Milka: Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 11:01 Viðtalið við Domynikas Milka var tekið fyrir framan bikarskápinn í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Domynikas Milka skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Njarðvík og mun því færa sig á milli erkifjendanna í Reykjanesbæ. Milka hefur spilað með nágrönnunum í Keflavík undanfarin fjögur tímabil. Þessi vistaskipti komu örugglega mjög mörgum á óvart enda ekki algengt að leikmenn færi sig á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Stundum þurfa góðir hlutir að enda og það var komi tími á að loka þessum kafla. Árin mín fjögur í Keflavík voru nokkuð góð og ég stóð mig nokkuð vel. Liðið átti sínar hæðir og lægðir en nú er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Domynikas Milka í viðtali á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Milka spilaði alls 86 deildarleiki fyrir Keflavík og var með 19,0 stig og 10,4 fráköst, 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann var yfir tuttugu stig og tíu fráköst í leik fyrstu tvö tímabilin en ekki undanfarin tvö. Á síðasta tímabili var hann með 17,0 stig og 9,2 fráköst í leik. En af hverju erkifjendurnir í Njarðvík? „Af hverju að fara langt í burtu, norður á land eða eitthvað svoleiðis? Það er frábær klúbbur í næsta húsi. Hjá Njarðvík snýst þetta um að vinna titla og það er stórt ár fram undan,“ sagði Milka. Býst við því að þeir bláu hreyti einhverju í hann „Þjálfarinn kom með tilboð og við ræddum málin, bæði hvað ég kem með til liðsins og hvernig ég get hjálpað liðinu. Ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Milka. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að fá hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum hans gamla félags. „Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum. Ef þú spilar fyrir eitt lið þá ertu elskaður þar en allir aðrir hata þig. Nú munu þau grænu hvetja mig áfram en þau í bláu hreyta einhverju í mig. Það skiptir mig engu. Hjá mér snýst þetta allt um að njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Milka. Lofar fleiri þriggja stiga skotum Má búast við einhverju nýju hjá Milka nú þegar hann er kominn til Njarðvíkur. „Logi er hættur þannig að það eru svona sjö þriggja stiga skot á lausu í hverjum leik. Ég mun líklega taka meira af þriggja stiga skotum og það var í samningnum. Kannski skora ég því meira af þristum á næstu leiktíð,“ sagði Milka. Hann tók alls 78 þriggja stiga skot í 86 deildarleikjum með Keflavík og hitti úr 22 þeirra sem gerir 28 prósent nýtingu. Hann skaut 0,9 þrista að meðaltali í leik. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Þessi vistaskipti komu örugglega mjög mörgum á óvart enda ekki algengt að leikmenn færi sig á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Stundum þurfa góðir hlutir að enda og það var komi tími á að loka þessum kafla. Árin mín fjögur í Keflavík voru nokkuð góð og ég stóð mig nokkuð vel. Liðið átti sínar hæðir og lægðir en nú er kominn tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Domynikas Milka í viðtali á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Milka spilaði alls 86 deildarleiki fyrir Keflavík og var með 19,0 stig og 10,4 fráköst, 2,0 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann var yfir tuttugu stig og tíu fráköst í leik fyrstu tvö tímabilin en ekki undanfarin tvö. Á síðasta tímabili var hann með 17,0 stig og 9,2 fráköst í leik. En af hverju erkifjendurnir í Njarðvík? „Af hverju að fara langt í burtu, norður á land eða eitthvað svoleiðis? Það er frábær klúbbur í næsta húsi. Hjá Njarðvík snýst þetta um að vinna titla og það er stórt ár fram undan,“ sagði Milka. Býst við því að þeir bláu hreyti einhverju í hann „Þjálfarinn kom með tilboð og við ræddum málin, bæði hvað ég kem með til liðsins og hvernig ég get hjálpað liðinu. Ég er ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Milka. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að fá hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum hans gamla félags. „Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum. Ef þú spilar fyrir eitt lið þá ertu elskaður þar en allir aðrir hata þig. Nú munu þau grænu hvetja mig áfram en þau í bláu hreyta einhverju í mig. Það skiptir mig engu. Hjá mér snýst þetta allt um að njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Milka. Lofar fleiri þriggja stiga skotum Má búast við einhverju nýju hjá Milka nú þegar hann er kominn til Njarðvíkur. „Logi er hættur þannig að það eru svona sjö þriggja stiga skot á lausu í hverjum leik. Ég mun líklega taka meira af þriggja stiga skotum og það var í samningnum. Kannski skora ég því meira af þristum á næstu leiktíð,“ sagði Milka. Hann tók alls 78 þriggja stiga skot í 86 deildarleikjum með Keflavík og hitti úr 22 þeirra sem gerir 28 prósent nýtingu. Hann skaut 0,9 þrista að meðaltali í leik.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum