Lék á FIFA með sínum eigin regnboga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 09:30 Tilfinningarnar flæddu hjá Ali Riley í leikslok á fyrsta sigri nýsjálenska kvennalandsliðsins á HM í fótbolta og hér má sjá í hluta af regnboganöglunum hennar. AP/Andrew Cornaga Nýja-Sjáland vann eftirminnilegan sigur í opnunarleik HM kvenna í fótbolta á dögunum en þær nýsjálensku fá ekki aðeins hrós fyrir frammistöðuna inn á vellinum. Alþjóða knattspyrnusambandið bannaði regnbogafyrirliðaböndin á HM kvenna alveg eins og sambandið gerði á HM í Katar í desember síðastliðnum. Fyrirliðarnir gátu valið úr átta mismunandi fyrirliðaböndum, sem á voru skrifuð jákvæð skilaboð, en regnbogalitirnir máttu þó hvergi sjást. Ali Riley captained New Zealand to a historic first ever World Cup win on Thursday as her team defeated Norway 1-0, but it was her nails that made headlines after the game, as well as her performance on the pitch https://t.co/TlwTQ51BHs— CNN International (@cnni) July 21, 2023 Þetta var fimmta heimsmeistaramót Nýja Sjálands en liðið hafði aldrei fagnað sigri fyrr en nú. Það og að þær voru á heimavelli gerði stundina enn stærri fyrir leikmenn liðsins sem mátti líka sjá á viðbrögðum þeirra í leikslok. Ali Riley, 35 ára fyrirliði nýsjálenska landsliðsins, átti þannig erfitt með að stjórna tilfinningum sínum eftir leikinn. Hún hafði hins vegar stjórn á því að leika á regluverk FIFA á nýstárlegan hátt. Þegar Ali Riley mætti í viðtölin eftir leikinn þá tók hún mikið um höfuð sitt enda enn að átta sig á þýðingu úrslita leiksins. Það gaf um leið sjónvarpsáhorfendum út um allan heim að sjá að hún var að plata forráðamenn FIFA með sínum eigin regnboga. Riley hafði nefnilega málað neglur sína í regnbogalitunum, hver nögl með sinn eigin lit. Hún reyndi vísvitandi að sína neglurnar og það var enginn vafi um að hún var þarna að senda skilaboð. Riley spilar með Angel City FC í Bandaríkjunum og félagið hennar var fljótt að benda á framtak leikmannsins. „Ali Riley (og regnboganeglur hennar) eru að brjóta Internetið,“ skrifaði Angel City á samfélagsmiðla sína undir mynd af henni. Nothing stopping Ali Riley from showing PRIDE at the World Cup this summer #FIFAWWC #Pride pic.twitter.com/FpnbFAYqtO— Women s Sports Exchange (@wsportsxchange) July 20, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið bannaði regnbogafyrirliðaböndin á HM kvenna alveg eins og sambandið gerði á HM í Katar í desember síðastliðnum. Fyrirliðarnir gátu valið úr átta mismunandi fyrirliðaböndum, sem á voru skrifuð jákvæð skilaboð, en regnbogalitirnir máttu þó hvergi sjást. Ali Riley captained New Zealand to a historic first ever World Cup win on Thursday as her team defeated Norway 1-0, but it was her nails that made headlines after the game, as well as her performance on the pitch https://t.co/TlwTQ51BHs— CNN International (@cnni) July 21, 2023 Þetta var fimmta heimsmeistaramót Nýja Sjálands en liðið hafði aldrei fagnað sigri fyrr en nú. Það og að þær voru á heimavelli gerði stundina enn stærri fyrir leikmenn liðsins sem mátti líka sjá á viðbrögðum þeirra í leikslok. Ali Riley, 35 ára fyrirliði nýsjálenska landsliðsins, átti þannig erfitt með að stjórna tilfinningum sínum eftir leikinn. Hún hafði hins vegar stjórn á því að leika á regluverk FIFA á nýstárlegan hátt. Þegar Ali Riley mætti í viðtölin eftir leikinn þá tók hún mikið um höfuð sitt enda enn að átta sig á þýðingu úrslita leiksins. Það gaf um leið sjónvarpsáhorfendum út um allan heim að sjá að hún var að plata forráðamenn FIFA með sínum eigin regnboga. Riley hafði nefnilega málað neglur sína í regnbogalitunum, hver nögl með sinn eigin lit. Hún reyndi vísvitandi að sína neglurnar og það var enginn vafi um að hún var þarna að senda skilaboð. Riley spilar með Angel City FC í Bandaríkjunum og félagið hennar var fljótt að benda á framtak leikmannsins. „Ali Riley (og regnboganeglur hennar) eru að brjóta Internetið,“ skrifaði Angel City á samfélagsmiðla sína undir mynd af henni. Nothing stopping Ali Riley from showing PRIDE at the World Cup this summer #FIFAWWC #Pride pic.twitter.com/FpnbFAYqtO— Women s Sports Exchange (@wsportsxchange) July 20, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira