Segir Rice mjög líklega bestan í heimi í sinni stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 11:01 Declan Rice er fastamaður í sterku ensku landsliði. Getty/Catherine Ivill Allt lítur út fyrir það að Arsenal nái loksins að ganga frá kaupunum á Declan Rice í dag en enski landsliðsmaðurinn á sér marga aðdáendur sem telja hann hjálpi Arsenal að brúa bilið á milli sín og Manchester City. West Ham var búið að samþykkja 105 milljón punda boð Arsenal í Rice en lögfræðingar Arsenal hafa tekið sinn tíma í að yfirfar samninginn. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það verði búið að yfirfara allt og gang frá öllum lausum endum í dag. West Ham have been promised the paperwork for the transfer of Declan Rice will be signed and delivered today pic.twitter.com/TUhvDynPbx— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 14, 2023 Einn af aðdáendum Declan Rice er Asmir Begovic, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann lofar nýjan miðjumann Arsenal liðsins. „Declan Rice er einn af, ef ekki sá besti í heimi í sinni stöðu sem afturliggjandi miðjumaður,“ sagði Asmir Begovic í Football Daily hlaðvarpsþætti BBC Radio 5 Live. „Það mikill liðstyrkur að fá hann inn í liðið þitt. Hann mun gera Arsenal að mun sterkara liði. Ég held að þetta séu frábær kaup af svo mörgum ástæðum,“ sagði Begovic. Asmir Begovic lék 256 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Portsmouth, Stoke City, Chelsea, Bournemouth og Everton. Hann er einn af örfáum markvörðum sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er yfirlýsing fyrir bæði framtíð og nútíð. Þetta sýnir hug þeirra að fylgja eftir árangrinum á síðustu leiktíð. Þeir ætla ekki að slaka á heldur sækja áfram,“ sagði Begovic. Rice er bara 24 ára gamall og Arsenal liðið er fullt af ungum leikmönnum með framtíðina fyrir sér. „Þetta er samt rosaleg upphæð fyrir leikmann sem átti bara eitt ár eftir af samningnum sínum. Það var draumur fyrir West Ham að fá verðstríð um leikmanninn og það var enginn annar Declan Rice í boði. Hrós til þeirra í Arsenal að vera tilbúnir að vinna þetta verðstríð,“ sagði Begovic. „Síðustu ár á undan höfðu verið Arsenal stuðningsmönnum erfið en með innkomu Mikel Arteta þá eru þeir komnir á þann stað sem þeir eiga skilið að vera. Kaupin í sumar sýna mikinn metnað félagsins,“ sagði Begovic. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
West Ham var búið að samþykkja 105 milljón punda boð Arsenal í Rice en lögfræðingar Arsenal hafa tekið sinn tíma í að yfirfar samninginn. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að það verði búið að yfirfara allt og gang frá öllum lausum endum í dag. West Ham have been promised the paperwork for the transfer of Declan Rice will be signed and delivered today pic.twitter.com/TUhvDynPbx— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 14, 2023 Einn af aðdáendum Declan Rice er Asmir Begovic, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann lofar nýjan miðjumann Arsenal liðsins. „Declan Rice er einn af, ef ekki sá besti í heimi í sinni stöðu sem afturliggjandi miðjumaður,“ sagði Asmir Begovic í Football Daily hlaðvarpsþætti BBC Radio 5 Live. „Það mikill liðstyrkur að fá hann inn í liðið þitt. Hann mun gera Arsenal að mun sterkara liði. Ég held að þetta séu frábær kaup af svo mörgum ástæðum,“ sagði Begovic. Asmir Begovic lék 256 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Portsmouth, Stoke City, Chelsea, Bournemouth og Everton. Hann er einn af örfáum markvörðum sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er yfirlýsing fyrir bæði framtíð og nútíð. Þetta sýnir hug þeirra að fylgja eftir árangrinum á síðustu leiktíð. Þeir ætla ekki að slaka á heldur sækja áfram,“ sagði Begovic. Rice er bara 24 ára gamall og Arsenal liðið er fullt af ungum leikmönnum með framtíðina fyrir sér. „Þetta er samt rosaleg upphæð fyrir leikmann sem átti bara eitt ár eftir af samningnum sínum. Það var draumur fyrir West Ham að fá verðstríð um leikmanninn og það var enginn annar Declan Rice í boði. Hrós til þeirra í Arsenal að vera tilbúnir að vinna þetta verðstríð,“ sagði Begovic. „Síðustu ár á undan höfðu verið Arsenal stuðningsmönnum erfið en með innkomu Mikel Arteta þá eru þeir komnir á þann stað sem þeir eiga skilið að vera. Kaupin í sumar sýna mikinn metnað félagsins,“ sagði Begovic.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira