Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 07:46 Breki segir fjölgun stöðva hafa fylgt notkun en stundum myndist álagspunktar, svo sem á stórum ferðahelgum. Orkuveita Reykjavíkur Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að. „Fólk hefur verið að hafa samband og velta fyrir sér hvað megi hlaða lengi á þessum hraðhleðslustöðum. Það hefur líka verið umræða um þetta á rafbílaspjallinu á Facebook. Þess vegna áréttum við þau tilmæli sem við höfum alltaf verið með. Að fólk hlaði nóg til að komast á næsta áfangastað. En við bönnum engum að hlaða meira,“ segir Breki Logason samskiptastjóri ON. Biðraðir á hleðslustöðvum geta verið fólki til ama. Stundum kemur fyrir að bíll á hleðslustöð er kominn upp í 100 prósent en ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Það er fúlt fyrir þá sem eru að bíða eftir að komast að. „Við hvetjum fólk til að sýna tillitssemi. Það eru margir á ferðinni núna og það myndast oft raðir,“ segir Breki. Misjafnt er hvað tekur langan tíma að hlaða rafbíl. Það fer meðal annars eftir gerð bílsins og hitastiginu. Oft tekur það um 20 til 30 mínútur að fylla bíl upp í 80 prósentin. Ekki of fáar stöðvar ON hóf uppbyggingu hleðslustöðvanets árið 2014 þegar innan við 100 rafbílar voru í landinu. Síðan þá hafa fleiri aðilar komið inn á markaðinn. Hefur það verið nefnt að hleðslustöðvarnar séu of fáar en Breki segir að fjölgun stöðva sé í takt við notkun. „Við höfum byggt stöðvarnar upp jafnt og þétt og sem betur fer eru fleiri fyrirtæki komin inn þetta,“ segir hann. „Í kerfinu hjá okkur sjáum við álagspunkta, svo sem stórar ferðahelgar og þá myndast eðlilega raðir á stöðvunum. En heilt yfir er uppbyggingin að fylgja aukinni notkun. Undanfarið hefur fjölgunin verið mikil og því höfum við verið að bæta við stöðvum og gera þær öflugri.“ Þá sé einnig í gangi átak til að biðla til fyrirtækja og annarra sem eiga lóðir að setja upp hleðslustöðvar til að létta á kerfinu. Orkuskipti Orkumál Ferðalög Bílar Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira
„Fólk hefur verið að hafa samband og velta fyrir sér hvað megi hlaða lengi á þessum hraðhleðslustöðum. Það hefur líka verið umræða um þetta á rafbílaspjallinu á Facebook. Þess vegna áréttum við þau tilmæli sem við höfum alltaf verið með. Að fólk hlaði nóg til að komast á næsta áfangastað. En við bönnum engum að hlaða meira,“ segir Breki Logason samskiptastjóri ON. Biðraðir á hleðslustöðvum geta verið fólki til ama. Stundum kemur fyrir að bíll á hleðslustöð er kominn upp í 100 prósent en ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Það er fúlt fyrir þá sem eru að bíða eftir að komast að. „Við hvetjum fólk til að sýna tillitssemi. Það eru margir á ferðinni núna og það myndast oft raðir,“ segir Breki. Misjafnt er hvað tekur langan tíma að hlaða rafbíl. Það fer meðal annars eftir gerð bílsins og hitastiginu. Oft tekur það um 20 til 30 mínútur að fylla bíl upp í 80 prósentin. Ekki of fáar stöðvar ON hóf uppbyggingu hleðslustöðvanets árið 2014 þegar innan við 100 rafbílar voru í landinu. Síðan þá hafa fleiri aðilar komið inn á markaðinn. Hefur það verið nefnt að hleðslustöðvarnar séu of fáar en Breki segir að fjölgun stöðva sé í takt við notkun. „Við höfum byggt stöðvarnar upp jafnt og þétt og sem betur fer eru fleiri fyrirtæki komin inn þetta,“ segir hann. „Í kerfinu hjá okkur sjáum við álagspunkta, svo sem stórar ferðahelgar og þá myndast eðlilega raðir á stöðvunum. En heilt yfir er uppbyggingin að fylgja aukinni notkun. Undanfarið hefur fjölgunin verið mikil og því höfum við verið að bæta við stöðvum og gera þær öflugri.“ Þá sé einnig í gangi átak til að biðla til fyrirtækja og annarra sem eiga lóðir að setja upp hleðslustöðvar til að létta á kerfinu.
Orkuskipti Orkumál Ferðalög Bílar Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Sjá meira