Skæður raðmorðingi loks gómaður Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2023 14:20 Frá heimili mannsins sem var handtekinn. AP/Eduardo Munoz Alvarez Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn hafi verið handtekinn í gær. Þá hefur New York Post eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn heiti Rex Heuermann. Hann ku vera 59 ára gamall og vera arkitekt. Þegar lögregluþjónar voru að leita að Shannan Gilbert árið 2010 fundu þeir líkamsleifar fjögurra annarra kvenna á Gilgo Beach. Líkin voru öll af konum á þrítugsaldri og voru þær vafðar í svarta sekki. Maureen Brainard-Barnes, hafði horfið árið 2007, Melissa Barthelemy hafði horfið árið 2009 og þær Megan Waterman og Amber Costello hurfu árið 2010. Næsta ár fundust svo á svæðinu líkamsleifar sex manns til viðbótar. Þar af var um að ræða fjórar konur, einn mann og eitt barn. Aldrei hefur verið sannreynt að líkamsleifarnar tengist allar sama málinu. Það er að segja að fólkið hafi verið myrt af sama manninum en talsmenn lögreglunnar hafa ítrekað sagt það ólíklegt. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“. Málið hefur vakið gífurlega athygli í gegnum árin en meðal annars hefur verið gerð kvikmynd um morðin og hvarf Gilbert sem sýnd var á Netflix. Í einu tilfelli fannst höfuðkúpa konu sem hafði horfið árið 2003 en lík hennar fannst, að höfðinu undanskildu, skömmu eftir að hún hvarf á öðrum stað en höfuðkúpan fannst. Í öðru tilfelli tilheyrðu líkamsleifar konu sem hafði fundist látin árið 2000. Enn er ekki búið að bera kennsl á hana, samkvæmt AP. Lík Gilbert fannst árið 2011 en hún var vændiskona, eins og margar af honum konunum voru einnig, og hvarf eftir að hún yfirgaf hús vændiskaupanda. Í fyrra sagði lögreglan að hún hefði líklega ekki verið myrt og að enginn glæpur hefði verið framinn, samkvæmt frétt CBS. Talið er mögulegt að hún hafi drukknað sökum mikillar vímu sem hún var í. Ekki eru þó allir samála um það. Hér að neðan má sjá útsendingu héraðsmiðilsins PIX11 frá heimili Heuermann í morgun. Fjölmiðlar vestanhafs segja að hann verði færður fyrir dómara seinna í dag. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45 „Höggorminum“ sleppt úr fangelsi í Nepal Franska raðmorðingjanum Charles Sobhraj verður senn sleppt úr fangelsinu í Nepal þar sem hann hefur dvalið í nær tuttugu ár. Honum hefur verið skipað að snúa aftur til Frakklands. 22. desember 2022 08:04 Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. 18. nóvember 2022 16:22 Einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna látinn Samuel Little, einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Little játaði á sig yfir níutíu morð víðsvegar um Bandaríkin og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi. 31. desember 2020 08:50 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn hafi verið handtekinn í gær. Þá hefur New York Post eftir heimildarmönnum sínum að maðurinn heiti Rex Heuermann. Hann ku vera 59 ára gamall og vera arkitekt. Þegar lögregluþjónar voru að leita að Shannan Gilbert árið 2010 fundu þeir líkamsleifar fjögurra annarra kvenna á Gilgo Beach. Líkin voru öll af konum á þrítugsaldri og voru þær vafðar í svarta sekki. Maureen Brainard-Barnes, hafði horfið árið 2007, Melissa Barthelemy hafði horfið árið 2009 og þær Megan Waterman og Amber Costello hurfu árið 2010. Næsta ár fundust svo á svæðinu líkamsleifar sex manns til viðbótar. Þar af var um að ræða fjórar konur, einn mann og eitt barn. Aldrei hefur verið sannreynt að líkamsleifarnar tengist allar sama málinu. Það er að segja að fólkið hafi verið myrt af sama manninum en talsmenn lögreglunnar hafa ítrekað sagt það ólíklegt. Morð þessi hafa gengið undir nafninu „Morðin á Gilgo Beach“. Málið hefur vakið gífurlega athygli í gegnum árin en meðal annars hefur verið gerð kvikmynd um morðin og hvarf Gilbert sem sýnd var á Netflix. Í einu tilfelli fannst höfuðkúpa konu sem hafði horfið árið 2003 en lík hennar fannst, að höfðinu undanskildu, skömmu eftir að hún hvarf á öðrum stað en höfuðkúpan fannst. Í öðru tilfelli tilheyrðu líkamsleifar konu sem hafði fundist látin árið 2000. Enn er ekki búið að bera kennsl á hana, samkvæmt AP. Lík Gilbert fannst árið 2011 en hún var vændiskona, eins og margar af honum konunum voru einnig, og hvarf eftir að hún yfirgaf hús vændiskaupanda. Í fyrra sagði lögreglan að hún hefði líklega ekki verið myrt og að enginn glæpur hefði verið framinn, samkvæmt frétt CBS. Talið er mögulegt að hún hafi drukknað sökum mikillar vímu sem hún var í. Ekki eru þó allir samála um það. Hér að neðan má sjá útsendingu héraðsmiðilsins PIX11 frá heimili Heuermann í morgun. Fjölmiðlar vestanhafs segja að hann verði færður fyrir dómara seinna í dag.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45 „Höggorminum“ sleppt úr fangelsi í Nepal Franska raðmorðingjanum Charles Sobhraj verður senn sleppt úr fangelsinu í Nepal þar sem hann hefur dvalið í nær tuttugu ár. Honum hefur verið skipað að snúa aftur til Frakklands. 22. desember 2022 08:04 Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. 18. nóvember 2022 16:22 Einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna látinn Samuel Little, einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Little játaði á sig yfir níutíu morð víðsvegar um Bandaríkin og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi. 31. desember 2020 08:50 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45
„Höggorminum“ sleppt úr fangelsi í Nepal Franska raðmorðingjanum Charles Sobhraj verður senn sleppt úr fangelsinu í Nepal þar sem hann hefur dvalið í nær tuttugu ár. Honum hefur verið skipað að snúa aftur til Frakklands. 22. desember 2022 08:04
Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. 18. nóvember 2022 16:22
Einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna látinn Samuel Little, einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Little játaði á sig yfir níutíu morð víðsvegar um Bandaríkin og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi. 31. desember 2020 08:50