Hallgrímur Jónasson: Þurfum að spila vel í Wales til að komast áfram Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2023 20:34 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gat verið ánægður með dagsverkið Vísir / Diego KA er í ansi góðri stöðu í fyrstu umfer undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa lagt Connah´s Quay Nomads af velli 2-0 í Úlfarsárdal fyrr í kvöld. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Daníel Hafsteinsson sáu um markaskorun heimamanna og tryggðu KA gott veganesti til Wales í seinni leikinn sem er eftir viku. Þjálfari KA Hallgrímur Jónasson var að vonum ánægður með úrslitin en var um sig að það þurfti að klára verkefnið í næstu viku. „Sammála því að þetta var góður sigur í dag. Ég er virkilega ánægður að við séum 2-0 yfir eftir leik þar sem leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Það var smá stress í okkur en við héldum áfram að láta boltann ganga fyrir okkur og vissum að þeir myndu þreytast. Við skorum svo tvö frábær mörk og frábært mark sem brýtur ísinn. Við erum gríðarlega ánægðir með að fara með fína stöðu út en við þurfum að klára þetta þar“, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hversu góður og sanngjarn sigur hans manna hafi verið í dag. Hann var spurður hvort hann sæi eitthvað hjá Walesverjum sem gæti ógnað stöðu KA því þeir virtust vera með mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur. „Mér fannst þeir virkilega sterkir í föstum leikatriðum. Þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu hættur úr horn- og aukaspyrnum. Svo fannst mér uppspilið þeirra líka betra en ég bjóst við án þess að vera hættulegt. Við þurftum aðeins að breyta því hvernig við pressuðum þá. Annars bara eins og ég bjóst við þá var ég gríðarlega ánægður eftir fyrri hálfleikinn, við komum út skorum tvö mörk og vinnum. Hefðum getað skorað meira en það er bara hálfleikur. Við förum út til Wales og það verður erfiðara og við þurfum að klára verkefnið þar.“ Hallgrímur hafði ekki áhyggjur af stöðunni í hálfleik en hans menn hefðu getað farið betur með stöðurnar sem sköpuðust þá. „Nei ekki áhyggjur en við þurftum að skerpa á vissum hlutum. Við vorum að finna millisvæðin og vorum að finna menn og fannst við leita meira þangað og síðan ógna meira fram á við. Mér fannst við vera spila til hliðar og til baka þegar við hefðum getað spilað fram á við. Við vorum ekki nógu hættulegir. Það komu tvö mörk í seinni hálfleik þannig að við vorum sáttir.“ Það er alltaf hætta á að menn fari hátt upp eftir góð úrslit og Hallgrímur var alveg á því að hann þyrfti að halda mönnum við efnið. „Já ég held að það hafi allir fundið það að þetta hafi verið hörkuleikur. Við þurfum að spila vel í Wales til að fara áfram.“ KA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira
„Sammála því að þetta var góður sigur í dag. Ég er virkilega ánægður að við séum 2-0 yfir eftir leik þar sem leikurinn var jafn í fyrri hálfleik. Það var smá stress í okkur en við héldum áfram að láta boltann ganga fyrir okkur og vissum að þeir myndu þreytast. Við skorum svo tvö frábær mörk og frábært mark sem brýtur ísinn. Við erum gríðarlega ánægðir með að fara með fína stöðu út en við þurfum að klára þetta þar“, sagði Hallgrímur þegar hann var spurður út í hversu góður og sanngjarn sigur hans manna hafi verið í dag. Hann var spurður hvort hann sæi eitthvað hjá Walesverjum sem gæti ógnað stöðu KA því þeir virtust vera með mjög góð tök á leiknum í nánast 90 mínútur. „Mér fannst þeir virkilega sterkir í föstum leikatriðum. Þeir eru líkamlega sterkir og sköpuðu hættur úr horn- og aukaspyrnum. Svo fannst mér uppspilið þeirra líka betra en ég bjóst við án þess að vera hættulegt. Við þurftum aðeins að breyta því hvernig við pressuðum þá. Annars bara eins og ég bjóst við þá var ég gríðarlega ánægður eftir fyrri hálfleikinn, við komum út skorum tvö mörk og vinnum. Hefðum getað skorað meira en það er bara hálfleikur. Við förum út til Wales og það verður erfiðara og við þurfum að klára verkefnið þar.“ Hallgrímur hafði ekki áhyggjur af stöðunni í hálfleik en hans menn hefðu getað farið betur með stöðurnar sem sköpuðust þá. „Nei ekki áhyggjur en við þurftum að skerpa á vissum hlutum. Við vorum að finna millisvæðin og vorum að finna menn og fannst við leita meira þangað og síðan ógna meira fram á við. Mér fannst við vera spila til hliðar og til baka þegar við hefðum getað spilað fram á við. Við vorum ekki nógu hættulegir. Það komu tvö mörk í seinni hálfleik þannig að við vorum sáttir.“ Það er alltaf hætta á að menn fari hátt upp eftir góð úrslit og Hallgrímur var alveg á því að hann þyrfti að halda mönnum við efnið. „Já ég held að það hafi allir fundið það að þetta hafi verið hörkuleikur. Við þurfum að spila vel í Wales til að fara áfram.“
KA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira
Leik lokið: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. 13. júlí 2023 19:53