PSG opnar dyrnar að nýju og glæsilegu æfingasvæði Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 14:30 Höfuðstöðvarnar eru í 25 mínútna akstursfjarlægð frá heimavellinum Parc des Princes. Vísir/Getty Leikmenn PSG mættu á sína fyrstu æfingu á nýju og glæsilegu æfingasvæði á mánudag. Þar er að finna sautján fótboltavelli og svæðið kostaði 300 milljón evrur að byggja. Katarskir eigendur franska félagsins PSG hafa ekki verið feimnir að eyða peningum síðan þeir keyptu félagið árið 2011. Alls hefur félagið eytt 1,4 milljarði evra í leikmannakaup og þá eru laun leikmanna ekki með í þeirri tölu. Eigendurnir eru hins vegar tilbúnir til að eyða í meira heldur en bara leikmenn. Á mánudag fór fyrsta æfing liðsins á nýju æfingasvæði fram og er óhætt að segja að það sé glæsilegt. Discovering the PSG Campus with @nunomendes_25 and @NordiMukiele! Full video: https://t.co/rUjzBoVPg3 pic.twitter.com/1FG9cjRt2r— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 13, 2023 Svæðið er staðsett í hæðum við ánna Signu og þangað er 25 mínútna akstur frá heimavellinum Parc des Princes. Svæðið nær yfir 74 hektara og þar eru hvorki fleiri né færri en 17 fótboltavellir. Lið PSG í öllum íþróttum munu nýta sér æfingasvæðið og verður þetta í fyrsta sinn sem bæði knattspyrnulið félagsins, akademían, handboltaliðið og júdódeildin verður undir sama þaki. Þeir leikmenn PSG sem eru komnir úr sumarfríi hófu æfingar á mánudag en Kylian Mbappe og fleiri stjörnur mæta í fyrsta skipti á þriðjudag. Kvennaliðið hefur æfingar á svæðinu á næsta ári. Luis Enriqe fyrsti næturgesturinn Á æfingasvæðinu er allt til alls. Í næstu viku byrjar liðið að nota þrjá æfingavelli auk sérstakra markmanns- og æfingasvæða. Grasið á völlunum er svokallað hybrid-gras, blanda af náttúrulegu- og gervigrasi sem er eins og á heimavellinum Parc des Prinses. Á einum æfingavellinum er stúka fyrir 500 áhorfendur. Við hlið sjálfs æfingasvæðisins er síðan 10.000 fermetra bygging með glæsilegu útsýni yfir æfingavellina og sveitina í kring. Þar má finna fjórar sundlaugar, fyrsta flokks líkamsrækt, veitingastað, búningsklefa, sjúkraherbergi og myndbands- og greiningaraðstöðu. Behind the scenes with @LucasHernandez and @manuugarte8 at Campus PSG! pic.twitter.com/2RDeF5sWQ7— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 10, 2023 Þar eru einnig 43 svefnherbergi þar sem leikmenn og annað starfsfólk getur gist, meðal annars daginn fyrir og eftir leik. „Ég held ég sé sá fyrsti til þess að sofa hérna,“ sagði Luis Enrique sem nýverið tók við sem knattspyrnustjóri PSG. „Æfingasvæðið er stórkostlegt. Þægilegt en ekki of íburðarmikið. Þú þarft að leggja á þig til að vinna leiki en aðstæðurnar hér eru frábærar.“ Þá er ótalið svæði akademíunnar, kvennaliðsins og aðrar byggingar. Akademían fær 16.500 fermetra byggingu fyrir sig þar sem meðal annars eru 15 skólastofur og aðstaða fyrir 140 unga leikmenn á aldrinum 13-19 ára, meðal annars 131 svefnherbergi. Franski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Katarskir eigendur franska félagsins PSG hafa ekki verið feimnir að eyða peningum síðan þeir keyptu félagið árið 2011. Alls hefur félagið eytt 1,4 milljarði evra í leikmannakaup og þá eru laun leikmanna ekki með í þeirri tölu. Eigendurnir eru hins vegar tilbúnir til að eyða í meira heldur en bara leikmenn. Á mánudag fór fyrsta æfing liðsins á nýju æfingasvæði fram og er óhætt að segja að það sé glæsilegt. Discovering the PSG Campus with @nunomendes_25 and @NordiMukiele! Full video: https://t.co/rUjzBoVPg3 pic.twitter.com/1FG9cjRt2r— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 13, 2023 Svæðið er staðsett í hæðum við ánna Signu og þangað er 25 mínútna akstur frá heimavellinum Parc des Princes. Svæðið nær yfir 74 hektara og þar eru hvorki fleiri né færri en 17 fótboltavellir. Lið PSG í öllum íþróttum munu nýta sér æfingasvæðið og verður þetta í fyrsta sinn sem bæði knattspyrnulið félagsins, akademían, handboltaliðið og júdódeildin verður undir sama þaki. Þeir leikmenn PSG sem eru komnir úr sumarfríi hófu æfingar á mánudag en Kylian Mbappe og fleiri stjörnur mæta í fyrsta skipti á þriðjudag. Kvennaliðið hefur æfingar á svæðinu á næsta ári. Luis Enriqe fyrsti næturgesturinn Á æfingasvæðinu er allt til alls. Í næstu viku byrjar liðið að nota þrjá æfingavelli auk sérstakra markmanns- og æfingasvæða. Grasið á völlunum er svokallað hybrid-gras, blanda af náttúrulegu- og gervigrasi sem er eins og á heimavellinum Parc des Prinses. Á einum æfingavellinum er stúka fyrir 500 áhorfendur. Við hlið sjálfs æfingasvæðisins er síðan 10.000 fermetra bygging með glæsilegu útsýni yfir æfingavellina og sveitina í kring. Þar má finna fjórar sundlaugar, fyrsta flokks líkamsrækt, veitingastað, búningsklefa, sjúkraherbergi og myndbands- og greiningaraðstöðu. Behind the scenes with @LucasHernandez and @manuugarte8 at Campus PSG! pic.twitter.com/2RDeF5sWQ7— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 10, 2023 Þar eru einnig 43 svefnherbergi þar sem leikmenn og annað starfsfólk getur gist, meðal annars daginn fyrir og eftir leik. „Ég held ég sé sá fyrsti til þess að sofa hérna,“ sagði Luis Enrique sem nýverið tók við sem knattspyrnustjóri PSG. „Æfingasvæðið er stórkostlegt. Þægilegt en ekki of íburðarmikið. Þú þarft að leggja á þig til að vinna leiki en aðstæðurnar hér eru frábærar.“ Þá er ótalið svæði akademíunnar, kvennaliðsins og aðrar byggingar. Akademían fær 16.500 fermetra byggingu fyrir sig þar sem meðal annars eru 15 skólastofur og aðstaða fyrir 140 unga leikmenn á aldrinum 13-19 ára, meðal annars 131 svefnherbergi.
Franski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira