Efsta stéttin sé með vanstilltan siðferðiskompás Máni Snær Þorláksson skrifar 24. júlí 2023 13:19 Vilhjálmur gagnrýnir starfslokasamning Birnu Einarsdóttur harðlega en Birna fær 56,6 milljónir fyrir að láta af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás. „Það virðist vera sem það gildi allt önnur lögmál varðandi efri lög þessa samfélags heldur en almenning í þessu landi,“ segir Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni. Hann nefnir sem dæmi að þegar fólk fremji lögbrot í starfi eða veldur fyrirtæki sínu tjóni þá fái það ekki neitt í líkingu við það sem Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fékk fyrir að láta af störfum. „Þegar okkar félagsmenn verða uppvísir af því að fremja einhvers konar lögbrot eða valda sínu fyrirtæki tjóni þá gilda þær leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að viðkomandi aðili fær svokallaða fyrirvaralausa uppsögn.“ Það sé þegar starfsfólki er sagt upp án þess að það eigi neinn möguleika á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan. Vilhjálmur bendir á að Íslandbanki þurfi að greiða sáttarsekt sem nemur 1,2 milljörðum króna vegna lögbrota í tengslum við söluna á bankanum. „Ég get bara fullyrt það að ekki einn einasti launamaður á íslenskum vinnumarkaði sem yrði uppvís að því að bera ábyrgð á því að slíkt tjón myndi eiga sér stað hjá einhverju fyrirtæki að hann fengi uppsaganarfrest sinn greiddan.“ Gildi önnur lögmál um „þetta fólk“ Vilhjálmur segir að það taki verkafólk á hefðbundnum kauptaxta um tólf ár að ná upp í þá upphæð sem starfslokasamningur Birnu felur í sér. Séu meðal heildarlaun á Íslandi tekin taki það um fimm og hálft ár. „Það er alltaf talað um að þetta fólk beri svo ofboðselga mikla ábyrgð en ábyrgðin ristir ekki dýpra heldur en þetta að ofan á það allt saman gilda allt önnur lögmál um þetta fólk heldur en allt annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði.“ Þá segir Vilhjálmur að það verði gaman að ræða þetta við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðunum í ljósi þess að Birna hefur setið í stjórn samtakanna og tók þátt í að skrifa undir þá síðast. Það sé spurning hvort það eigi að lengja uppsagnarfrest upp í tólf mánuði. „Síðan til viðbótar ef að fólk brýtur lög, hvort það eigi að fá uppsagnarfrest sinn greiddan eins og í þessu tilfelli.“ Tvöföld mánaðarlaun forsætisráðherra Að mati Vilhjálms er verið að senda ofboðslega röng skilaboð út í samfélagið. Hann sé ekki á því að þegar fólk veldur sínu fyrirtæki stórfelldum skaða að það eigi þá rétt á greiðslu sem þessari sem Birna fær. „Það er nefnilega einfaldlega þannig að siðferðiskompás þessa ágæta fólks sem er í efsta lagi þessa samfélags, hann er bara eitthvað vanstilltur. Þetta er bara dálítið svona: Ég á þetta, ég má þetta.“ Þá vekur Vilhjálmur athygli á því að fimm milljónir á mánuði, það er upphæðin sem Birna fær vegna starfslokanna, sé tvöföld laun forsætisráðherra. „Svo er alltaf talað um að þetta er svo eftirsóknarvert fólk, það sé svo mikil ábyrgð sem fylgir þessum störfum. Hver er síðan ábyrgðin þegar á reynir?“ Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Það virðist vera sem það gildi allt önnur lögmál varðandi efri lög þessa samfélags heldur en almenning í þessu landi,“ segir Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni. Hann nefnir sem dæmi að þegar fólk fremji lögbrot í starfi eða veldur fyrirtæki sínu tjóni þá fái það ekki neitt í líkingu við það sem Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fékk fyrir að láta af störfum. „Þegar okkar félagsmenn verða uppvísir af því að fremja einhvers konar lögbrot eða valda sínu fyrirtæki tjóni þá gilda þær leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að viðkomandi aðili fær svokallaða fyrirvaralausa uppsögn.“ Það sé þegar starfsfólki er sagt upp án þess að það eigi neinn möguleika á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan. Vilhjálmur bendir á að Íslandbanki þurfi að greiða sáttarsekt sem nemur 1,2 milljörðum króna vegna lögbrota í tengslum við söluna á bankanum. „Ég get bara fullyrt það að ekki einn einasti launamaður á íslenskum vinnumarkaði sem yrði uppvís að því að bera ábyrgð á því að slíkt tjón myndi eiga sér stað hjá einhverju fyrirtæki að hann fengi uppsaganarfrest sinn greiddan.“ Gildi önnur lögmál um „þetta fólk“ Vilhjálmur segir að það taki verkafólk á hefðbundnum kauptaxta um tólf ár að ná upp í þá upphæð sem starfslokasamningur Birnu felur í sér. Séu meðal heildarlaun á Íslandi tekin taki það um fimm og hálft ár. „Það er alltaf talað um að þetta fólk beri svo ofboðselga mikla ábyrgð en ábyrgðin ristir ekki dýpra heldur en þetta að ofan á það allt saman gilda allt önnur lögmál um þetta fólk heldur en allt annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði.“ Þá segir Vilhjálmur að það verði gaman að ræða þetta við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðunum í ljósi þess að Birna hefur setið í stjórn samtakanna og tók þátt í að skrifa undir þá síðast. Það sé spurning hvort það eigi að lengja uppsagnarfrest upp í tólf mánuði. „Síðan til viðbótar ef að fólk brýtur lög, hvort það eigi að fá uppsagnarfrest sinn greiddan eins og í þessu tilfelli.“ Tvöföld mánaðarlaun forsætisráðherra Að mati Vilhjálms er verið að senda ofboðslega röng skilaboð út í samfélagið. Hann sé ekki á því að þegar fólk veldur sínu fyrirtæki stórfelldum skaða að það eigi þá rétt á greiðslu sem þessari sem Birna fær. „Það er nefnilega einfaldlega þannig að siðferðiskompás þessa ágæta fólks sem er í efsta lagi þessa samfélags, hann er bara eitthvað vanstilltur. Þetta er bara dálítið svona: Ég á þetta, ég má þetta.“ Þá vekur Vilhjálmur athygli á því að fimm milljónir á mánuði, það er upphæðin sem Birna fær vegna starfslokanna, sé tvöföld laun forsætisráðherra. „Svo er alltaf talað um að þetta er svo eftirsóknarvert fólk, það sé svo mikil ábyrgð sem fylgir þessum störfum. Hver er síðan ábyrgðin þegar á reynir?“
Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira