„Leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti“ Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 16:17 Kjartan er ekki ánægður með að þessir ungu menn fái ekki launahækkun í sumar. Reykjavíkurborg/Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að svo virðist sem meirihluti borgarstjórnar telji sig hafa fundið breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna, með því að frysta kjör unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að tímalaun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði uppfærð á milli ára um níu prósent í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands, var felld á fundi borgarráðs í dag. „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að laun 13-16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði leiðrétt. Tillagan fól í sér að tímalaun unglinganna hækkuðu um 9% á milli ára eða í samræmi við launavísitölu. Slík launafrysting er sem blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks Reykjavíkurborgar, sem sinnir mikilvægum verkefnum á sviði hreinsunar, fegrunar og viðhalds í borginni,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna þess. Bjóst við að unglingarnir fengju líka hækkun Kjartan Magnússon, borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði haldið að nemendur vinnuskólans fengju einhverja vísitöluhækkun vegna mikillar verðbólgu, líkt og allir starfsmenn Reykjavíkurborgar. „En þá er þessi hópur tekinn út og verður fyrir launafrystingu milli ára,“ segir hann. Þá segir hann að um sé að ræða þrjú þúsund unglinga sem sinni mjög mikilvægum störfum við umhirðu og fegrun og hreinsun í borginni. „Svo er líka leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti, sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.“ Óveruleg útgjaldaaukning Kjartan segir að launaleiðrétting fyrir unglingana sé grundvallaratriði, sem myndi auk þess valda óverulegum útgjaldaauka fyrir borgarsjóð. Um þrjú þúsund unglingar séu nú skráðir til starfa í Vinnuskólanum og áætlað sé að laun þeirra nemi samtals 281 milljón króna, miðað við óbreytt kaup á milli ára. Áætluð launaleiðrétting vegna verðbólgu ofan á þau laun sé talin kosta tæpar þrjátíu milljónir króna til viðbótar. Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að tímalaun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði uppfærð á milli ára um níu prósent í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands, var felld á fundi borgarráðs í dag. „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að laun 13-16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði leiðrétt. Tillagan fól í sér að tímalaun unglinganna hækkuðu um 9% á milli ára eða í samræmi við launavísitölu. Slík launafrysting er sem blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks Reykjavíkurborgar, sem sinnir mikilvægum verkefnum á sviði hreinsunar, fegrunar og viðhalds í borginni,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna þess. Bjóst við að unglingarnir fengju líka hækkun Kjartan Magnússon, borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði haldið að nemendur vinnuskólans fengju einhverja vísitöluhækkun vegna mikillar verðbólgu, líkt og allir starfsmenn Reykjavíkurborgar. „En þá er þessi hópur tekinn út og verður fyrir launafrystingu milli ára,“ segir hann. Þá segir hann að um sé að ræða þrjú þúsund unglinga sem sinni mjög mikilvægum störfum við umhirðu og fegrun og hreinsun í borginni. „Svo er líka leiðinlegt að koma fram við unglinga með þessum hætti, sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.“ Óveruleg útgjaldaaukning Kjartan segir að launaleiðrétting fyrir unglingana sé grundvallaratriði, sem myndi auk þess valda óverulegum útgjaldaauka fyrir borgarsjóð. Um þrjú þúsund unglingar séu nú skráðir til starfa í Vinnuskólanum og áætlað sé að laun þeirra nemi samtals 281 milljón króna, miðað við óbreytt kaup á milli ára. Áætluð launaleiðrétting vegna verðbólgu ofan á þau laun sé talin kosta tæpar þrjátíu milljónir króna til viðbótar.
Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05
Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58