi hér með hendur bundnar fyrir aftan bak,“ sagði Hansen. „Það hefur verið traðkað á mér í heilt ár. Allir segja að við þurfum að standa saman sem lið og þjóð en ég hef ekki fengið sanngjarna meðferð.“ Hansen er ekki mikill aðdáandi Hege Riise, þjálfara norska landsliðsins. Eftir að hún var ráðin sem landsliðsþjálfari tók Hansen sér frí frá landsliðinu. Hún sneri hins vegar aftur í það fyrir HM. Hansen var í byrjunarliðinu þegar Noregur tapaði fyrir Nýja-Sjálandi, 1-0, í fyrsta leik sínum á HM en var svo sett á bekkinn ásamt samherja sínum hjá Barcelona, Ingrid Syrstad Engen, og Manchester City-konunni Julie Blakstad. Noregur mætir Filippseyjum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM og verður að vinna til að eiga möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Tengdar fréttir Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Sjá meira
Noregur gerði markalaust jafntefli við Sviss í A-riðli heimsmeistaramótsins. Norðmenn eru með eitt stig á botni riðilsins og eiga á hættu að komast ekki í sextán liða úrslit HM. Caroline Graham Hansen, sem leikur með Evrópumeisturum Barcelona og þykir einn besti leikmaður heims, byrjaði á varamannabekknum í gær, henni til lítillar gleði. Og á blaðamannafundi eftir leikinn lét hún allt flakka. „Þetta er erfitt. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Það er ekki margt. Það er eins og ég standi hér með hendur bundnar fyrir aftan bak,“ sagði Hansen. „Það hefur verið traðkað á mér í heilt ár. Allir segja að við þurfum að standa saman sem lið og þjóð en ég hef ekki fengið sanngjarna meðferð.“ Hansen er ekki mikill aðdáandi Hege Riise, þjálfara norska landsliðsins. Eftir að hún var ráðin sem landsliðsþjálfari tók Hansen sér frí frá landsliðinu. Hún sneri hins vegar aftur í það fyrir HM. Hansen var í byrjunarliðinu þegar Noregur tapaði fyrir Nýja-Sjálandi, 1-0, í fyrsta leik sínum á HM en var svo sett á bekkinn ásamt samherja sínum hjá Barcelona, Ingrid Syrstad Engen, og Manchester City-konunni Julie Blakstad. Noregur mætir Filippseyjum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM og verður að vinna til að eiga möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norski boltinn Tengdar fréttir Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Sjá meira
Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. 25. júlí 2023 23:30