ÍA datt í gullpottinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2023 09:00 Formaður Knattspyrnufélags ÍA segir að peningurinn sem félagið fær vegna kaupa Lille á Hákoni Arnari fari í að bæta innviði félagsins. Lille/ÍA Peningurinn sem ÍA fær í sinn vasa eftir að franska knattspyrnufélagið Lille borgaði í kringum tvo og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir Hákon Arnar Haraldsson fer í að byggja upp félagið og bæta leikmenn þess. Þetta staðfesti Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, í viðtali við Vísi. Hákon Arnar er uppalinn Skagamaður og þó hann hafi ekki náð að spila mikið með aðalliði félagsins þá ól hann manninn á Akranesi áður en haldið var í víking til Kaupmannahafnar. Þar blómstraði hann allsvakalega, varð tvívegis Danmerkurmeistari ásamt því að verða bikarmeistari og spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Umtalsverðar fjárhæðir“ Eftir magnaðar frammistöður með FC Kaupmannahöfn var hann seldur til Frakklands á upphæð sem er talin vera tæpir tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Vísir hefur heimildir fyrir því að ÍA fái tæp 20 prósent af þeirri upphæð eða um 500 milljónir íslenskra króna. Eggert gat þó ekki staðfest það en sagði þó að ÍA fengi „umtalsverðar fjárhæðir“ vegna sölunnar. „Hef ekki séð greiðsluflæðið á þessum samning enn en hafandi verið í kringum þetta þá veit ég að svona greiðslur koma oftast nær í nokkrum greiðslum. Kemur venjulega á tveggja til þriggja ára tímabili, jafnvel fjögurra.“ Fer í uppbyggingu félagsins „Við höfum gefið það út að markmiðið er að halda áfram að þróa ÍA sem félag. Við viljum bæta þjálfun, bæta innviði og aðstöðu. Munum því einblína á að bæta það. ÍA er ekki að fara kaupa leikmenn fyrir þennan pening.“ „Við viljum bæta þjálfun ungra drengja og stúlkna til framtíðar, það er það sem við viljum. Viljum byggja upp félagið og bæta okkar fólk.“ ÍA hefur undanfarin misseri gert vel í að selja leikmenn erlendis. Nýjasta dæmið er Daníel Ingi Jóhannesson en hann samdi við FC Nordsjælland og mun því búa í sömu borg og eldri bróðir sinn, Ísak Bergmann, sem spilar með FCK. Fari svo að Daníel Ingi blómstri erlendis og verði seldur áfram þá mun ÍA einnig hagnast ágætlega á þeirri sölu. „Við höfum gert það við nánast alla leikmennina sem við seldum erlendis, höfum verið að semja um hluta af áframhaldandi sölu. Um leið og við eigum sögu um leikmenn sem hafa náð árangri þá hjálpar það öllu, bæði söluna sjálfa og svo áframsöluna.“ Eggert nefndi til að mynda Arnór Sigurðsson sem samdi nýverið við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Einnig má nefna Stefán Teit Þórðarson sem leikur með Silkeborg í Danmörku og Bjarka Stein Bjarkason sem ÍA fékk frá Aftureldingu og seldi til Ítalíu. „Akranes er frábær staður til að taka næsta skref. Okkur langar að búa til framúrskarandi umgjörð og aðstöðu,“ sagði Eggert að endingu og ljóst er að Hákons-peningurinn aðstoðar við það. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Hákon Arnar er uppalinn Skagamaður og þó hann hafi ekki náð að spila mikið með aðalliði félagsins þá ól hann manninn á Akranesi áður en haldið var í víking til Kaupmannahafnar. Þar blómstraði hann allsvakalega, varð tvívegis Danmerkurmeistari ásamt því að verða bikarmeistari og spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Umtalsverðar fjárhæðir“ Eftir magnaðar frammistöður með FC Kaupmannahöfn var hann seldur til Frakklands á upphæð sem er talin vera tæpir tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Vísir hefur heimildir fyrir því að ÍA fái tæp 20 prósent af þeirri upphæð eða um 500 milljónir íslenskra króna. Eggert gat þó ekki staðfest það en sagði þó að ÍA fengi „umtalsverðar fjárhæðir“ vegna sölunnar. „Hef ekki séð greiðsluflæðið á þessum samning enn en hafandi verið í kringum þetta þá veit ég að svona greiðslur koma oftast nær í nokkrum greiðslum. Kemur venjulega á tveggja til þriggja ára tímabili, jafnvel fjögurra.“ Fer í uppbyggingu félagsins „Við höfum gefið það út að markmiðið er að halda áfram að þróa ÍA sem félag. Við viljum bæta þjálfun, bæta innviði og aðstöðu. Munum því einblína á að bæta það. ÍA er ekki að fara kaupa leikmenn fyrir þennan pening.“ „Við viljum bæta þjálfun ungra drengja og stúlkna til framtíðar, það er það sem við viljum. Viljum byggja upp félagið og bæta okkar fólk.“ ÍA hefur undanfarin misseri gert vel í að selja leikmenn erlendis. Nýjasta dæmið er Daníel Ingi Jóhannesson en hann samdi við FC Nordsjælland og mun því búa í sömu borg og eldri bróðir sinn, Ísak Bergmann, sem spilar með FCK. Fari svo að Daníel Ingi blómstri erlendis og verði seldur áfram þá mun ÍA einnig hagnast ágætlega á þeirri sölu. „Við höfum gert það við nánast alla leikmennina sem við seldum erlendis, höfum verið að semja um hluta af áframhaldandi sölu. Um leið og við eigum sögu um leikmenn sem hafa náð árangri þá hjálpar það öllu, bæði söluna sjálfa og svo áframsöluna.“ Eggert nefndi til að mynda Arnór Sigurðsson sem samdi nýverið við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Einnig má nefna Stefán Teit Þórðarson sem leikur með Silkeborg í Danmörku og Bjarka Stein Bjarkason sem ÍA fékk frá Aftureldingu og seldi til Ítalíu. „Akranes er frábær staður til að taka næsta skref. Okkur langar að búa til framúrskarandi umgjörð og aðstöðu,“ sagði Eggert að endingu og ljóst er að Hákons-peningurinn aðstoðar við það.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla ÍA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira