Lék á FIFA með sínum eigin regnboga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 09:30 Tilfinningarnar flæddu hjá Ali Riley í leikslok á fyrsta sigri nýsjálenska kvennalandsliðsins á HM í fótbolta og hér má sjá í hluta af regnboganöglunum hennar. AP/Andrew Cornaga Nýja-Sjáland vann eftirminnilegan sigur í opnunarleik HM kvenna í fótbolta á dögunum en þær nýsjálensku fá ekki aðeins hrós fyrir frammistöðuna inn á vellinum. Alþjóða knattspyrnusambandið bannaði regnbogafyrirliðaböndin á HM kvenna alveg eins og sambandið gerði á HM í Katar í desember síðastliðnum. Fyrirliðarnir gátu valið úr átta mismunandi fyrirliðaböndum, sem á voru skrifuð jákvæð skilaboð, en regnbogalitirnir máttu þó hvergi sjást. Ali Riley captained New Zealand to a historic first ever World Cup win on Thursday as her team defeated Norway 1-0, but it was her nails that made headlines after the game, as well as her performance on the pitch https://t.co/TlwTQ51BHs— CNN International (@cnni) July 21, 2023 Þetta var fimmta heimsmeistaramót Nýja Sjálands en liðið hafði aldrei fagnað sigri fyrr en nú. Það og að þær voru á heimavelli gerði stundina enn stærri fyrir leikmenn liðsins sem mátti líka sjá á viðbrögðum þeirra í leikslok. Ali Riley, 35 ára fyrirliði nýsjálenska landsliðsins, átti þannig erfitt með að stjórna tilfinningum sínum eftir leikinn. Hún hafði hins vegar stjórn á því að leika á regluverk FIFA á nýstárlegan hátt. Þegar Ali Riley mætti í viðtölin eftir leikinn þá tók hún mikið um höfuð sitt enda enn að átta sig á þýðingu úrslita leiksins. Það gaf um leið sjónvarpsáhorfendum út um allan heim að sjá að hún var að plata forráðamenn FIFA með sínum eigin regnboga. Riley hafði nefnilega málað neglur sína í regnbogalitunum, hver nögl með sinn eigin lit. Hún reyndi vísvitandi að sína neglurnar og það var enginn vafi um að hún var þarna að senda skilaboð. Riley spilar með Angel City FC í Bandaríkjunum og félagið hennar var fljótt að benda á framtak leikmannsins. „Ali Riley (og regnboganeglur hennar) eru að brjóta Internetið,“ skrifaði Angel City á samfélagsmiðla sína undir mynd af henni. Nothing stopping Ali Riley from showing PRIDE at the World Cup this summer #FIFAWWC #Pride pic.twitter.com/FpnbFAYqtO— Women s Sports Exchange (@wsportsxchange) July 20, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið bannaði regnbogafyrirliðaböndin á HM kvenna alveg eins og sambandið gerði á HM í Katar í desember síðastliðnum. Fyrirliðarnir gátu valið úr átta mismunandi fyrirliðaböndum, sem á voru skrifuð jákvæð skilaboð, en regnbogalitirnir máttu þó hvergi sjást. Ali Riley captained New Zealand to a historic first ever World Cup win on Thursday as her team defeated Norway 1-0, but it was her nails that made headlines after the game, as well as her performance on the pitch https://t.co/TlwTQ51BHs— CNN International (@cnni) July 21, 2023 Þetta var fimmta heimsmeistaramót Nýja Sjálands en liðið hafði aldrei fagnað sigri fyrr en nú. Það og að þær voru á heimavelli gerði stundina enn stærri fyrir leikmenn liðsins sem mátti líka sjá á viðbrögðum þeirra í leikslok. Ali Riley, 35 ára fyrirliði nýsjálenska landsliðsins, átti þannig erfitt með að stjórna tilfinningum sínum eftir leikinn. Hún hafði hins vegar stjórn á því að leika á regluverk FIFA á nýstárlegan hátt. Þegar Ali Riley mætti í viðtölin eftir leikinn þá tók hún mikið um höfuð sitt enda enn að átta sig á þýðingu úrslita leiksins. Það gaf um leið sjónvarpsáhorfendum út um allan heim að sjá að hún var að plata forráðamenn FIFA með sínum eigin regnboga. Riley hafði nefnilega málað neglur sína í regnbogalitunum, hver nögl með sinn eigin lit. Hún reyndi vísvitandi að sína neglurnar og það var enginn vafi um að hún var þarna að senda skilaboð. Riley spilar með Angel City FC í Bandaríkjunum og félagið hennar var fljótt að benda á framtak leikmannsins. „Ali Riley (og regnboganeglur hennar) eru að brjóta Internetið,“ skrifaði Angel City á samfélagsmiðla sína undir mynd af henni. Nothing stopping Ali Riley from showing PRIDE at the World Cup this summer #FIFAWWC #Pride pic.twitter.com/FpnbFAYqtO— Women s Sports Exchange (@wsportsxchange) July 20, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira