Sjáðu mörkin í undirbúningsleikjum Liverpool og United Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 18:34 Donny Van De Beek fagnar marki sínu gegn Lyon í dag. Vísir/Getty Liverpool og Manchester United eru komin á fullt í undirbúningi fyrir tímabilið á Englandi og léku í dag æfingaleiki gegn Karlsruher og Lyon. Bæði lið unnu sigra í leikjum dagsins. Manchester United mætti í dag franska liðinu Lyon á Murrayfield leikvanginum í Edinborg. Mason Mount var í byrjunarliði United í dag sem stillti upp blöndu af ungum leikmönnum og mönnum með meiri reynslu. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Hollendingurinn Donny Van De Beek á 49. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu Daniel Gore. Van De Beek var einn af tíu leikmönnum sem komu inn af varamannabekknum í hálfleik. GOALLL!!! @Donny_Beek6 opens the scoring with a sweet volley #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 19, 2023 Jonny Evans var á meðal þeirra sem kom við sögu hjá United í dag en hann skrifaði undir skammtímasamning við félagið í gær. Matej Kovar lék í marki liðsins en forráðamenn United vonast til að ganga frá félagaskiptum Andre Onana sem allra fyrst. Liverpool er í æfingabúðum í Þýskalandi þessa dagana en liðið lék í dag við Karlsruher í fyrsta æfingaleik sínum þetta sumarið. Combining with @MoSalah to get us off the mark in pre-season. Love it, @Darwinn99 — Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Darwin Nunez kom Liverpool yfir strax eftir fjögurra mínútna leik en Karlsruhe komst í 2-1 með mörkum Sebastian Jung og Lars Stindl sitt hvoru megin við hálfleikinn. Karlsruher leikur í næst efstu deild í Þýskalandi og endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Nýliðinn Dominik Szoboszlai var í byrjunarliði Liverpool í dag en Alexis Mac Allister, sem Liverpool keypti frá Brighton í sumar, kom inn á í hálfleik. Jordan Henderson var ekki í leikmannahópi liðsins frekar en hinn brasilíski Fabinho. Henderson er við það að ganga til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu og Fabinho hefur verið orðaður við Al Ittihad og vantar lítið upp á svo þau félagaskipti gangi í gegn sömuleiðis. Neat turn emphatic finish pic.twitter.com/xQQWOV5hjz— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Liverpool í leiknum í dag þegar hann skoraði á 69. mínútu með skoti af markteig eftir að Diogo Jota skallaði boltann fyrir hann. Í uppbótartíma skoraði Liverpool síðan tvö mörk. Diogo Jota var þar á ferðinni í bæði skiptin og tryggði Liverpool 4-2 sigur. Liverpool mætir næst SpVgg Greauther Furth á mánudaginn. A quickfire @DiogoJota18 double to win it pic.twitter.com/3rHuCWLaNv— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Manchester United mætti í dag franska liðinu Lyon á Murrayfield leikvanginum í Edinborg. Mason Mount var í byrjunarliði United í dag sem stillti upp blöndu af ungum leikmönnum og mönnum með meiri reynslu. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Hollendingurinn Donny Van De Beek á 49. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu Daniel Gore. Van De Beek var einn af tíu leikmönnum sem komu inn af varamannabekknum í hálfleik. GOALLL!!! @Donny_Beek6 opens the scoring with a sweet volley #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 19, 2023 Jonny Evans var á meðal þeirra sem kom við sögu hjá United í dag en hann skrifaði undir skammtímasamning við félagið í gær. Matej Kovar lék í marki liðsins en forráðamenn United vonast til að ganga frá félagaskiptum Andre Onana sem allra fyrst. Liverpool er í æfingabúðum í Þýskalandi þessa dagana en liðið lék í dag við Karlsruher í fyrsta æfingaleik sínum þetta sumarið. Combining with @MoSalah to get us off the mark in pre-season. Love it, @Darwinn99 — Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Darwin Nunez kom Liverpool yfir strax eftir fjögurra mínútna leik en Karlsruhe komst í 2-1 með mörkum Sebastian Jung og Lars Stindl sitt hvoru megin við hálfleikinn. Karlsruher leikur í næst efstu deild í Þýskalandi og endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Nýliðinn Dominik Szoboszlai var í byrjunarliði Liverpool í dag en Alexis Mac Allister, sem Liverpool keypti frá Brighton í sumar, kom inn á í hálfleik. Jordan Henderson var ekki í leikmannahópi liðsins frekar en hinn brasilíski Fabinho. Henderson er við það að ganga til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu og Fabinho hefur verið orðaður við Al Ittihad og vantar lítið upp á svo þau félagaskipti gangi í gegn sömuleiðis. Neat turn emphatic finish pic.twitter.com/xQQWOV5hjz— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Liverpool í leiknum í dag þegar hann skoraði á 69. mínútu með skoti af markteig eftir að Diogo Jota skallaði boltann fyrir hann. Í uppbótartíma skoraði Liverpool síðan tvö mörk. Diogo Jota var þar á ferðinni í bæði skiptin og tryggði Liverpool 4-2 sigur. Liverpool mætir næst SpVgg Greauther Furth á mánudaginn. A quickfire @DiogoJota18 double to win it pic.twitter.com/3rHuCWLaNv— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira