Líftryggingar halda en slysabætur gætu skerst í glannaskap við gosið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. júlí 2023 07:46 Vítavert gáleysi getur skert slysatryggingar. Vísir/Vilhelm Glannaskapur við gosstöðvarnar ógildir ekki líftryggingar fólks en möguleiki er á því að slysabætur skerðist vegna vítaverðs gáleysis. Borið hefur á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum lögreglu og setji sig í hættu. „Það er ekki verið að loka að ástæðulausu og það er mjög mikilvægt að fólk virði lokanir,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir mikilvægt að fólk virði lokanir. „Það eru alltaf einhverjir sem telja sig vita betur og að aðgerðir eins og þessar séu forræðishyggja. En fólk áttar sig oft ekki á til dæmis vegalengdinni og hvernig andrúmsloftið er þarna,“ segir Sigrún. Lögregla hefur lokað gosstöðvunum við Litla Hrút vegna slæms veðurs og mikils mosabruna. En við mosabrunann myndast gróðureldar sem eru verri fyrir líkamann en kvikugasið, sem er þó slæmt. Sumir fylgja hins vegar ekki fyrirmælunum og reyna að komast að gosstöðvunum. Þá eru einnig sumir sem hafa beinlínis sett sig í hættu við að fara of nálægt gígnum og jafn vel ganga á nýstorknuðu og ótraustu hrauni. „Sumir eru með betri líftryggingu en aðrir!“ skrifaði læknirinn Tómas Guðbjartsson í háði á Facebook síðu sinni og birti mynd af tveimur ferðamönnum sem gengið höfðu upp á hraunið. Sterk líftryggingarvernd Sigrún segir hins vegar að líftryggingaverndin sé mjög sterk. Glannaskapur sem þessi eða jafn vel viljandi sjálfsvíg ógilda hana ekki né draga úr henni. ,,Ef þú deyrð fá aðstandendur greitt úr þinni líftryggingu sama hver dánarorsök er nema viðkomandi hafi fallið fyrir eign hendi innan árs frá því að tryggingin var tekin,“ segir Sigrún. Annað geti hins vegar gilt um slysabætur. Almennt séð er tryggingarverndin sterk en glannaskapur getur haft áhrif við ákvörðun slysabóta. „Það er möguleiki á að skerða slysabætur út frá vítaverðu gáleysi,“ segir Sigrún. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Það er ekki verið að loka að ástæðulausu og það er mjög mikilvægt að fólk virði lokanir,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir mikilvægt að fólk virði lokanir. „Það eru alltaf einhverjir sem telja sig vita betur og að aðgerðir eins og þessar séu forræðishyggja. En fólk áttar sig oft ekki á til dæmis vegalengdinni og hvernig andrúmsloftið er þarna,“ segir Sigrún. Lögregla hefur lokað gosstöðvunum við Litla Hrút vegna slæms veðurs og mikils mosabruna. En við mosabrunann myndast gróðureldar sem eru verri fyrir líkamann en kvikugasið, sem er þó slæmt. Sumir fylgja hins vegar ekki fyrirmælunum og reyna að komast að gosstöðvunum. Þá eru einnig sumir sem hafa beinlínis sett sig í hættu við að fara of nálægt gígnum og jafn vel ganga á nýstorknuðu og ótraustu hrauni. „Sumir eru með betri líftryggingu en aðrir!“ skrifaði læknirinn Tómas Guðbjartsson í háði á Facebook síðu sinni og birti mynd af tveimur ferðamönnum sem gengið höfðu upp á hraunið. Sterk líftryggingarvernd Sigrún segir hins vegar að líftryggingaverndin sé mjög sterk. Glannaskapur sem þessi eða jafn vel viljandi sjálfsvíg ógilda hana ekki né draga úr henni. ,,Ef þú deyrð fá aðstandendur greitt úr þinni líftryggingu sama hver dánarorsök er nema viðkomandi hafi fallið fyrir eign hendi innan árs frá því að tryggingin var tekin,“ segir Sigrún. Annað geti hins vegar gilt um slysabætur. Almennt séð er tryggingarverndin sterk en glannaskapur getur haft áhrif við ákvörðun slysabóta. „Það er möguleiki á að skerða slysabætur út frá vítaverðu gáleysi,“ segir Sigrún.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira