Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 21:31 Úrslitaleikir Gothia Cup fara fram á Ullevi leikvanginum í Gautaborg. Vísir/Getty Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. Liðin Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó mættust í P18-aldursflokknum á Gothia Cup í dag en sænska liðið á titil að verja í aldursflokknum síðan á síðasta ári. Mótið fer fram í Gautaborg ár hvert og er eitt stærsta knattspyrnumót yngri flokka á heimsvísu. Götaholm tók 1-0 forystu snemma í leiknum í dag og þegar liðið skoraði annað mark úr vítaspyrnu með tíu mínútur eftir af leiknum brutust út slagsmál. „Þeir urðu snarbrjálaðir. Það fór allt til fjandans. Það voru leikmenn sem slógu okkar stráka beint í andlitið. Þá sló okkar leikmaður til baka og báðir fengu rautt spjald,“ sagði Dan Anderson sem er þjálfari Götaholm. Stuttu síðar varð síðan allt vitlaust á vellinum. Mexíkóska liðið átti innkast á svipuðum stað og leikmenn Götaholm voru að hita upp. Sænsku leikmennir vilja meina að leikmaður Real Morelos hafi traðkað á fæti eins leikmanna Götaholm sem þá brást við með því að slá aftan á höfuð Mexíkóans. Matchen i Gothia Cup mellan Götaholm och Atletico Real Morelos slutade i stort slagsmål. Polis tillkallades och en spelare fördes till sjukhus. Läs mer här https://t.co/04DMATriJq pic.twitter.com/SivTKq45qA— Sportbladet (@sportbladet) July 19, 2023 Dómarinn tapaði allri stjórn á aðstæðunum og fólk bættist í hópinn úr öllum áttum. „Allir hlupu, meðal annars þjálfarar í átt að okkar bekk. Það varð algjör ringulreið. Það var erfitt að sjá það sem gerðist því áhorfendur hlupu inn á völlinn sem er leiðinlegt,“ bætti Dan Anderson við. „Ég reyndi að skilja þá að sem slógust. Það gekk illa því það voru svo margir þarna.“ Lögregla var kölluð á staðinn og ástandið róaðist niður smátt og smátt. Einn leikmaður Real Morelos var fluttur á sjúkrahús og sauma þurfti sjö spor í höfuð hans. Ekki sammála um hvað orsakaði slagsmálin Í kvöld kom síðan tilkynning frá mótshöldurum þar sem greint var frá því að báðum liðum væri vísað úr keppninni. Dan Anderson segist skilja mótshaldara og þeirra ákvörðun en forsvarsmenn Atletico Real Morelos eru ósáttir við brottvikninguna. „Við erum sátt með að leikurinn sé dæmdur 3-0 okkur í óhag. Við erum ósáttir með að vera reknir úr keppni,“ sagði Tito Rojas talsmaður mexíkanska liðsins. Þjálfari Real Morelos Gianni Walberg segir að svekkelsið sé mikið því liðið hafi ferðast langa leið til að taka þátt í mótinu. „Flestir leikmannanna koma frá heimilum þar sem lítill peningur er til staðar. Þeir eru búnir að safna pening í meira en eitt ár og hlökkuðu til að spila hérna. Síðan er það ógnvekjandi að einn leikmaður hafi þurft að leita á sjúkrahús.“ Liðin eru ekki sammála um hvað kom látunum af stað. Sænska liðið segir að leikmenn Real Morelos hafi byrjað að æsa menn upp með spörkum og höggum á meðan á leiknum stóð. Gianni Walberg hefur aðra sögu að segja. „Hitt liðið var árásargjarnt. Í lokin hlupu áhorfendur inn á völlinn og byrjuðu að rífast. Tilfinningin er sú að öryggið á leiknum hafi ekki verið nægilega mikið. Mótshaldarar þurfa að geta tryggt öryggi leikmanna.“ Fótbolti Svíþjóð Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Liðin Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó mættust í P18-aldursflokknum á Gothia Cup í dag en sænska liðið á titil að verja í aldursflokknum síðan á síðasta ári. Mótið fer fram í Gautaborg ár hvert og er eitt stærsta knattspyrnumót yngri flokka á heimsvísu. Götaholm tók 1-0 forystu snemma í leiknum í dag og þegar liðið skoraði annað mark úr vítaspyrnu með tíu mínútur eftir af leiknum brutust út slagsmál. „Þeir urðu snarbrjálaðir. Það fór allt til fjandans. Það voru leikmenn sem slógu okkar stráka beint í andlitið. Þá sló okkar leikmaður til baka og báðir fengu rautt spjald,“ sagði Dan Anderson sem er þjálfari Götaholm. Stuttu síðar varð síðan allt vitlaust á vellinum. Mexíkóska liðið átti innkast á svipuðum stað og leikmenn Götaholm voru að hita upp. Sænsku leikmennir vilja meina að leikmaður Real Morelos hafi traðkað á fæti eins leikmanna Götaholm sem þá brást við með því að slá aftan á höfuð Mexíkóans. Matchen i Gothia Cup mellan Götaholm och Atletico Real Morelos slutade i stort slagsmål. Polis tillkallades och en spelare fördes till sjukhus. Läs mer här https://t.co/04DMATriJq pic.twitter.com/SivTKq45qA— Sportbladet (@sportbladet) July 19, 2023 Dómarinn tapaði allri stjórn á aðstæðunum og fólk bættist í hópinn úr öllum áttum. „Allir hlupu, meðal annars þjálfarar í átt að okkar bekk. Það varð algjör ringulreið. Það var erfitt að sjá það sem gerðist því áhorfendur hlupu inn á völlinn sem er leiðinlegt,“ bætti Dan Anderson við. „Ég reyndi að skilja þá að sem slógust. Það gekk illa því það voru svo margir þarna.“ Lögregla var kölluð á staðinn og ástandið róaðist niður smátt og smátt. Einn leikmaður Real Morelos var fluttur á sjúkrahús og sauma þurfti sjö spor í höfuð hans. Ekki sammála um hvað orsakaði slagsmálin Í kvöld kom síðan tilkynning frá mótshöldurum þar sem greint var frá því að báðum liðum væri vísað úr keppninni. Dan Anderson segist skilja mótshaldara og þeirra ákvörðun en forsvarsmenn Atletico Real Morelos eru ósáttir við brottvikninguna. „Við erum sátt með að leikurinn sé dæmdur 3-0 okkur í óhag. Við erum ósáttir með að vera reknir úr keppni,“ sagði Tito Rojas talsmaður mexíkanska liðsins. Þjálfari Real Morelos Gianni Walberg segir að svekkelsið sé mikið því liðið hafi ferðast langa leið til að taka þátt í mótinu. „Flestir leikmannanna koma frá heimilum þar sem lítill peningur er til staðar. Þeir eru búnir að safna pening í meira en eitt ár og hlökkuðu til að spila hérna. Síðan er það ógnvekjandi að einn leikmaður hafi þurft að leita á sjúkrahús.“ Liðin eru ekki sammála um hvað kom látunum af stað. Sænska liðið segir að leikmenn Real Morelos hafi byrjað að æsa menn upp með spörkum og höggum á meðan á leiknum stóð. Gianni Walberg hefur aðra sögu að segja. „Hitt liðið var árásargjarnt. Í lokin hlupu áhorfendur inn á völlinn og byrjuðu að rífast. Tilfinningin er sú að öryggið á leiknum hafi ekki verið nægilega mikið. Mótshaldarar þurfa að geta tryggt öryggi leikmanna.“
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira