Gat tryggt sigurinn og sér sögulegt afrek en klúðraði víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 06:55 Christine Sinclair er nýorðin fertug og hefur spilað yfir 300 landsleiki fyrir Kanada. Hún hefði getað skorað á sjötta HM hefði hún nýtti vítaspyrnuna. Getty/Alex Pantling Tveimur leikjum er lokið á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fer fram hinum megin á hnettinum eða í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Sviss vann sinn fyrsta leik örugglega en Ólympíumeisturum Kanada mistókst að byrja mótið á sigri. Christine Sinclair mun eiga erfitt með að sofna eftir að Kanada gerði markalaust jafntefli við Nígeríu í fyrsta leiknum á degi tvö á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Sinclair lét Chiamaka Nnadozie, markvörð Nígeríu, verja frá sér vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en vítið fékk Sinclair sjálf eftir að dómarinn fékk kall í eyrað frá myndbandsdómurum leiksins. Sinclair gat þarna orðið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora á sex heimsmeistaramótum en vítið var kraftlaust og dapurt. Sinclair hafði einnig klúðrað dauðafæri í fyrri hálfleik en var ekki ætlað að skora í þessum leik. Chiamaka Nnadozie sést hér verja vítaspyrnuna frá Christine Sinclair.AP/Hamish Blair Skömmu áður en vítið var dæmt þá hafði hin kanadíska-íslenska Cloe Lacasse komið inn á sem varamaður. Lacasse náði ekki að komast á blað í sínum fyrsta leik á HM. Evelyne Viens, framherji Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, fékk einnig gott færi eftir að hafa komið líka inn á sem varamaður hjá kanadíska liðinu í seinni hálfleiknum. Nígería endaði leikinn einum færri eftir ljóta tæklingu frá Deborah Abiodun sem fékk fyrst gult spjald en varð að rauðu spjaldi eftir aðstoð Varsjárinnar. Hinn 22 ára markvörður Nigeríu stóð sig frábærlega í leiknum en hún hélt líka hreinu í sínum fyrsta leik á HM fyrir fjórum árum. Nnadozie varð þá yngsti markvörðurinn til að halda hreinu og hún varði einnig þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik Afríkleikanna 2019 þar sem Nígería varð meistari eftir vítakeppni. Fyrsta markið á mótinu í fyrri hálfleik Sviss vann 2-0 sigur á Filippseyjum í öðrum leik dagsins en þær svissnesku höfðu mikla yfirburði. Ramona Bachmann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleik en vítið var dæmt með hjálp myndbandadómara en seinna markið skoraði Seraina Piubel af stuttu færi eftir stórsókn á 64. mínútu. Markið frá Ramonu var fyrsta markið sem er skorað í fyrri hálfleik á HM í ár en þetta var fjórði leikur heimsmeistaramótsins. Tahnai Annis og Dominique Randle, leikmenn Þór/KA, fengu ekki að koma inn á völlinn í þessum leik en þær voru báðar ónotaðir varamenn. Ramona Bachmann fagnar marki sínu með Coumba Sow og fleiri liðsfélögum.AP/Matthew Gelhard HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Christine Sinclair mun eiga erfitt með að sofna eftir að Kanada gerði markalaust jafntefli við Nígeríu í fyrsta leiknum á degi tvö á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Sinclair lét Chiamaka Nnadozie, markvörð Nígeríu, verja frá sér vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en vítið fékk Sinclair sjálf eftir að dómarinn fékk kall í eyrað frá myndbandsdómurum leiksins. Sinclair gat þarna orðið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora á sex heimsmeistaramótum en vítið var kraftlaust og dapurt. Sinclair hafði einnig klúðrað dauðafæri í fyrri hálfleik en var ekki ætlað að skora í þessum leik. Chiamaka Nnadozie sést hér verja vítaspyrnuna frá Christine Sinclair.AP/Hamish Blair Skömmu áður en vítið var dæmt þá hafði hin kanadíska-íslenska Cloe Lacasse komið inn á sem varamaður. Lacasse náði ekki að komast á blað í sínum fyrsta leik á HM. Evelyne Viens, framherji Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, fékk einnig gott færi eftir að hafa komið líka inn á sem varamaður hjá kanadíska liðinu í seinni hálfleiknum. Nígería endaði leikinn einum færri eftir ljóta tæklingu frá Deborah Abiodun sem fékk fyrst gult spjald en varð að rauðu spjaldi eftir aðstoð Varsjárinnar. Hinn 22 ára markvörður Nigeríu stóð sig frábærlega í leiknum en hún hélt líka hreinu í sínum fyrsta leik á HM fyrir fjórum árum. Nnadozie varð þá yngsti markvörðurinn til að halda hreinu og hún varði einnig þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik Afríkleikanna 2019 þar sem Nígería varð meistari eftir vítakeppni. Fyrsta markið á mótinu í fyrri hálfleik Sviss vann 2-0 sigur á Filippseyjum í öðrum leik dagsins en þær svissnesku höfðu mikla yfirburði. Ramona Bachmann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleik en vítið var dæmt með hjálp myndbandadómara en seinna markið skoraði Seraina Piubel af stuttu færi eftir stórsókn á 64. mínútu. Markið frá Ramonu var fyrsta markið sem er skorað í fyrri hálfleik á HM í ár en þetta var fjórði leikur heimsmeistaramótsins. Tahnai Annis og Dominique Randle, leikmenn Þór/KA, fengu ekki að koma inn á völlinn í þessum leik en þær voru báðar ónotaðir varamenn. Ramona Bachmann fagnar marki sínu með Coumba Sow og fleiri liðsfélögum.AP/Matthew Gelhard
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti