Katrín Jakobsdóttir kynnir stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum Máni Snær Þorláksson skrifar 18. júlí 2023 18:35 Frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Staða Íslands og vinna í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verður kynnt á árlegum ráðherrafundi um sjálfbæra þróun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn hefst klukkan 19:00. Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni flytja myndbandsávarp og þá munu Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi á sviði sjálfbærrar þróunar, og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, einnig flytja ávörp. Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar hjá forsætisráðuneytinu, fer fyrir sendinefnd Íslands og svarar spurningum úr sal í kjölfar kynningarinnar. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan. „Gildistími heimsmarkmiðanna er nú hálfnaður og okkur miðar of hægt áfram. Ríki heims þurfa að auka metnað sinn aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna. Ísland hefur tekið nokkur afgerandi skref frá því síðasta stöðuskýrsla var kynnt árið 2019 og má þar til að mynda nefna stofnun Sjálfbærs Íslands og sjálfbærniráðs. Á þeim vettvangi stendur nú yfir vinna við mótun innlendrar stefnu um sjálfbæra þróun, með heimsmarkmiðin að leiðarljósi, og stefnum við á að ljúka þeirri vinnu fyrir lok þessa árs,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ráðherrafundurinn (e. High Level Political Forum, HLPF) er hinn eiginlegi eftirfylgnivettvangur Sameinuðu þjóðanna með heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Þar gefst ríkjum tækifæri til þess að leggja fram landrýniskýrslur (e. Voluntary National Reviews, VNRs) þar sem þau greina frá stöðu sinni og aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna og kynna niðurstöðurnar á fundinum. Mælst er til þess að ríki geri þetta að minnsta kosti þrisvar sinnum á gildistíma markmiðanna og var þetta í annað sinn sem Ísland skilar inn skýrslu og kynnir sínar niðurstöður. Í skýrslunni er meðal annars að finna mat stjórnvalda á stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum og til samanburðar er þar einnig að finna stöðumat frjálsra félagasamtaka. Í henni er einnig að finna kafla sem skrifaðir voru af ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands.
Þar kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni flytja myndbandsávarp og þá munu Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi á sviði sjálfbærrar þróunar, og Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, einnig flytja ávörp. Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar hjá forsætisráðuneytinu, fer fyrir sendinefnd Íslands og svarar spurningum úr sal í kjölfar kynningarinnar. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan. „Gildistími heimsmarkmiðanna er nú hálfnaður og okkur miðar of hægt áfram. Ríki heims þurfa að auka metnað sinn aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna. Ísland hefur tekið nokkur afgerandi skref frá því síðasta stöðuskýrsla var kynnt árið 2019 og má þar til að mynda nefna stofnun Sjálfbærs Íslands og sjálfbærniráðs. Á þeim vettvangi stendur nú yfir vinna við mótun innlendrar stefnu um sjálfbæra þróun, með heimsmarkmiðin að leiðarljósi, og stefnum við á að ljúka þeirri vinnu fyrir lok þessa árs,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ráðherrafundurinn (e. High Level Political Forum, HLPF) er hinn eiginlegi eftirfylgnivettvangur Sameinuðu þjóðanna með heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Þar gefst ríkjum tækifæri til þess að leggja fram landrýniskýrslur (e. Voluntary National Reviews, VNRs) þar sem þau greina frá stöðu sinni og aðgerðum í þágu heimsmarkmiðanna og kynna niðurstöðurnar á fundinum. Mælst er til þess að ríki geri þetta að minnsta kosti þrisvar sinnum á gildistíma markmiðanna og var þetta í annað sinn sem Ísland skilar inn skýrslu og kynnir sínar niðurstöður. Í skýrslunni er meðal annars að finna mat stjórnvalda á stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum og til samanburðar er þar einnig að finna stöðumat frjálsra félagasamtaka. Í henni er einnig að finna kafla sem skrifaðir voru af ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands.
Stjórnsýsla Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira