PSG opnar dyrnar að nýju og glæsilegu æfingasvæði Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 14:30 Höfuðstöðvarnar eru í 25 mínútna akstursfjarlægð frá heimavellinum Parc des Princes. Vísir/Getty Leikmenn PSG mættu á sína fyrstu æfingu á nýju og glæsilegu æfingasvæði á mánudag. Þar er að finna sautján fótboltavelli og svæðið kostaði 300 milljón evrur að byggja. Katarskir eigendur franska félagsins PSG hafa ekki verið feimnir að eyða peningum síðan þeir keyptu félagið árið 2011. Alls hefur félagið eytt 1,4 milljarði evra í leikmannakaup og þá eru laun leikmanna ekki með í þeirri tölu. Eigendurnir eru hins vegar tilbúnir til að eyða í meira heldur en bara leikmenn. Á mánudag fór fyrsta æfing liðsins á nýju æfingasvæði fram og er óhætt að segja að það sé glæsilegt. Discovering the PSG Campus with @nunomendes_25 and @NordiMukiele! Full video: https://t.co/rUjzBoVPg3 pic.twitter.com/1FG9cjRt2r— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 13, 2023 Svæðið er staðsett í hæðum við ánna Signu og þangað er 25 mínútna akstur frá heimavellinum Parc des Princes. Svæðið nær yfir 74 hektara og þar eru hvorki fleiri né færri en 17 fótboltavellir. Lið PSG í öllum íþróttum munu nýta sér æfingasvæðið og verður þetta í fyrsta sinn sem bæði knattspyrnulið félagsins, akademían, handboltaliðið og júdódeildin verður undir sama þaki. Þeir leikmenn PSG sem eru komnir úr sumarfríi hófu æfingar á mánudag en Kylian Mbappe og fleiri stjörnur mæta í fyrsta skipti á þriðjudag. Kvennaliðið hefur æfingar á svæðinu á næsta ári. Luis Enriqe fyrsti næturgesturinn Á æfingasvæðinu er allt til alls. Í næstu viku byrjar liðið að nota þrjá æfingavelli auk sérstakra markmanns- og æfingasvæða. Grasið á völlunum er svokallað hybrid-gras, blanda af náttúrulegu- og gervigrasi sem er eins og á heimavellinum Parc des Prinses. Á einum æfingavellinum er stúka fyrir 500 áhorfendur. Við hlið sjálfs æfingasvæðisins er síðan 10.000 fermetra bygging með glæsilegu útsýni yfir æfingavellina og sveitina í kring. Þar má finna fjórar sundlaugar, fyrsta flokks líkamsrækt, veitingastað, búningsklefa, sjúkraherbergi og myndbands- og greiningaraðstöðu. Behind the scenes with @LucasHernandez and @manuugarte8 at Campus PSG! pic.twitter.com/2RDeF5sWQ7— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 10, 2023 Þar eru einnig 43 svefnherbergi þar sem leikmenn og annað starfsfólk getur gist, meðal annars daginn fyrir og eftir leik. „Ég held ég sé sá fyrsti til þess að sofa hérna,“ sagði Luis Enrique sem nýverið tók við sem knattspyrnustjóri PSG. „Æfingasvæðið er stórkostlegt. Þægilegt en ekki of íburðarmikið. Þú þarft að leggja á þig til að vinna leiki en aðstæðurnar hér eru frábærar.“ Þá er ótalið svæði akademíunnar, kvennaliðsins og aðrar byggingar. Akademían fær 16.500 fermetra byggingu fyrir sig þar sem meðal annars eru 15 skólastofur og aðstaða fyrir 140 unga leikmenn á aldrinum 13-19 ára, meðal annars 131 svefnherbergi. Franski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Katarskir eigendur franska félagsins PSG hafa ekki verið feimnir að eyða peningum síðan þeir keyptu félagið árið 2011. Alls hefur félagið eytt 1,4 milljarði evra í leikmannakaup og þá eru laun leikmanna ekki með í þeirri tölu. Eigendurnir eru hins vegar tilbúnir til að eyða í meira heldur en bara leikmenn. Á mánudag fór fyrsta æfing liðsins á nýju æfingasvæði fram og er óhætt að segja að það sé glæsilegt. Discovering the PSG Campus with @nunomendes_25 and @NordiMukiele! Full video: https://t.co/rUjzBoVPg3 pic.twitter.com/1FG9cjRt2r— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 13, 2023 Svæðið er staðsett í hæðum við ánna Signu og þangað er 25 mínútna akstur frá heimavellinum Parc des Princes. Svæðið nær yfir 74 hektara og þar eru hvorki fleiri né færri en 17 fótboltavellir. Lið PSG í öllum íþróttum munu nýta sér æfingasvæðið og verður þetta í fyrsta sinn sem bæði knattspyrnulið félagsins, akademían, handboltaliðið og júdódeildin verður undir sama þaki. Þeir leikmenn PSG sem eru komnir úr sumarfríi hófu æfingar á mánudag en Kylian Mbappe og fleiri stjörnur mæta í fyrsta skipti á þriðjudag. Kvennaliðið hefur æfingar á svæðinu á næsta ári. Luis Enriqe fyrsti næturgesturinn Á æfingasvæðinu er allt til alls. Í næstu viku byrjar liðið að nota þrjá æfingavelli auk sérstakra markmanns- og æfingasvæða. Grasið á völlunum er svokallað hybrid-gras, blanda af náttúrulegu- og gervigrasi sem er eins og á heimavellinum Parc des Prinses. Á einum æfingavellinum er stúka fyrir 500 áhorfendur. Við hlið sjálfs æfingasvæðisins er síðan 10.000 fermetra bygging með glæsilegu útsýni yfir æfingavellina og sveitina í kring. Þar má finna fjórar sundlaugar, fyrsta flokks líkamsrækt, veitingastað, búningsklefa, sjúkraherbergi og myndbands- og greiningaraðstöðu. Behind the scenes with @LucasHernandez and @manuugarte8 at Campus PSG! pic.twitter.com/2RDeF5sWQ7— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 10, 2023 Þar eru einnig 43 svefnherbergi þar sem leikmenn og annað starfsfólk getur gist, meðal annars daginn fyrir og eftir leik. „Ég held ég sé sá fyrsti til þess að sofa hérna,“ sagði Luis Enrique sem nýverið tók við sem knattspyrnustjóri PSG. „Æfingasvæðið er stórkostlegt. Þægilegt en ekki of íburðarmikið. Þú þarft að leggja á þig til að vinna leiki en aðstæðurnar hér eru frábærar.“ Þá er ótalið svæði akademíunnar, kvennaliðsins og aðrar byggingar. Akademían fær 16.500 fermetra byggingu fyrir sig þar sem meðal annars eru 15 skólastofur og aðstaða fyrir 140 unga leikmenn á aldrinum 13-19 ára, meðal annars 131 svefnherbergi.
Franski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira