Eldur kviknaði í skúr í Stekkjarbakka Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 07:45 Slökkviliðið berst við eldinn sem kviknaði í skúrnum. Aðsent/Viktor Freyr A. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans. Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, varðstjóri hjá aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var á leið heim eftir vaktaskipti þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir að slökkviliðið hafi fengið útkall rétt yfir þrjú í nótt um að kviknað væri í skúr í Stekkjarbakka. Starfi slökkviliðsins í Stekkjarbakka lauk upp úr sex.Aðsent/Viktor Freyr A. „Svo þegar fyrsta stöðin kemur á vettvang þá sér hún að þetta er mikill eldur þannig hún kallar eftir aðstoð. Þetta hús var fullt af drasli og erfitt að eiga við það. Mikill eldsmatur í þessu þannig það tók töluverðan tíma að slökkva í þessu,“ sagði Þorsteinn. „En það var engin hætta á ferðum gagnvart öðrum húsum eða gróðri eða svoleiðis þannig þeir tóku sér bara tíma í þetta,“ sagði hann. Þá var enginn inni í skúrnum þegar kviknaði í honum. Kalla þurfti út slökkviliðsbíla af þremur stöðvum vegna brunans.Aðsent/Viktor Freyr A. Ekki vitað hvað olli eldinum Slökkvistarf tók töluverðan tíma, að sögn Þorsteins lauk því ekki fyrr en upp úr sex í morgun. Ástæðan var að skúrinn var fullur af dóti og erfitt að komast að honum. Þorsteinn veit þó ekki hvað olli brunanum. „Við vitum ekkert af hverju kviknaði í þarna. Það hefur ekki komið í ljós,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikill eldsmatur sem olli því að það varð alelda strax og erfitt að slökkva í þessu.“ Skúrinn var fullur af drasli sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.Aðsent/Viktor Freyr A. Þrátt fyrir að um lítinn skúr væri að ræða voru slökkviliðsbílar af þremur stöðvum kallaðir út. Þorsteinn segir mikla handavinnu hafa verið við útkallið. „Þetta endaði með því að við fengum þrjár stöðvar, Tunguháls, Skógarhlíð og Hafnarfjörð. Okkur vantaði hendur til þess að rífa veggi niður. Þetta var svona handavinna,“ sagði Þorsteinn að lokum. Mikill reykur stígur upp úr brunarústunum.Aðsent/Viktor Freyr A. Lögreglan var auðvitað mætt á vettvang líka en þar að auki komu forvitnir borgarar til að fylgjast með störfum slökkviliðsins.Aðsent/Viktor Freyr A. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, varðstjóri hjá aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var á leið heim eftir vaktaskipti þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir að slökkviliðið hafi fengið útkall rétt yfir þrjú í nótt um að kviknað væri í skúr í Stekkjarbakka. Starfi slökkviliðsins í Stekkjarbakka lauk upp úr sex.Aðsent/Viktor Freyr A. „Svo þegar fyrsta stöðin kemur á vettvang þá sér hún að þetta er mikill eldur þannig hún kallar eftir aðstoð. Þetta hús var fullt af drasli og erfitt að eiga við það. Mikill eldsmatur í þessu þannig það tók töluverðan tíma að slökkva í þessu,“ sagði Þorsteinn. „En það var engin hætta á ferðum gagnvart öðrum húsum eða gróðri eða svoleiðis þannig þeir tóku sér bara tíma í þetta,“ sagði hann. Þá var enginn inni í skúrnum þegar kviknaði í honum. Kalla þurfti út slökkviliðsbíla af þremur stöðvum vegna brunans.Aðsent/Viktor Freyr A. Ekki vitað hvað olli eldinum Slökkvistarf tók töluverðan tíma, að sögn Þorsteins lauk því ekki fyrr en upp úr sex í morgun. Ástæðan var að skúrinn var fullur af dóti og erfitt að komast að honum. Þorsteinn veit þó ekki hvað olli brunanum. „Við vitum ekkert af hverju kviknaði í þarna. Það hefur ekki komið í ljós,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikill eldsmatur sem olli því að það varð alelda strax og erfitt að slökkva í þessu.“ Skúrinn var fullur af drasli sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.Aðsent/Viktor Freyr A. Þrátt fyrir að um lítinn skúr væri að ræða voru slökkviliðsbílar af þremur stöðvum kallaðir út. Þorsteinn segir mikla handavinnu hafa verið við útkallið. „Þetta endaði með því að við fengum þrjár stöðvar, Tunguháls, Skógarhlíð og Hafnarfjörð. Okkur vantaði hendur til þess að rífa veggi niður. Þetta var svona handavinna,“ sagði Þorsteinn að lokum. Mikill reykur stígur upp úr brunarústunum.Aðsent/Viktor Freyr A. Lögreglan var auðvitað mætt á vettvang líka en þar að auki komu forvitnir borgarar til að fylgjast með störfum slökkviliðsins.Aðsent/Viktor Freyr A.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?