Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2023 23:59 Grunaði raðmorðinginn Rex Heuermann hefur vegnað vel sem arkítekt í New York. Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. Greint var frá því í gær að Heuermann, sem ákærður er fyrir að myrða þrjár konur, sé giftur íslenskri konu. Hann var handtekinn á föstudag eftir að DNA-sýni konunnar komu rannsakendum á sporið. Í umfjöllun New York Times um Rex Heuermann er honum lýst sem reynslumiklum arkítekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York borg. Verði hann sakfelldur, bætist Heuermann í hóp raðmorðingja í Bandaríkjunum sem lifðu tvöföldu lífi, og sem engan hefði grunað að væru hrottalegir morðingjar. Þar má nefna John Wayne Gacy, verktaka í Illinois og Richard Cottingham, sem var þekktur sem „aflimunar-morðinginn“ og virtist ósköp eðlilegur tölvunarfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í New Jersey. Saga Rex Heuermann virðist falla vel í þennan hóp. Í umfjöllun NY Times er haft eftir nánum samstarfsmanni Heuermann til þrjátíu ára, Steve Kramberg fasteignasala, að Heuermann væri virkilega góður samstarfsmaður. „Mjög vel að sér,“ segir Kramber. „Stór, klunnalegur maður, svolítið nördalegur, sem vann lengi og var til þjónustu reiðubúinn dag sem nótt“. Hann hafi jafnframt verið trúr konu sinni, hinni íslensku Ásu Ellerup, sem Kramberg segir að hafi átt við heilsuvandamál að stríða, og hlúð að aldraðri móður sinni. Óvinveittur og vandfýsinn Nágrannar þeirra Heuermann og Ásu lýsa honum ýmist sem venjulegum manni, sem ekkert hafi verið athugavert við, eða sem ógnvekjandi manni. Í umfjölluninni segir að Heuermann hafi sýnt ógnandi tilburði í garði sínum þar sem hann lék sér með öxi. Foreldrar hafi beint því til barna sinna að halda sig frá húsi hans. „Þegar maður gekk yfir götuna, var hann maður sem maður vildi ekki nálgast,“ er haft eftir einum nágrannanum. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir annar inntur eftir viðbrögðum við því að nágranni þeirra sé grunaður raðmorðingi. „Það er einfaldlega vegna þess hversu ógnandi hann var.“ Fram kemur að Heuermann hafi verið látinn fara úr vinnu sem tengdist íbúðaruppbyggingu í Brooklyn, vegna hegðunar hans. „Hann var eiginlega óvinveittur öllum,“ er haft eftir samstarfsmanni Heuermann Kelly Parisi. „Hann var svo vandfýsinn að stjórnin rak hann á endanum.“ Heuermann er grunaður um að hafa myrt fjórar konur, hverra líkamsleifar fundust á Gilgo ströndinni á Long Island. Nánar er fjallað um rannsókn á meintum morðum Heuermann hér. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Greint var frá því í gær að Heuermann, sem ákærður er fyrir að myrða þrjár konur, sé giftur íslenskri konu. Hann var handtekinn á föstudag eftir að DNA-sýni konunnar komu rannsakendum á sporið. Í umfjöllun New York Times um Rex Heuermann er honum lýst sem reynslumiklum arkítekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York borg. Verði hann sakfelldur, bætist Heuermann í hóp raðmorðingja í Bandaríkjunum sem lifðu tvöföldu lífi, og sem engan hefði grunað að væru hrottalegir morðingjar. Þar má nefna John Wayne Gacy, verktaka í Illinois og Richard Cottingham, sem var þekktur sem „aflimunar-morðinginn“ og virtist ósköp eðlilegur tölvunarfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í New Jersey. Saga Rex Heuermann virðist falla vel í þennan hóp. Í umfjöllun NY Times er haft eftir nánum samstarfsmanni Heuermann til þrjátíu ára, Steve Kramberg fasteignasala, að Heuermann væri virkilega góður samstarfsmaður. „Mjög vel að sér,“ segir Kramber. „Stór, klunnalegur maður, svolítið nördalegur, sem vann lengi og var til þjónustu reiðubúinn dag sem nótt“. Hann hafi jafnframt verið trúr konu sinni, hinni íslensku Ásu Ellerup, sem Kramberg segir að hafi átt við heilsuvandamál að stríða, og hlúð að aldraðri móður sinni. Óvinveittur og vandfýsinn Nágrannar þeirra Heuermann og Ásu lýsa honum ýmist sem venjulegum manni, sem ekkert hafi verið athugavert við, eða sem ógnvekjandi manni. Í umfjölluninni segir að Heuermann hafi sýnt ógnandi tilburði í garði sínum þar sem hann lék sér með öxi. Foreldrar hafi beint því til barna sinna að halda sig frá húsi hans. „Þegar maður gekk yfir götuna, var hann maður sem maður vildi ekki nálgast,“ er haft eftir einum nágrannanum. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir annar inntur eftir viðbrögðum við því að nágranni þeirra sé grunaður raðmorðingi. „Það er einfaldlega vegna þess hversu ógnandi hann var.“ Fram kemur að Heuermann hafi verið látinn fara úr vinnu sem tengdist íbúðaruppbyggingu í Brooklyn, vegna hegðunar hans. „Hann var eiginlega óvinveittur öllum,“ er haft eftir samstarfsmanni Heuermann Kelly Parisi. „Hann var svo vandfýsinn að stjórnin rak hann á endanum.“ Heuermann er grunaður um að hafa myrt fjórar konur, hverra líkamsleifar fundust á Gilgo ströndinni á Long Island. Nánar er fjallað um rannsókn á meintum morðum Heuermann hér.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06