Tík bjargað úr klettum Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2023 12:40 Tíkin Mýsla er komin aftur til eiganda síns. Landsbjörg Síðdegis í gær voru tíkin Mýsla og eigandi hennar á ferð um Einstakafjall þar sem eigandi Mýslu var að taka ljósmyndir. Á meðan hann tók myndir hljóp Mýsla frá honum og hvarf niður fyrir klettabrún. „Einstakafjall er á milli Vöðlavíkur og Sandvíkur á Austurlandi. Þar sem eigandi Mýslu er að ljósmynda þá fegurð sem Austfirsku alparnir bjóða upp á, hleypur Mýsla frá honum og hann sér hana hverfa niður fyrir klettabrún. Eigandi Mýslu reyndi að ná til hennar, en þegar hann fann að hann var að komast í sjálfheldu, hörfaði hann upp á brún og óskaði eftir aðstoð,“ segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað hafi farið á vettvang og tíkin sést fljótlega í klettarák, um sjötíu metrum fyrir neðan brún, þaðan sem hún gat sig hvergi hreyft. Mýsla hafi þá þvælst eitthvað eftir klettasillum og hugsanlega fallið eitthvað niður. Fjöldi björgunarsveitamanna kom að aðgerðunum í gær.Landsbjörg Björgunarsveitir hafi sett upp fjallabjörgunarbúnað á brúninni, en það hafi verið eina leiðin til að komast að Mýslu. Björgunarmaður hafi svo sigið niður þessa sjötíu metra til Mýslu, sem hafi verið vægast sagt mjög fegin að sjá einhvern á leið til hennar, svo fegin að hún hafi reynt að komast upp klettana til björgunarmanns þegar hann var alveg að komast niður til hennar. „Þegar björgunarmaður var komin á silluna til Mýslu og Mýsla hafði heilsað að hundasið, var henni boðið far upp á brún í bakpoka björgunarmanns, sem hún þáði. Ferðin upp gekk áfallalaust og var Mýsla býsna glöð að komast upp á brún og hitta eiganda sinn aftur, eftir að hafa mátt dúsa á klettasillunni í einhverja klukkutíma.“ Alls hafi 23 björgunarsveitarmenn komið að aðgerðinni, sem lauk farsællega. Hundar Björgunarsveitir Fjarðabyggð Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
„Einstakafjall er á milli Vöðlavíkur og Sandvíkur á Austurlandi. Þar sem eigandi Mýslu er að ljósmynda þá fegurð sem Austfirsku alparnir bjóða upp á, hleypur Mýsla frá honum og hann sér hana hverfa niður fyrir klettabrún. Eigandi Mýslu reyndi að ná til hennar, en þegar hann fann að hann var að komast í sjálfheldu, hörfaði hann upp á brún og óskaði eftir aðstoð,“ segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað hafi farið á vettvang og tíkin sést fljótlega í klettarák, um sjötíu metrum fyrir neðan brún, þaðan sem hún gat sig hvergi hreyft. Mýsla hafi þá þvælst eitthvað eftir klettasillum og hugsanlega fallið eitthvað niður. Fjöldi björgunarsveitamanna kom að aðgerðunum í gær.Landsbjörg Björgunarsveitir hafi sett upp fjallabjörgunarbúnað á brúninni, en það hafi verið eina leiðin til að komast að Mýslu. Björgunarmaður hafi svo sigið niður þessa sjötíu metra til Mýslu, sem hafi verið vægast sagt mjög fegin að sjá einhvern á leið til hennar, svo fegin að hún hafi reynt að komast upp klettana til björgunarmanns þegar hann var alveg að komast niður til hennar. „Þegar björgunarmaður var komin á silluna til Mýslu og Mýsla hafði heilsað að hundasið, var henni boðið far upp á brún í bakpoka björgunarmanns, sem hún þáði. Ferðin upp gekk áfallalaust og var Mýsla býsna glöð að komast upp á brún og hitta eiganda sinn aftur, eftir að hafa mátt dúsa á klettasillunni í einhverja klukkutíma.“ Alls hafi 23 björgunarsveitarmenn komið að aðgerðinni, sem lauk farsællega.
Hundar Björgunarsveitir Fjarðabyggð Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira