ÍA datt í gullpottinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2023 09:00 Formaður Knattspyrnufélags ÍA segir að peningurinn sem félagið fær vegna kaupa Lille á Hákoni Arnari fari í að bæta innviði félagsins. Lille/ÍA Peningurinn sem ÍA fær í sinn vasa eftir að franska knattspyrnufélagið Lille borgaði í kringum tvo og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir Hákon Arnar Haraldsson fer í að byggja upp félagið og bæta leikmenn þess. Þetta staðfesti Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, í viðtali við Vísi. Hákon Arnar er uppalinn Skagamaður og þó hann hafi ekki náð að spila mikið með aðalliði félagsins þá ól hann manninn á Akranesi áður en haldið var í víking til Kaupmannahafnar. Þar blómstraði hann allsvakalega, varð tvívegis Danmerkurmeistari ásamt því að verða bikarmeistari og spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Umtalsverðar fjárhæðir“ Eftir magnaðar frammistöður með FC Kaupmannahöfn var hann seldur til Frakklands á upphæð sem er talin vera tæpir tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Vísir hefur heimildir fyrir því að ÍA fái tæp 20 prósent af þeirri upphæð eða um 500 milljónir íslenskra króna. Eggert gat þó ekki staðfest það en sagði þó að ÍA fengi „umtalsverðar fjárhæðir“ vegna sölunnar. „Hef ekki séð greiðsluflæðið á þessum samning enn en hafandi verið í kringum þetta þá veit ég að svona greiðslur koma oftast nær í nokkrum greiðslum. Kemur venjulega á tveggja til þriggja ára tímabili, jafnvel fjögurra.“ Fer í uppbyggingu félagsins „Við höfum gefið það út að markmiðið er að halda áfram að þróa ÍA sem félag. Við viljum bæta þjálfun, bæta innviði og aðstöðu. Munum því einblína á að bæta það. ÍA er ekki að fara kaupa leikmenn fyrir þennan pening.“ „Við viljum bæta þjálfun ungra drengja og stúlkna til framtíðar, það er það sem við viljum. Viljum byggja upp félagið og bæta okkar fólk.“ ÍA hefur undanfarin misseri gert vel í að selja leikmenn erlendis. Nýjasta dæmið er Daníel Ingi Jóhannesson en hann samdi við FC Nordsjælland og mun því búa í sömu borg og eldri bróðir sinn, Ísak Bergmann, sem spilar með FCK. Fari svo að Daníel Ingi blómstri erlendis og verði seldur áfram þá mun ÍA einnig hagnast ágætlega á þeirri sölu. „Við höfum gert það við nánast alla leikmennina sem við seldum erlendis, höfum verið að semja um hluta af áframhaldandi sölu. Um leið og við eigum sögu um leikmenn sem hafa náð árangri þá hjálpar það öllu, bæði söluna sjálfa og svo áframsöluna.“ Eggert nefndi til að mynda Arnór Sigurðsson sem samdi nýverið við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Einnig má nefna Stefán Teit Þórðarson sem leikur með Silkeborg í Danmörku og Bjarka Stein Bjarkason sem ÍA fékk frá Aftureldingu og seldi til Ítalíu. „Akranes er frábær staður til að taka næsta skref. Okkur langar að búa til framúrskarandi umgjörð og aðstöðu,“ sagði Eggert að endingu og ljóst er að Hákons-peningurinn aðstoðar við það. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Hákon Arnar er uppalinn Skagamaður og þó hann hafi ekki náð að spila mikið með aðalliði félagsins þá ól hann manninn á Akranesi áður en haldið var í víking til Kaupmannahafnar. Þar blómstraði hann allsvakalega, varð tvívegis Danmerkurmeistari ásamt því að verða bikarmeistari og spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Umtalsverðar fjárhæðir“ Eftir magnaðar frammistöður með FC Kaupmannahöfn var hann seldur til Frakklands á upphæð sem er talin vera tæpir tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Vísir hefur heimildir fyrir því að ÍA fái tæp 20 prósent af þeirri upphæð eða um 500 milljónir íslenskra króna. Eggert gat þó ekki staðfest það en sagði þó að ÍA fengi „umtalsverðar fjárhæðir“ vegna sölunnar. „Hef ekki séð greiðsluflæðið á þessum samning enn en hafandi verið í kringum þetta þá veit ég að svona greiðslur koma oftast nær í nokkrum greiðslum. Kemur venjulega á tveggja til þriggja ára tímabili, jafnvel fjögurra.“ Fer í uppbyggingu félagsins „Við höfum gefið það út að markmiðið er að halda áfram að þróa ÍA sem félag. Við viljum bæta þjálfun, bæta innviði og aðstöðu. Munum því einblína á að bæta það. ÍA er ekki að fara kaupa leikmenn fyrir þennan pening.“ „Við viljum bæta þjálfun ungra drengja og stúlkna til framtíðar, það er það sem við viljum. Viljum byggja upp félagið og bæta okkar fólk.“ ÍA hefur undanfarin misseri gert vel í að selja leikmenn erlendis. Nýjasta dæmið er Daníel Ingi Jóhannesson en hann samdi við FC Nordsjælland og mun því búa í sömu borg og eldri bróðir sinn, Ísak Bergmann, sem spilar með FCK. Fari svo að Daníel Ingi blómstri erlendis og verði seldur áfram þá mun ÍA einnig hagnast ágætlega á þeirri sölu. „Við höfum gert það við nánast alla leikmennina sem við seldum erlendis, höfum verið að semja um hluta af áframhaldandi sölu. Um leið og við eigum sögu um leikmenn sem hafa náð árangri þá hjálpar það öllu, bæði söluna sjálfa og svo áframsöluna.“ Eggert nefndi til að mynda Arnór Sigurðsson sem samdi nýverið við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Einnig má nefna Stefán Teit Þórðarson sem leikur með Silkeborg í Danmörku og Bjarka Stein Bjarkason sem ÍA fékk frá Aftureldingu og seldi til Ítalíu. „Akranes er frábær staður til að taka næsta skref. Okkur langar að búa til framúrskarandi umgjörð og aðstöðu,“ sagði Eggert að endingu og ljóst er að Hákons-peningurinn aðstoðar við það.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti