Engin vandamál eða vond lykt eftir tunnuskiptin Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2023 20:00 Þorsteinn fékk nýja tvískipta tunnu við húsið og svo var ein svört endurmerkt fyrir plast. Vísir/Arnar Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hófu innleiðingu á nýjum tunnum í maí. Öll nema Reykjavík eru búin eða á lokametrunum en Reykjavík klárar samkvæmt áætlun í september. Í Reykjavík er nú unnið að tunnuskiptum í Vesturbæ, svo verður farið í miðborg og Hlíðar, í Laugardal í ágúst og síðast í Háaleiti og Bústaði í september. Lífrænum úrgangi hefur ekki verið safnað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en nú, og samkvæmt upplýsingum frá Sorpu, hafa frá því í maí safnast alls 310 tonn af hreinum lífrænum úrgangi frá höfuðborgarsvæðinu. Í GAJU, gas og jarðgerðarstöð, verður unnið úr þeim bæði metangas og molta, sem síðar verður seld. Settu saman síðustu hundrað tunnurnar Í Hafnarfirði var í dag verið að setja saman síðustu tunnurnar og dreifa þeim. Verkefnisstjóri innleiðingar í bænum, Ragna Hlín Sævarsdóttir, segir innleiðingu hafa gengið vel. Fólk hringi dálítið til að óska eftir upplýsingum, en að flest mál sé hægt að leysa nokkuð skjótt. „Það var verið að setja saman síðustu 100 tunnurnar í dag. Alls er búið að setja saman 4.700 tvískiptar tunnur, 1.800 brúnar tunnur fyrir blokkir á um 10.500 heimili. Við erum búin að endurmerkja 15.800 tunnur,“ segir Ragna og að þau séu á áætlun. Ragna segir áríðandi að flokka rétt því annars geti tunnur verið innsiglaðar og fólk þurft að endurflokka allt í þeim. Vísir/Arnar Hún segir að nokkuð sé hringt til að spyrja um flokkun og hvort það megi fækka tunnum en að fjöldi tunna verði endurskoðaður í haust þegar á að innleiða nýja gjaldskrá frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Ragna segir að innleiðingin gangi aðeins betur í sérbýlum en það sé því hún geti verði flóknari í fjölbýlum, sem eru til dæmis með rennu. Hún segir að ýmist sé fólk að loka fyrir rennurnar eða noti þær aðeins fyrir almennt rusl. Annað þurfi fólk að ganga með niður í ruslageymsluna. „Það gengur betur í sérbýlunum en húsfélög eru almennt að reyna að ýta undir íbúa að flokka betur. Það er alltaf hætta á því að tunnur verði innsiglaðar ef ekki er flokkað rétt. Þá lendir það á húsfélaginu að endurflokka.“ En hvernig taka íbúar í breytinguna? Þorsteinn Kristjánsson fékk sínar tunnur fyrir um tveimur vikur og segir vel hafa gengið að flokka. Á heimilinu voru áður þrjár tunnur en nú eru fimm, tvær auka tvískiptar. Hann gerir ráð fyrir að fækka þeim því þau nái ekki að fylla tunnurnar. Þorsteinn skipti nýlega út eldhúsinu og hefur því ekki upplifað nein vandamál eftir að hann fékk nýjar tunnur. Gert hafi verið ráð fyrir fleiri flokkum. Sýn/Arnar „Í mínu tilfelli hefur gengið mjög vel. Við vorum nýbúin að fá nýtt eldhús og það hafa ekki verið nein vandamál,“ segir Þorsteinn en í skúffu í innréttingunni er nú tunna fyrir hvern flokk. Hann segir að pokarnir sem hann hafi fengið fyrir matarleifarnar nýtist vel og að hann fari með pokann út um annan hvern dag, þau hafi hingað til ekki fundið neina slæma lykt. „Engin lykt og þetta gengur mjög vel,“ segir Þorsteinn og að hann hafi þó tekið eftir því að fólk taki misvel í breytinguna. „Það er upp og ofan. Sumir taka þessu ekki með opnum hug og ég veit að hefði ég ekki verið með nýja innréttingu þá hefði þetta verið meira vesen. Þetta eru fjórir flokkar og maður þarf að koma þessu fyrir einhver staðar,“ segir hann. Sorpa Sorphirða Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. 