Nýjar íslenskar kartöflur bestar með smjöri og salti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2023 20:04 Börn eru mjög hrifin af nýjum kartöflum, ekki síður en fullorðnir. Hér eru þau frá vinstri, Ólöf Edda Helgadóttir 3 ára, Ólafur Kolbeinn Eiríksson 8 ára, Rúnar Atli Helgason 6 ára og Björgvin Geir Sigurðarson 11 ára að smakka í dag á nýju kartöflunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu íslensku kartöflur sumarsins í Þykkvabænum voru teknar upp í dag og fara strax í verslanir. Bestar þykja þær nýsoðnar með smjöri og salti segja kartöflubændur. Það voru kartöflubændurnir í Vesturholtum, sem byrjuðu að taka upp í dag, bræðurnir Helgi og Birkir Ármannssynir með sína aðstoðarmenn á upptökuvélinni á færibandinu. „Mér list bara glimrandi vel á þetta, þetta lítur bara mjög vel út. Kartöflurnar eru ljómandi fínar og fallegar, það er ekki annað hægt að segja,” segir Helgi. Helgi segir að vorið hafa verið bændum erfitt, mikil bleyta og kuldi en síðustu vikur hafi gert gæfumuninn með sprettuna með góðum hita. „Nú fara þær í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þær voru þvegnar seinni partinn í dag og þá fara þær með bíl í fyrramálið og koma í búðir upp úr hádegi á morgun.” Bræðurnir Helgi (t.v. )og Birkir Ármannssynir í einum kartöflugarðinum en þeir rækta kartöflur, ásamt foreldrum sínum á um 45 hekturum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru 11 fjölskyldur í Þykkvabæ í kartöflurækt og því mikil törn fram undan hjá bændum og búaliði að taka upp kartöflur. En erum við dugleg að borða kartöflur eða eigum við að vera duglegri? „Við mættum alveg vera duglegri en það er bara kannski svo mikið að gera hjá öllum. Nei, nei, þetta gengur bara ágætlega, Íslendingar vilja íslenskar kartöflur,” segir Helgi. Unnið á færibandinu en nýju kartöflurnar úr Þykkvabæ verða komnar í verslanir á morgun miðvikudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var ekki hægt að koma í Þykkvabæ án þess að fá að smakka nýjar kartöflur en bræðurnir eru sammála um að þær séu bestar nýsoðnar með smjöri og salti. Nýjar kartöflur þykja sérstaklega góðar með smjöri og salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Kartöflurækt Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Það voru kartöflubændurnir í Vesturholtum, sem byrjuðu að taka upp í dag, bræðurnir Helgi og Birkir Ármannssynir með sína aðstoðarmenn á upptökuvélinni á færibandinu. „Mér list bara glimrandi vel á þetta, þetta lítur bara mjög vel út. Kartöflurnar eru ljómandi fínar og fallegar, það er ekki annað hægt að segja,” segir Helgi. Helgi segir að vorið hafa verið bændum erfitt, mikil bleyta og kuldi en síðustu vikur hafi gert gæfumuninn með sprettuna með góðum hita. „Nú fara þær í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þær voru þvegnar seinni partinn í dag og þá fara þær með bíl í fyrramálið og koma í búðir upp úr hádegi á morgun.” Bræðurnir Helgi (t.v. )og Birkir Ármannssynir í einum kartöflugarðinum en þeir rækta kartöflur, ásamt foreldrum sínum á um 45 hekturum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru 11 fjölskyldur í Þykkvabæ í kartöflurækt og því mikil törn fram undan hjá bændum og búaliði að taka upp kartöflur. En erum við dugleg að borða kartöflur eða eigum við að vera duglegri? „Við mættum alveg vera duglegri en það er bara kannski svo mikið að gera hjá öllum. Nei, nei, þetta gengur bara ágætlega, Íslendingar vilja íslenskar kartöflur,” segir Helgi. Unnið á færibandinu en nýju kartöflurnar úr Þykkvabæ verða komnar í verslanir á morgun miðvikudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var ekki hægt að koma í Þykkvabæ án þess að fá að smakka nýjar kartöflur en bræðurnir eru sammála um að þær séu bestar nýsoðnar með smjöri og salti. Nýjar kartöflur þykja sérstaklega góðar með smjöri og salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Kartöflurækt Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira