Leikmenn með stjörnur í augum þegar Ólympíuhetja mætti óvænt á liðsfundinn Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júlí 2023 07:30 Sam Kerr er stærsta stjarna ástralska landsliðsins en hún leikur með Chelsea á Englandi. Vísir/Getty Ástralska landsliðið í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu gegn Írlandi í dag. Þjálfari liðsins kom leikmönnum þess heldur betur á óvart í síðustu viku þegar hefðbundinn liðsfundur var á dagskrá. Ástralía og Nýja Sjáland eru gestgjafar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna sem hefst í dag. Ástralía leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Írlandi og hefst leikurinn klukkan 10:00. Liðið hefur verið við undirbúning síðustu vikurnar og áhuginn heima fyrir er mikill. Til dæmis er búið að selja 80.000 miða á fyrsta leik The Mathildas eins og liðið er kallað. Umfjöllunin um liðið hefur aldrei verið jafn mikil og leikmenn liðsins hafa í raun ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fyrirmyndum í knattspyrnunni heima fyrir. Kom leikmönnum á óvart Fyrir nokkrum árum fengu leikmenn liðsins það verkefni að skrifa niður hver þeirra helsta fyrirmynd í íþróttum væri. Helmingur leikmannanna svaraði eins og sú sem oftast var nefnd var ekki knattspyrnukona. Það var Cathy Freeman, frjálsíþróttagoðsögn Ástrala sem vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Þjálfari liðsins, hinn sænski Tony Gustavsson, nýtti sér þessa staðreynd. Hann boðaði leikmenn landsliðsins á það sem þeir héldu að væri hefðbundinn liðsfundur þar sem fara ætti yfir taktík. Í stað þess steig hann til hliðar og inn gekk Freeman sjálf. A night we'll never forget Last week a very special guest paid us a visit in camp, with Olympic hero, @CathyFreeman offering guidance and inspiration to the team ahead of the biggest tournament of their lives. #Matildas pic.twitter.com/BdqpHXNtka— CommBank Matildas (@TheMatildas) July 18, 2023 „Fyrst og fremst veit ég hversu mikið hún þýðir fyrir leikmennina. Það var eðlilegt að leyfa þeim að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Gustavsson. Þeir sem sáu hlaup Freeman í Sidney árið 2000 muna eflaust enn eftir því. Freeman varð þá fyrsti íþróttamaðurinn af frumbyggjaættum til að vinna gull fyrir Ástralíu. Hún hefur verið þjóðhetja Ástrala allar götur síðan og er gríðarlega virt á meðal landsmanna. „Ég fæ ekki oft stjörnur í augun, en þegar hún gekk inn...“ Þetta bragð þjálfarans vakti mikla lukku hjá leikmönnum. Sam Kerr er stærsta stjarna liðsins og hún hefur áður rætt um í viðtölum hversu hátt skrifuð Freeman er hjá henni. Hún segir að liðið ætli sér að búa til „Cathy Freeman augnablik“ fyrir áströlsku þjóðina. „Cathy er frábær manneskja og íþróttakona. Ég fæ sjaldan stjörnur í augun en þegar hún gekk inn í herbergið...,“ sagði Kerr. „Þetta var mjög afslappað kvöld. Þegar hún kom og byrjaði að spjalla við okkur leið manni eins og hún hefði þekkt okkur í mörg ár. Það er bara persónan sem hún er, hún er með þannig nærveru. Við sátum saman, hún borðaði kvöldmat og það sem hún sagði við okkur mun lifa með okkur að eilífu.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Ástralía og Nýja Sjáland eru gestgjafar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna sem hefst í dag. Ástralía leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Írlandi og hefst leikurinn klukkan 10:00. Liðið hefur verið við undirbúning síðustu vikurnar og áhuginn heima fyrir er mikill. Til dæmis er búið að selja 80.000 miða á fyrsta leik The Mathildas eins og liðið er kallað. Umfjöllunin um liðið hefur aldrei verið jafn mikil og leikmenn liðsins hafa í raun ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fyrirmyndum í knattspyrnunni heima fyrir. Kom leikmönnum á óvart Fyrir nokkrum árum fengu leikmenn liðsins það verkefni að skrifa niður hver þeirra helsta fyrirmynd í íþróttum væri. Helmingur leikmannanna svaraði eins og sú sem oftast var nefnd var ekki knattspyrnukona. Það var Cathy Freeman, frjálsíþróttagoðsögn Ástrala sem vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Þjálfari liðsins, hinn sænski Tony Gustavsson, nýtti sér þessa staðreynd. Hann boðaði leikmenn landsliðsins á það sem þeir héldu að væri hefðbundinn liðsfundur þar sem fara ætti yfir taktík. Í stað þess steig hann til hliðar og inn gekk Freeman sjálf. A night we'll never forget Last week a very special guest paid us a visit in camp, with Olympic hero, @CathyFreeman offering guidance and inspiration to the team ahead of the biggest tournament of their lives. #Matildas pic.twitter.com/BdqpHXNtka— CommBank Matildas (@TheMatildas) July 18, 2023 „Fyrst og fremst veit ég hversu mikið hún þýðir fyrir leikmennina. Það var eðlilegt að leyfa þeim að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Gustavsson. Þeir sem sáu hlaup Freeman í Sidney árið 2000 muna eflaust enn eftir því. Freeman varð þá fyrsti íþróttamaðurinn af frumbyggjaættum til að vinna gull fyrir Ástralíu. Hún hefur verið þjóðhetja Ástrala allar götur síðan og er gríðarlega virt á meðal landsmanna. „Ég fæ ekki oft stjörnur í augun, en þegar hún gekk inn...“ Þetta bragð þjálfarans vakti mikla lukku hjá leikmönnum. Sam Kerr er stærsta stjarna liðsins og hún hefur áður rætt um í viðtölum hversu hátt skrifuð Freeman er hjá henni. Hún segir að liðið ætli sér að búa til „Cathy Freeman augnablik“ fyrir áströlsku þjóðina. „Cathy er frábær manneskja og íþróttakona. Ég fæ sjaldan stjörnur í augun en þegar hún gekk inn í herbergið...,“ sagði Kerr. „Þetta var mjög afslappað kvöld. Þegar hún kom og byrjaði að spjalla við okkur leið manni eins og hún hefði þekkt okkur í mörg ár. Það er bara persónan sem hún er, hún er með þannig nærveru. Við sátum saman, hún borðaði kvöldmat og það sem hún sagði við okkur mun lifa með okkur að eilífu.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira