Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júlí 2023 13:12 Eldgos á Reykjanesi við Litla-Hrút. Hraunið er búið að fylla upp í skál við Kistufell og mun líklega flæða áfram inn í Meradali. Vísir/Vilhelm Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands greindi frá því í morgun að lægðin við Kistufell sé að fyllast af hrauni og það fari að flæða úr henni. Rannsóknarstofan greindi frá þessu í færslu á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að hraunið úr eldgosinu sé búið að fylla upp í lægðina. Það sjáist á ljósmyndum af vettvangi. Módelið sem rannsóknarstofan notast við reynir að herma eftir flæði hraunsins út frá seigju þess, hitastigi og flotspennu og öðrum eiginleikum. Síðan keyri módelið hermun á flæðinu og spáði líkanið því að hraunið myndi flæða upp úr lægðinni fyrri partinn í dag. „Nú er bara spurning hvort það kemur heim og saman,“ segir Þorvaldur. Hraunið flæði líklega inn í Meradali Samkvæmt spánni muni hraunið flæða áfram inn í Meradali, yfir storknað hraunið úr gosum síðustu tveggja ára. „Ef það fer þessa leið út úr þessari lægð eða skál þá spáir hermunin því að hraunið muni fara þarna áfram og niður í Meradali. Það myndi þá fara yfir 21 og 22 hraunið í austurenda Meradals,“ segir Þorvaldur. „Þetta er líkan og þau eru alltaf háð þeim forsendum sem maður gefur sér en náttúran fer sínar eigin leiðir. En það verður gaman að sjá hvort þetta gengur eftir,“ segir hann. Gangi það eftir þýði það að eldfjallafræðingar séu komnir nær því að geta spáð fyrir um hraunflæði í rauntíma. En það þýði líka að það sé stutt í hraunbotninn og hraunið muni ólíklega hafa áhrif á innviði á borð við Suðurstrandarveg. „Það þyrfti að setja töluvert hraun inn í Meradalina sjálfa til þess að það færi að flæða út úr þeim og áfram niður úr. Það yrði lán í óláni ef þetta fer þessa leið af því það tefur bara fyrir því að hraunið fari niður í átt að Suðurstrandarvegi,“ sagði Þorvaldur Þórðarson. Geti gosið í vikur, mánuði eða lengur Þorvaldur segir ekki hægt að spá fyrir um lengd gossins. Kvika muni flæða eins lengi og gosrásin helst opin án utanaðkomandi áhrifa. „Það sem hefur gerst núna er að þessi gangur sem kom þarna inn 2021, dýpri hlutinn af honum er núna vel opinn alla leið upp til yfirborðs. Það er komið nýtt kvikuinnskot inn í hann 2023 og gerði það líka 2022. Þessi innskot halda þessari gosrás opinni,“ segir Þorvaldur. Núna sé líka búið að opna rásina alla leið upp á yfirborðið og „svo lengi sem kvika flæðir inn í rásina og ekkert utanaðkomandi reyni að loka henni eða valda skemmdum á henni þá vellur kvikan út úr gígunum upp á yfirborðið af því þú getur haldið þessu flæði,“ segir hann. Hraunið er heitt og flæðir áfram.Vísir/Vilhelm „Meðan við viðhöldum þessu flæði og viðhöldum opinni gosrás þá erum við með eldgos.“ „Staðan er sú að það bendir ekkert til þess að gosið sé að hætta. Það virðist malla þarna í rólegheitunum og er búið að nálgast einhvers konar jafnvægi í inn og útflæði. Auðvitað getur það jafnvægi raskast en á meðan þú heldur því við þá erum við í eldgosi og það getur staðið í vikur og mánuði eða jafnvel lengur,“ segir Þorvaldur að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. 13. júlí 2023 07:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands greindi frá því í morgun að lægðin við Kistufell sé að fyllast af hrauni og það fari að flæða úr henni. Rannsóknarstofan greindi frá þessu í færslu á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að hraunið úr eldgosinu sé búið að fylla upp í lægðina. Það sjáist á ljósmyndum af vettvangi. Módelið sem rannsóknarstofan notast við reynir að herma eftir flæði hraunsins út frá seigju þess, hitastigi og flotspennu og öðrum eiginleikum. Síðan keyri módelið hermun á flæðinu og spáði líkanið því að hraunið myndi flæða upp úr lægðinni fyrri partinn í dag. „Nú er bara spurning hvort það kemur heim og saman,“ segir Þorvaldur. Hraunið flæði líklega inn í Meradali Samkvæmt spánni muni hraunið flæða áfram inn í Meradali, yfir storknað hraunið úr gosum síðustu tveggja ára. „Ef það fer þessa leið út úr þessari lægð eða skál þá spáir hermunin því að hraunið muni fara þarna áfram og niður í Meradali. Það myndi þá fara yfir 21 og 22 hraunið í austurenda Meradals,“ segir Þorvaldur. „Þetta er líkan og þau eru alltaf háð þeim forsendum sem maður gefur sér en náttúran fer sínar eigin leiðir. En það verður gaman að sjá hvort þetta gengur eftir,“ segir hann. Gangi það eftir þýði það að eldfjallafræðingar séu komnir nær því að geta spáð fyrir um hraunflæði í rauntíma. En það þýði líka að það sé stutt í hraunbotninn og hraunið muni ólíklega hafa áhrif á innviði á borð við Suðurstrandarveg. „Það þyrfti að setja töluvert hraun inn í Meradalina sjálfa til þess að það færi að flæða út úr þeim og áfram niður úr. Það yrði lán í óláni ef þetta fer þessa leið af því það tefur bara fyrir því að hraunið fari niður í átt að Suðurstrandarvegi,“ sagði Þorvaldur Þórðarson. Geti gosið í vikur, mánuði eða lengur Þorvaldur segir ekki hægt að spá fyrir um lengd gossins. Kvika muni flæða eins lengi og gosrásin helst opin án utanaðkomandi áhrifa. „Það sem hefur gerst núna er að þessi gangur sem kom þarna inn 2021, dýpri hlutinn af honum er núna vel opinn alla leið upp til yfirborðs. Það er komið nýtt kvikuinnskot inn í hann 2023 og gerði það líka 2022. Þessi innskot halda þessari gosrás opinni,“ segir Þorvaldur. Núna sé líka búið að opna rásina alla leið upp á yfirborðið og „svo lengi sem kvika flæðir inn í rásina og ekkert utanaðkomandi reyni að loka henni eða valda skemmdum á henni þá vellur kvikan út úr gígunum upp á yfirborðið af því þú getur haldið þessu flæði,“ segir hann. Hraunið er heitt og flæðir áfram.Vísir/Vilhelm „Meðan við viðhöldum þessu flæði og viðhöldum opinni gosrás þá erum við með eldgos.“ „Staðan er sú að það bendir ekkert til þess að gosið sé að hætta. Það virðist malla þarna í rólegheitunum og er búið að nálgast einhvers konar jafnvægi í inn og útflæði. Auðvitað getur það jafnvægi raskast en á meðan þú heldur því við þá erum við í eldgosi og það getur staðið í vikur og mánuði eða jafnvel lengur,“ segir Þorvaldur að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. 13. júlí 2023 07:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. 13. júlí 2023 07:54