Vilja færa höfuðstöðvar Landsvirkjunar til Hellu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. júlí 2023 12:35 Í höfuðstöðvunum starfa um 180 manns en á Hellu búa innan við 900. Byggðarráð Rangárþings ytra hefur sent áskorun á stjórn Landsvirkjunar, ráðherra og þingmenn að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsvirkjunar á Hellu. Landsvirkjun flytur nú úr mygluðu húsnæði á Háaleitisbraut. „Við erum búin að henda þessu út í kosmósið,“ segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Þessi starfsemi getur verið hvar sem er og Hella er í hjarta orkuvinnslu á svæði Landsvirkjunar á Suðurlandi. Því svæði sem er í mestri uppbyggingu í framtíðinni.“ Í fyrrahaust fannst mygla í húsnæði Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Þegar málið var rannsakað frekar kom í ljós að umfangið var töluvert og var starfsemin því flutt úr húsinu í skrifstofuhúsnæði víðs vegar í Reykjavík, svo sem í Grósku og á Hafnartorgi. Þann 1. júlí var húsnæðinu við Háaleitisbraut lokað. Höfuðstöðvarnar hafa nú verið fluttar tímabundið í Katrínartún 2 og fyrstu starfsmennirnir eru komnir þangað. Alls starfa um 180 starfsmenn í höfuðstöðvunum. „Það er mikils virði að tímabundin lausn hafi fundist á húsnæðismálum Landsvirkjunar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri í tilkynningu þann 30. júní. „En nú þarf einfaldlega að meta hvort borgi sig að gera endurbætur á gamla húsnæðinu eða hvort finna þurfi nýtt framtíðarhúsnæði fyrir fyrirtækið.“ Starfsemin þarf 5 til 6 þúsund fermetra rými. „Hver vegna ekki?“ „Hver vegna ekki?“ segir Jón aðspurður um hvers vegna ætti að flytja höfuðstöðvarnar á Hellu. En þar búa innan við 900 manns og innan við 1.900 í sveitarfélaginu öllu. „Orkufyrirtæki eru yfirleitt með sínar höfuðstöðvar þar sem orkan er framleidd. Þarna verða verðmætin til. Þarna eru verðmætu störfin,“ segir Jón og nefnir að bærinn Hella sé ekki ein undir heldur Suðurlandið allt. Þá sé Hella svo gott sem að verða úthverfi frá höfuðborgarsvæðinu. „Suðurlandið er með allt sem þarf til að hýsa aðalstarfsemi Landsvirkjunar,“ segir hann. Þingmenn tekið vel í erindið Hugmyndin er ekki ný af nálinni. Hún var meðal annars sett fram sem bókun í orkunýtingarstefnu Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, árið 2017. Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Byggðarráð Rangárþings ítrekaði þetta fyrir skemmstu. Í bókun þess segir: „Byggðarráð Rangárþings ytra beinir því til stjórnar Landsvirkjunar að skoðað verði að höfuðstöðvar Landsvirkjunar verði fluttar á Hellu að hluta eða öllu leyti. Fyrirtækið er í eigu þjóðarinnar allrar og það á ekki að vera náttúrulögmál að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu í Reykjavík. Slík framkvæmd væri til þess fallin að nærsamfélagið njóti betur auðlinda sinna þar sem um 60% af framleiðslu fyrirtækisins verður til á Suðurlandi. Einnig væri þessi aðgerð í takt við orkunýtingarstefnu SASS 2017-2030.“ Var hún samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda áskorun til Landsvirkjunar og annarra sem málið varða. Jón segir að áskorunin hafi nú þegar verið send á stjórn Landsvirkjunar. Einnig Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra og þingmenn. Hann segir að nokkrir þingmenn hafi þegar tekið vel í áskorunina. Rangárþing ytra Orkumál Landsvirkjun Byggðamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Við erum búin að henda þessu út í kosmósið,“ segir Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Þessi starfsemi getur verið hvar sem er og Hella er í hjarta orkuvinnslu á svæði Landsvirkjunar á Suðurlandi. Því svæði sem er í mestri uppbyggingu í framtíðinni.“ Í fyrrahaust fannst mygla í húsnæði Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Þegar málið var rannsakað frekar kom í ljós að umfangið var töluvert og var starfsemin því flutt úr húsinu í skrifstofuhúsnæði víðs vegar í Reykjavík, svo sem í Grósku og á Hafnartorgi. Þann 1. júlí var húsnæðinu við Háaleitisbraut lokað. Höfuðstöðvarnar hafa nú verið fluttar tímabundið í Katrínartún 2 og fyrstu starfsmennirnir eru komnir þangað. Alls starfa um 180 starfsmenn í höfuðstöðvunum. „Það er mikils virði að tímabundin lausn hafi fundist á húsnæðismálum Landsvirkjunar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri í tilkynningu þann 30. júní. „En nú þarf einfaldlega að meta hvort borgi sig að gera endurbætur á gamla húsnæðinu eða hvort finna þurfi nýtt framtíðarhúsnæði fyrir fyrirtækið.“ Starfsemin þarf 5 til 6 þúsund fermetra rými. „Hver vegna ekki?“ „Hver vegna ekki?“ segir Jón aðspurður um hvers vegna ætti að flytja höfuðstöðvarnar á Hellu. En þar búa innan við 900 manns og innan við 1.900 í sveitarfélaginu öllu. „Orkufyrirtæki eru yfirleitt með sínar höfuðstöðvar þar sem orkan er framleidd. Þarna verða verðmætin til. Þarna eru verðmætu störfin,“ segir Jón og nefnir að bærinn Hella sé ekki ein undir heldur Suðurlandið allt. Þá sé Hella svo gott sem að verða úthverfi frá höfuðborgarsvæðinu. „Suðurlandið er með allt sem þarf til að hýsa aðalstarfsemi Landsvirkjunar,“ segir hann. Þingmenn tekið vel í erindið Hugmyndin er ekki ný af nálinni. Hún var meðal annars sett fram sem bókun í orkunýtingarstefnu Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, árið 2017. Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Rangárþings ytra.Magnús Hlynur Byggðarráð Rangárþings ítrekaði þetta fyrir skemmstu. Í bókun þess segir: „Byggðarráð Rangárþings ytra beinir því til stjórnar Landsvirkjunar að skoðað verði að höfuðstöðvar Landsvirkjunar verði fluttar á Hellu að hluta eða öllu leyti. Fyrirtækið er í eigu þjóðarinnar allrar og það á ekki að vera náttúrulögmál að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu í Reykjavík. Slík framkvæmd væri til þess fallin að nærsamfélagið njóti betur auðlinda sinna þar sem um 60% af framleiðslu fyrirtækisins verður til á Suðurlandi. Einnig væri þessi aðgerð í takt við orkunýtingarstefnu SASS 2017-2030.“ Var hún samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda áskorun til Landsvirkjunar og annarra sem málið varða. Jón segir að áskorunin hafi nú þegar verið send á stjórn Landsvirkjunar. Einnig Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra og þingmenn. Hann segir að nokkrir þingmenn hafi þegar tekið vel í áskorunina.
Rangárþing ytra Orkumál Landsvirkjun Byggðamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira