Aron mætir bikarmeisturunum í fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2023 13:31 Aron Pálmarsson og Gunnar Magnússon þekkjast vel frá íslenska landsliðinu og þeir munu mætast í fyrstu umferð Olís-deildarinnar í haust. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Fyrsti leikur Arons Pálmarssonar á Íslandsmótinu í handbolta eftir heimkomuna til FH verður gegn bikarmeisturum Aftureldingar. Olís-deild kvenna hefst á stórleik á Hlíðarenda. Í vetur var tilkynnt um heimkomu landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar til FH eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku. HSÍ hefur nú gefið út drög að leikjafyrirkomulagi fyrir næsta tímabil og í fyrsta leik Arons hér á landi síðan árið 2009 taka hann og félagar hans í FH á móti bikarmeisturum Aftureldingar. Íslandsmeistarar ÍBV mæta Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð en nýliðar HK og Víkinga eiga erfið verkefni fyrir höndum, Víkingar mæta Val á útivelli í fyrsta leik á meðan HK tekur á móti Haukum sem fóru alla leið í úrslit Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Margir höfðu kallað eftir því að fyrsti leikur Arons yrði Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka. Fyrri leikur liðanna á næsta tímabili fer fram þann 17. nóvember að Ásvöllum og sá síðari 5. apríl í Kaplakrika. Aron Pálmarsson fær sviðið 7.september og það á heimavelli. Hefði það drepið HSÍ að hafa hinsvegar FH - Haukar í 1.umferð í stað Hafnarfjörður - Mosfellsbær. Það er einhver púki að öskra á mig að Gunni Magg hafi haft eitthvað um þetta að segja. #Handkastið sem vonandi lifir áfram pic.twitter.com/X7no07VF8w— Arnar Daði (@arnardadi) July 12, 2023 Í kvennaflokki hefst Olís-deildin á stórleik þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Fram. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Framara síðan á síðustu leiktíð. Einar Jónsson tók við þjálfun liðsins af Stefáni Arnarsyni og þá hefur liðið misst sterka leikmenn. Engu að síður eru leikir Vals og Fram alltaf hörkuslagir. Bikar- og deildarmeistarar ÍBV fer í heimsókn til Akureyrar í fyrstu umferðinni og leikur gegn KA/Þór. Nýliðar ÍR fá Aftureldingu í heimsókn og þá tekur Stjarnan á móti Haukum. Hægt er að skoða drög að leikjafyrirkomulaginu á vef HSÍ. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla HSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Í vetur var tilkynnt um heimkomu landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar til FH eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku. HSÍ hefur nú gefið út drög að leikjafyrirkomulagi fyrir næsta tímabil og í fyrsta leik Arons hér á landi síðan árið 2009 taka hann og félagar hans í FH á móti bikarmeisturum Aftureldingar. Íslandsmeistarar ÍBV mæta Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð en nýliðar HK og Víkinga eiga erfið verkefni fyrir höndum, Víkingar mæta Val á útivelli í fyrsta leik á meðan HK tekur á móti Haukum sem fóru alla leið í úrslit Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Margir höfðu kallað eftir því að fyrsti leikur Arons yrði Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka. Fyrri leikur liðanna á næsta tímabili fer fram þann 17. nóvember að Ásvöllum og sá síðari 5. apríl í Kaplakrika. Aron Pálmarsson fær sviðið 7.september og það á heimavelli. Hefði það drepið HSÍ að hafa hinsvegar FH - Haukar í 1.umferð í stað Hafnarfjörður - Mosfellsbær. Það er einhver púki að öskra á mig að Gunni Magg hafi haft eitthvað um þetta að segja. #Handkastið sem vonandi lifir áfram pic.twitter.com/X7no07VF8w— Arnar Daði (@arnardadi) July 12, 2023 Í kvennaflokki hefst Olís-deildin á stórleik þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Fram. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Framara síðan á síðustu leiktíð. Einar Jónsson tók við þjálfun liðsins af Stefáni Arnarsyni og þá hefur liðið misst sterka leikmenn. Engu að síður eru leikir Vals og Fram alltaf hörkuslagir. Bikar- og deildarmeistarar ÍBV fer í heimsókn til Akureyrar í fyrstu umferðinni og leikur gegn KA/Þór. Nýliðar ÍR fá Aftureldingu í heimsókn og þá tekur Stjarnan á móti Haukum. Hægt er að skoða drög að leikjafyrirkomulaginu á vef HSÍ. Olís-deild karla Olís-deild kvenna
Olís-deild kvenna Olís-deild karla HSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira