Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 07:54 Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúrúvá við Háskóla Íslands birtir þessa drónamynd af hrauninu sem er langt komið með að fylla í lægðina austan Kistufells. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. „Þann 12 júlí flæddi hraunið inn í og safnast fyrir í lægðinni sem er austan við Kistufell og í lok dags var það svo gott sem búið að fylla lægðina af hrauni,“ segir í færslunni. Myndin að ofan er birt til stuðnings en þar sést hvernig hraunið er farið að fylla vel upp í lægðina. „Það er athyglisvert að hermunin sem hér er sýnd spáir því að hraun byrji að flæða út úr lægðinni fyrri hluta dags þann 13 júlí og nú er bara að sjá hvort það raungerist?“ Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. „Í nótt hefur þetta bara mallað áfram,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er svipuð virkni og var í gær og engar sérstakar breytingar.“ Elísabet segir að óróinn hafi einnig haldist svipaður. Hún segir að þótt skjálftavirknin sé ekki dottin niður sé hún ekkert í líkingu við það sem var fyrir gos. „Við erum enn að fá skjálfta við Keili og Kleifarvatn og líka eitthvað á sjálfu svæðinu en það er mun minna en var fyrir gos.“ Aðspurð hvernig muni veðra á göngufólks sem hyggst sjá gosið segir Elísabet: „Það er norðlæg átt, 8 til 13 metrar á sekúndur en svo mun hvessa aðeins þegar líður á daginn. Þannig að það er gasmengun til suðurs.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir „Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45 Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. „Þann 12 júlí flæddi hraunið inn í og safnast fyrir í lægðinni sem er austan við Kistufell og í lok dags var það svo gott sem búið að fylla lægðina af hrauni,“ segir í færslunni. Myndin að ofan er birt til stuðnings en þar sést hvernig hraunið er farið að fylla vel upp í lægðina. „Það er athyglisvert að hermunin sem hér er sýnd spáir því að hraun byrji að flæða út úr lægðinni fyrri hluta dags þann 13 júlí og nú er bara að sjá hvort það raungerist?“ Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. „Í nótt hefur þetta bara mallað áfram,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er svipuð virkni og var í gær og engar sérstakar breytingar.“ Elísabet segir að óróinn hafi einnig haldist svipaður. Hún segir að þótt skjálftavirknin sé ekki dottin niður sé hún ekkert í líkingu við það sem var fyrir gos. „Við erum enn að fá skjálfta við Keili og Kleifarvatn og líka eitthvað á sjálfu svæðinu en það er mun minna en var fyrir gos.“ Aðspurð hvernig muni veðra á göngufólks sem hyggst sjá gosið segir Elísabet: „Það er norðlæg átt, 8 til 13 metrar á sekúndur en svo mun hvessa aðeins þegar líður á daginn. Þannig að það er gasmengun til suðurs.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir „Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45 Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45
Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52