Tónlist

Ætla að trylla lýðinn á Krúttinu

Boði Logason skrifar
Dagur og Einar Örn ætla að skemmta gestum og gangandi á Blönduósi á laugardagskvöldið næstkomandi.
Dagur og Einar Örn ætla að skemmta gestum og gangandi á Blönduósi á laugardagskvöldið næstkomandi. Vísir

Það verður sannkölluð tónlistarveisla á Blönduósi næstkomandi laugardagskvöld þegar þeir Dagur Sigurðsson og Einar Örn Jónsson verða með tónleika á nýjum tónleikastað í gamla bænum, Krúttinu á Hóteli Blönduósi.

Einar Örn segir í samtali við Vísi að búast megi við alvöru sumar-stemmingu. „Þetta verður partý-singalong-gæsahúðarstemming. Við ætlum að flytja bestu lög tónlistarsögunnar, kraftballöður, rokkslagara, íslenskt og útlenskt. Bowie, Bítlana, Billy Joel, Bó, Queen, Gunnar Þórðar, Elton, Magga Eiríks, Eyfa og svo framvegis, ég gæti haldið áfram endalaust,“ segir Einar Örn.

Dúettin hefur komið fram nokkrum sinnum áður en báðir hafa þeir getið sér gott orð í tónlistarbransanum hér á landi. Dagur sló í gegn þegar hann sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna. Hann var svo hársbreidd frá því að vinna Söngvakeppnina árið 2018 með laginu Í stormi. 

Einar Örn, sem alinn er upp á Blönduósi, hefur átt farsælan feril í poppinu og er helst þekktur fyrir hljómborðsleik með Í svörtum fötum. Hann er einnig forsprakki hljómsveitarinnar Löður sem hefur sent frá sér nýtt efni á síðustu misserum.

Hægt er að nálgast miða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×