3. júlí 2023 10:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Í Reykjavík er nú unnið að tunnuskiptum í Vesturbæ, svo verður farið í miðborg og Hlíðar, í Laugardal í ágúst og síðast í Háaleiti og Bústaði í september. Lífrænum úrgangi hefur ekki verið safnað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en nú, og samkvæmt upplýsingum frá Sorpu, hafa frá því í maí safnast alls 310 tonn af hreinum lífrænum úrgangi frá höfuðborgarsvæðinu. Í GAJU, gas og jarðgerðarstöð, verður unnið úr þeim bæði metangas og molta, sem síðar verður seld. Settu saman síðustu hundrað tunnurnar Í Hafnarfirði var í dag verið að setja saman síðustu tunnurnar og dreifa þeim. Verkefnisstjóri innleiðingar í bænum, Ragna Hlín Sævarsdóttir, segir innleiðingu hafa gengið vel. Fólk hringi dálítið til að óska eftir upplýsingum, en að flest mál sé hægt að leysa nokkuð skjótt. „Það var verið að setja saman síðustu 100 tunnurnar í dag. Alls er búið að setja saman 4.700 tvískiptar tunnur, 1.800 brúnar tunnur fyrir blokkir á um 10.500 heimili. Við erum búin að endurmerkja 15.800 tunnur,“ segir Ragna og að þau séu á áætlun. Ragna segir áríðandi að flokka rétt því annars geti tunnur verið innsiglaðar og fólk þurft að endurflokka allt í þeim. Vísir/Arnar Hún segir að nokkuð sé hringt til að spyrja um flokkun og hvort það megi fækka tunnum en að fjöldi tunna verði endurskoðaður í haust þegar á að innleiða nýja gjaldskrá frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Ragna segir að innleiðingin gangi aðeins betur í sérbýlum en það sé því hún geti verði flóknari í fjölbýlum, sem eru til dæmis með rennu. Hún segir að ýmist sé fólk að loka fyrir rennurnar eða noti þær aðeins fyrir almennt rusl. Annað þurfi fólk að ganga með niður í ruslageymsluna. „Það gengur betur í sérbýlunum en húsfélög eru almennt að reyna að ýta undir íbúa að flokka betur. Það er alltaf hætta á því að tunnur verði innsiglaðar ef ekki er flokkað rétt. Þá lendir það á húsfélaginu að endurflokka.“ En hvernig taka íbúar í breytinguna? Þorsteinn Kristjánsson fékk sínar tunnur fyrir um tveimur vikur og segir vel hafa gengið að flokka. Á heimilinu voru áður þrjár tunnur en nú eru fimm, tvær auka tvískiptar. Hann gerir ráð fyrir að fækka þeim því þau nái ekki að fylla tunnurnar. Þorsteinn skipti nýlega út eldhúsinu og hefur því ekki upplifað nein vandamál eftir að hann fékk nýjar tunnur. Gert hafi verið ráð fyrir fleiri flokkum. Sýn/Arnar „Í mínu tilfelli hefur gengið mjög vel. Við vorum nýbúin að fá nýtt eldhús og það hafa ekki verið nein vandamál,“ segir Þorsteinn en í skúffu í innréttingunni er nú tunna fyrir hvern flokk. Hann segir að pokarnir sem hann hafi fengið fyrir matarleifarnar nýtist vel og að hann fari með pokann út um annan hvern dag, þau hafi hingað til ekki fundið neina slæma lykt. „Engin lykt og þetta gengur mjög vel,“ segir Þorsteinn og að hann hafi þó tekið eftir því að fólk taki misvel í breytinguna. „Það er upp og ofan. Sumir taka þessu ekki með opnum hug og ég veit að hefði ég ekki verið með nýja innréttingu þá hefði þetta verið meira vesen. Þetta eru fjórir flokkar og maður þarf að koma þessu fyrir einhver staðar,“ segir hann.
Sorpa Sorphirða Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. 3. júlí 2023 10:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04
Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi. 3. júlí 2023 10:31